• 5.10.2024, 16:00, Hönnunarsafn Íslands, 100

Það jafnast ekkert á við brauð

Ragnheiður Maísól Sturludóttir fer með fólk í ferðalag þar sem öll skynfæri þeirra eru virkjuð.  

Performatífur matarviðburður eftir Ragnheiði Maísól Sturludóttir um marglaga heim súrdeigsins. Matargestum er boðið í ferðalag þar sem öll skynfæri þeirra eru virkjuð. Samtímis er m.a. varpað ljósi á hvaða áhrif hinn hægi tími súrdeigsins hefur á hinn hraða tíma nútímans, hvaða tilfinningar og vensl súrdeigið getur falið í sér og hvernig súrdeig hefur fylgt okkur í gegnum mannkynssöguna.
Verkið byggir á lokaverkefni Ragnheiðar Maísólar í hagnýtri þjóðfræði við HÍ en þar rannsakaði hún samband bakara við súrdeigið sitt og áhrif baksturs á daglegt líf þeirra. Ath.að fjöldi á viðburðinn er takmarkaður og því er öruggast að tryggja sér pláss á tix.is fyrir 1.000 kr. eða sem svarar aðgangseyri á safnið.