Veist þú hvað barnið þitt er með í bakpokanum?
Haldinn verður fundur með foreldrum og forráðafólki barna og unglinga í Garðabæ þann 12. nóvember.
„Veist þú hvað barnið þitt er með í bakpokanum?“ er yfirskrift fundar sem haldinn verður með forráðafólki barna og unglinga í Garðabæ 12. nóvember kl. 20:00 í Sjálandsskóla. Fundurinn er haldinn í tengslum við forvarnarviku Garðabæjar sem stendur yfir dagana 1. - 8. nóvember 2024.
Fulltrúi frá samfélagslöggunni, forvarnarverkefni Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, verður með fræðslu og þau Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir og Skúli B. Geirdal halda erindi. Þá gefst tími fyrir umræður.
Forráðafólk barna og unglinga í Garðabæ eru hvatt til að mæta.