Ábendingar íbúa við fjárhagsáætlun 2019 -svör

Íbúum Garðabæjar gafst tækifæri til að senda inn ábendingar vegna fjárhagsáætlunar. Fjölmargar hugmyndir bárust sem skipt var niður eftir málaflokki og svo svarað.

Athugið að átt hefur verið við orðalagið í nokkrum ábendingarnar ef t.d. þurfti að taka út persónugreinanlegar upplýsingar. Þá var þeim ábendingum sem var í mörgum liðum skipt niður í margar ábendingar, eftir málaflokkum. Ekki var átt við orðalag ábendinga að öðru leyti.

Við innsendingu ábendingu var í boði að senda inn viðhengi sem skoðuð voru. Viðhengin fylgja þó ekki með hér á vefsíðu Garðabæjar.

 Ábending  Málaflokkur  Svar
"Kalda vatnið á Álftanesi.
Þrýstingi er verulega ábótavant og það berst sandur með því inn í hús.
Blöndunartæki og ofnar eyðileggjast reglulega útaf of miklum þrýstingsmun milli heita og kalda vatnsins. "
Framkvæmdir- viðhald -öryggi Í fjárhagsáætlun 2019 hefur verið tekið tillit til ábendingarinnar að hluta eða öllu leyti.
Upplysta og upphitaða almenningshlaupabraut." Framkvæmdir-viðhald-byggingar Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
Grjóta Hringtorgið á Álftanesi er eflaust ljótasta hrintorg landsins. Torgið er inngangur til forsetans og íbúa Álftanes.
Framkvæmdir-viðhald-byggingar Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
"Góðan dag. Annars vegar að kannað yrði hvort hægt væri að koma í gang einhverri starfsemi í rýminu sem verslunin Víðir var í, t.d. keilusal, eða einhverju álíka fjölskyldumiðstöð. 
Framkvæmdir-viðhald-byggingar Lágvöruverslunin Bónus er að opna í þessu rými.
"Sem íbúa viđ Faxatún langar mig ađ benda á nokkur atriđi sem betur mega fara í hverfinu mínu og óska ég eftir ađ þau verđi skođuđ viđ gerđ næstu fjárhagsáætlunar.
3. Heidstæđar endurbætur þarf ađ gera bæđi á götu og gangstéttum, þær líta meira út eins bútasaumsteppi. Löngu kominn tími á ađ endurnýja lagnakerfiđ í götunni.

Framkvæmdir-viðhald-byggingar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Viðhald eða nýjar vatns- og skolplagnir. Skil ekki að þessu hafi ekki verið sinnt um leið og bærinn var grafinn upp vegna ljósleiðara.
Framkvæmdir-viðhald-byggingar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019. Verið er að vinna að endurnýjun lagna í Flatahverfi. Kostnaðarsamt er að endurnýja lagnir og er það unnið skv. áætlun.
Knattspyrnuhús

Framkvæmdir-viðhald-byggingar/Æskulýðsmál-íþróttir-hvatapeningar Í fjárhagsáætlun 2019 hefur verið tekið tillit til ábendingarinnar að hluta eða öllu leyti.
"Góðan daginn.
Mikið þætti mér vænt um að það yrði sett girðing á milli bílastæða við Löngulínu 2 og Sjálandsskóla. Þar sem ítrekað er lagt í stæði sem íbúaeigendur hafa til umráða. Hvorki gestir okkar né eigendur fá stæði vegna fólks sem stundar íþróttaæfinga o.s.fr við skólann. Mætti benda betur á stæðin sem tilheyra Sjálandsskóla sem eru norðan megin við skólann
Framkvæmdir-viðhald-öryggi Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Ætlar bærinn að kaupa Lækjarfit 1 í framtíðinni eða ekki? Ef já þá hvenær verður þetta?

Framkvæmdir-viðhald-öryggi Engin áform eru um frekari kaup á húsnæði við Lækjarfit
"Ásýnd Ásgarðs
Tillagan snýst um að skoða áhuga mögulegra rekstraraðila að veitingastað í kaffistofu starfsfólks í Ásgarði með það fyrir augum að gestir sundlaugar, nemendur Garðaskóla og aðrir notendur gætu fengið sér hressingu og átt góða stund. Útisvæðið er kjörið til þess að setjast niður og fá sér ís eða kaffi eftir sund, hlaup, hjólatúr o.s.fr. Eða einfaldlega að grípa með sér besta borgara í bænum.
Hagavagninn við Sundlaug Vesturbæjar er dæmi um vel heppnað svipað koncept: https://www.frettabladid.is/frettir/allt-uppselt-hja-hagavagninum-ljufsart

Framkvæmdir-viðhald-öryggi Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðninni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar. Ábendingunni verður vísað til skoðar íþrótta og tómustundaráðs.
"Klukkan á turni bæjarins, sem aldrei er í lagi.
Hvernig væri að ganga þannig frá að hún geti gengið rétt.
Framkvæmdir-viðhald-öryggi Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Mynnjagarðurinn á Hofstöðum.
Upplýsingaskjáirnir þar eru búnir að vera úti/ auðir í mörg ár, stendur ekki til að lagfæra þá fyrir bæjarbúa og aðra gesti / ferðamenn.

Framkvæmdir-viðhald-öryggi

 Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019. 

Ég mundi vilja gera ráð fyrir sundlaug í Urriðarholtinu.
Framkvæmdir-viðhald-öryggi/ Æskulýðsmál-lýðheilsa - íþróttir-hvatapeningar Gert er ráð fyrir að við byggingu síðari áfanga Urriðaholtsskóla komi sundlaug.
"Góðan daginn,
Það má gera við holur sem myndast hafa í göturnar / botnlangana. Búið að vera svoleiðis í nokkur ár hjá okkur neðst í Víðilundi "
Framkvæmdir-viðhald-öryggi/Umferðamál-almenningssamgöngur Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
"Græni stígurinn
Óska eftir að unnið verði að 1. áfanga Græna stígsins sem er ofan byggðar í Græna treflinum. Hann er áætlaður 3 metra breiður og malbikaður. Kópavogur og Hafnarfjarðarbær hafa hafið lagningu Græna stígsins innan sinna marka.

Framkvæmdir-viðhald-öryggi/Umhverfismál -sorpmál Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar.
Það vantar sárlega lýsingu á göngustíg í gegnum efri Lundi. Þar er engin lýsing og börn (og jafnvel fullorðnir) veigra sér við að ganga þennan stíg í myrkri. Hvergi annars staðar í bænum okkar (svo ég viti) er göngustígur algerlega óupplýstur. Þessi stígur liggur frá Efstalundi að Karlabraut og við Karlabraut er næsta strætóstoppistöð fyrir íbúa efri Lunda.
Göngu- og hjólreiðastígar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Að sett verði upp annað listaverk í stað staura listaverksins við Lækinn sem fjarlægt var í sumar.
À milli blokkarinnar Löngulínu 2 og Vífilsstaðarvegar vantar göngustíg og legg ég til að hann verði hannaður í sömu mynd og göngustígurinn við Bæjarbraut, með trjágróðri sem afmarkar stíginn frá Vífilsstaðarveginum. Það myndi einnig bæta hljóðvíst blokkarinnar frá umferðinni.

Göngu- og hjólreiðastígar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
"Betri lysingu a stiginn við hlið alftanesvegar. Storhættulegt að hjola eða hlaupa þarna eftir myrkur þar sem grjot ur kantinum fer mjog oft inn a stiginn.

Göngu- og hjólreiðastígar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Göngustig meðfram arnarnesvegi a milli hæðahverfis og Kopavogs.

Göngu- og hjólreiðastígar Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
lýsingu á göngustíga sem ekki hafa lýsingu. t.d. stígurinn sem fer fr+a Bæjabraut upp með Blómahæð og Draumahæð. Alltof myrkur á vetrum.
Göngu- og hjólreiðastígar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
"Sæl/l, mér þætti gaman ef Hestamannafélagið Sóti yrði styrkt að einhverju leiti við gerð reiðvega á Álftanesi og jafnvel upp á Garðaholt svo hægt sé að styrkja barnastarfið þar enn betur. Reiðvegir á Álftanesi eru nýttir allt árið um kring vegna mikillar beitar sem gerir hestafólki kleift að ríða út á sumrin líka. Reiðvegirnir eru fáir en góðir, það yrði mikill sómi fyrir Álftanes að geta státað sig af fjölbreyttari leiðum sem munu laða að enn fleira hesta áhugafólk.
Takk fyrir"
Göngu- og hjólreiðastígar Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
Leggja aðgreinan hjólastíga, sérstaklega í Sjálandinu.
Göngu- og hjólreiðastígar Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
1. Að gera göngustíg og reiðstíg frá hringtorgi að Bessastöðum að Jörvavegi. Þetta yrði til þess að bæta öryggi gangandi vegfarenda og reiðmanna og nýta betur möguleika til útivistar á Álftanesi. Skoða þarf leiðbeiningar Landsambands hestamanna og Vegagerðarinnar um gerð reiðleiða við framkvæmdina.

Göngu- og hjólreiðastígar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Bæta þarf ofaníburð á reiðleið með sjónum, Hestar eiga til að hnjóta um svæði þar sem er grýtt. Þetta getur skapað hættu.
Göngu- og hjólreiðastígar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
"Góðan dag
Í Efri Lundum er göngustígur sem liggur frá biðstöð strætó á Karlabraut að Efstalundi og er hann án lýsingar. Ég tel mikilvægt að koma fyrir lýsingu á göngustíginn en þó með tilliti til þeirra húsa sem liggja að honum. Þegar dimma tekur er erfitt að sjá hálku og hindranir á stígnum og eru dætur mínar smeykar að ganga eftir honum þegar þær koma heim frá vinum sínum. Einnig tel ég nauðsynlegt að lýsa upp stíginn í kjölfar atburða síðasta sumars þar sem ráðist var á ungar stúlkur á stígum Garðabæjar.

Göngu- og hjólreiðastígar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
"Góðan daginn,

Ég nota mikið göngustígana frá Efstalundi og að Karlabraut og mætti bæta þar lýsinguna mikið - ég bið ykkur um að fjölga ljósunum á göngustígnum. Það eru margir sem ég hef rætt við illa við að ganga stíginn þar sem það er orðið svo dimmt. Ég skora á bæinn að bæta úr því sem fyrst. "
Göngu- og hjólreiðastígar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Það vantar lýsingu á göngustíg sem liggur frá Karlabraut að Efstalundi. Það er t.d. mjög erfitt að taka upp hundaskít í myrkri og þarf að nota vasaljós. Einnig er þessi stígur mjög skuggalegur fyrir börn að ganga eftir í myrkri.
Göngu- og hjólreiðastígar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Bæta lýsingu á göngustíg efri lunda frá Efstalundi að Karlabraut, einnig að passa að allir ljósastaurar séu í lagi í sjálfum götunum.
Göngu- og hjólreiðastígar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
"Góðan dag,
ég sendi inn fyrir tveimur vikum varðandi lýsingu á ljósastaurum víða um Garðabæ, hvorki er búið að svara mér eða bregðast við.
Vantar perur í ljósastaura:
heita stokkinum frá Flataskóla yfir í HFJ
við hringtorgið út á Álftanesi (rétt við Bessastaði)
Bæjarbraut á milli Karlabrautar / Hofstaðarbrautar

læt hérna einnig fylgja með póst sem við höfum áður vakið máls á.
Nú er Garðabær enn að óska eftir ábendingum vegna fjárhagsáætlunar og ég sendi inn (ekki í fyrsta sinn) ábendingu vegna skorts á lýsingu á göngustígnum okkar í efri lundunum (frá Efstalundi að Karlabraut).
Ef fleiri eru sammála mér um hversu mikilvægt það er að setja lýsingu á stíginn bið ég þá um að senda inn ábendingu. Það hefur vonandi meiri áhrif ef margar ábendingar um þetta, að mínu mati, þarfa mál berast til Garðabæjar.

Göngu- og hjólreiðastígar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Strandstígur Álftanesi - Lagfæra fjölnota útivistarstíg meðfram strandlengju Álftanes, með malbikuðum göngu- og hjólastíg með útsýnispöllum út yfir grjótgarðinn, áfram verði reiðstígur á sama stað.
Göngu- og hjólreiðastígar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Göngustígur sunnan Flata meðfram Hraunsholtslæk. Leggja göngustíg sem bugðast meðfram læknum og þar með langt frá lóðum.
Göngu- og hjólreiðastígar Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
"Lýsingu vantar algjörlega á göngustígum gegnum efri Lundi. Það er slæmt ef börn og aðrir geta ekki farið þarna um þegar farið er að skyggja því þessir stígar eru ansi dimmir.
Annað sem mætti bæta er hreinsun göngustíga og gangstétta bæjarins á haustin. Mikið er af laufum á stígum og stéttum og þegar rignir - og ég tala nú ekki um þegar tekur að frysta - verða þessi svæði mjög hál."
Göngu- og hjólreiðastígar Ábendingunni verður vísað á tækni-  og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
"Lýsingu vantar algjörlega á göngustígum gegnum efri Lundi. Það er slæmt ef börn og aðrir geta ekki farið þarna um þegar farið er að skyggja því þessir stígar eru ansi dimmir.
Göngu- og hjólreiðastígar

Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.

"Sæl
Vil endilega benda á að það vantar ljósastaura á göngustíga í efri lundum. Göngustígurinn er frá Espilundi og að Efstalundi en hann er alveg í myrkri. Endilega bæta fyrir alla.
Göngu- og hjólreiðastígar

Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.

