• 12.2.2019, 20:00 - 21:00, Tónlistarskóli Garðabæjar

Þriðjudagsklassík - franskir flaututónar

  • Ástríður Alda og Emilía Rós

Þriðjudagsklassík í Garðabæ - franskir flaututónar, þriðjudaginn 12. febrúar nk. kl. 20 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.

Þriðjudagsklassík í Garðabæ - franskir flaututónar, þriðjudaginn 12. febrúar nk. kl. 20 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. 

Tónleikarnir á facebook

Það eru þær Emilía Róa Sigfúsdóttir, flautuleikari og Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanóleikari sem sem leika verk frönsku meistarana H. Dutilleux, G. Fauré, B. Godard, F. Poulenc og C. Saint-Saëns. Verkin eru lýsandi fyrir franska flaututónlist, full af þokka, léttleika, fallegum laglínum og „joie de vivre“. Á sama tíma og þau gera miklar tæknilegar kröfur til flytjenda.

Þær stöllur Emilía Rós og Ástríður Alda hafa starfað saman í yfir 10 ár, m.a. með Elektra Ensemble. Árið 2013 kom út hljómdiskurinn Portrait og hlaut þrjár tilnenfingar til Íslensku tónlistarverðlaunanna auk þess að fá frábæra dóma í tónlistartímaritinu Gramophone. Í vor er væntanlegur annar hljómdiskur með verkum eftir S. Prokofiev og J. Jongen. Vert er að geta þess að Emilía Rós frumflutti nýverið flautukonsert eftir Jón Ásgeirsson með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hreint brilleraði!

Gaman er að geta þess að á þessu starfsári er Þriðjudagsklassík í samstarfi við KÍTÓN, félag kvenna í tónlist.
Tónleikarnir fara fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund 11 og standa yfir í um klukkustund.
Aðgangseyrir er 2000 kr. og er miðasala við innganginn.

Að tónleikunum standa menningar- og safnanefnd Garðabæjar en listrænn stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir.

Þriðjudagsklassík á facebook