• 19.10.2024, 13:00 - 14:00, Bókasafn Garðabæjar

Vísindakakó

Vísindakakó er viðburður fyrir forvitna krakka sem vilja eiga beint samtal við vísindafólk, heyra hvað það er að rannsaka og hvernig það er að starfa í vísindum.

Á vísindakakó gefst gestum tækifæri á að hitta aðila úr vísindasamfélaginu í óformlegu spjalli um þær vísindarannsóknir sem viðkomandi leggur stund á og ekki síst fá að spyrja ótal spurninga um allt það sem við kemur því að starfa við rannsóknir og vísindi. Á þessu Vísindakakói mun Dr. Jón Emil Guðmundssonlektor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, segja gestum frá sínum rannsóknum og vísindastörfum.
Boðið upp á kakó og kleinur á meðan birgðir endast. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin