• 5.4.2023, 12:15, Tónlistarskóli Garðabæjar

Tónvöndur með sópran, flautu og píanói - Tónlistarnæring í Garðabæ

Tónvöndur er yfirskrift tónleika sem samanstendur af spennandi dagskrá eftir tónskáld úr mismunandi áttum sem sópransöngkonan Bryndís Guðjónsdóttir, flautuleikarinn Pamela De Sensi og píanóleikarinn Guðríður St. Sigurðardóttir flytja miðvikudaginn 5. apríl kl. 12:15 í Tónlistarskóla Garðabæjar.

Tónvöndur er yfirskrift tónleika sem samanstendur af spennandi dagskrá eftir tónskáld úr mismunandi áttum sem sópransöngkonan Bryndís Guðjónsdóttir, flautuleikarinn Pamela De Sensi og píanóleikarinn Guðríður St. Sigurðardóttir flytja miðvikudaginn 5. apríl kl. 12:15 í Tónlistarskóla Garðabæjar.

Ástríðufullir hljómar eftir Donizetti, Lehár og Previn blandast saman við rómantíska og fágaða hljóma og skapa skemmtilegar andstæður. Tónskáldin voru flest uppi á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Efnisskráin er í heild blanda af þekktum sem og minna þekktum tónverkum fyrir þessa samsetningu.Tónleikarnir eru liður í hádegistónleikaröðinni Tónlistarnæring á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar. Listrænn stjórnandi er Ólöf Breiðfjörð.Tónleikarnir eru síðustu tónleikar vorannar en þann 6. september hefst tónleikaröðin aftur.