Það þarf að vinna efir heildstæðri led-áætlun í götulýsingu bæjarins með skilvirkum hætti.  göngu- og hjólreiðastígar

Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.

"Mig langar að stinga uppá að gerður verði samfelldur göngu og hjólastígur meðfram læknum í Hrauninu frá sjó og alla leið upp í helstu náttuúruperlur Garðabæjar; Heiðmörk og Vífilsstaðavatn. Þar sem ekki þarf að fara yfir götur til að komast að náttúruperlum okkar.
Þessi stígur myndi nýtast skólabörnum á leið í Flataskóla og Garðaskóla þannig að þau þyrftu ekki að fara yfir götu á leið í skólann. Mikil slysahætta er á Stekkjarflöt við Flataskóla á morgnana og þessi stígur myndi auka öryggi gangandi skólabarna.

Göngu- og hjólreiðastígar Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
"Nàttúruperlan Heiðmörk.
Ég hef haft verulegar áhyggjur af eyðileggingu hjólreiðamanna á göngustígum í Heiðmörk. Þó einkum og sér í lagi á Víðisstaðahlíðinni þar sem hjólin virðast spæna upp undirlagið á stígunum og skilur eftir sig drullusvað á göngustígunum. Ég legg til að lagt verði fjármagn í það að merkja ákveðna (bratta og viðkvæma) göngustíga þannig að þeir séu aðeins ætlaðir göngufólki (engin hjól). Það er enginn bæjarstarfsmaður sem gæti haldið í þann hraða á eyðileggingu stíganna af völdum hjólreiðafólks eins og staðan er í dag. Vandamálið virðist vera ört vaxandi og því mikil bót í máli að grípa til einfaldra og ódýrra aðgerða áður en það er um seinan. Takk takk."
Göngu- og hjólreiðastígar Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
"Ganga frá reitum á göngustígum þar sem aspir voru gróðursettar áður en voru fjarlægðar og eru núna jarðvegur.
Göngu- og hjólreiðastígar

Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.

Við Stekkjarflöt við malargöngustíginn fyrir ofan fótboltavellina: 
Mikið af börnum nota þennan göngustíg til að ganga eða hjóla í skólann. Ég hef séð mörg lítil skólabörn lenda í vandræðum að hjóla því að mölinn á stígnum er svo gróf. Einnig hef ég á veturna séð mörg börn detta á stígnum á leið í skóla vegna hálku/klaka á stígnum. Mínar dætur hafa oft dottið á stígnum á veturna vegna hálku.
Mín tillaga er því að þar sem stígurinn er mikið notaður bæði af börnum og fullorðnum að hann verði malbikaður og saltaður/sandaður eins og aðrir göngustígar í bænum á veturna.
Göngu- og hjólreiðastígar

Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.

" Kaupa ljósastaura og koma þeim fyrir á göngustíg í Efri Lundunum (frá Efstalundi að Karlabraut).
Þrífa bæinn á veturna (sópa göngustíga og götur)
Taka bilaðar lósaperur úr ljósastaurum og láta nýjar í:"
Göngu- og hjólreiðastígar/ Framkvæmdir-viðhald-öryggi Ábendingunum verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
3. Setja glerskjól við heitupottana í Álftaneslaug. Bætir nýtingu á sundlauginni í hvössu veðri.
Göngu- og hjólreiðastígar/Umferðarmál- Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
"Aukið fé í snjómokstur stíga og gangstétta

Eitt af því góða við Garðabæ er hversu gott stígakerfi liggur um hverfin (þekki það þó best í Lundahverfi). Þessir stígar eru mikið notaðir af öllum aldurshópum. Ég hef tekið eftir því að á veturnar er alltof seint brugðist við þegar snjóar, þ.e. snjómokstur stíga og gangstétta fer ekki af stað fyrr en langt á eftir að götur hafa verið hreinsaðar. Og það sem verra er; alltof oft sé ég snjó mokað af götum yfir á gangstéttarnar. Þetta veldur því að gangandi vegfarendur, t.d. börn á leið til og frá skóla, þurfa að fara út á göturnar til að komast leiðar sinnar með tilheyrandi hættu sem af því skapast.

Ég óska eftir því að aukið fé verði varið í snjómokstur fyrir gangandi vegfarendur í Garðabæ og að mokstur stíga og gagnstétta verði settur í sama forgang og mokstur akvega."
Göngu- og hjólreiðastígar/Umferðarmál-Almenningssamgöngur-Öryggi Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
"Góðan dag.
Ég vil benda á að skipt verði um ljósakúpla á ljósastaurum í Brekkubyggðinni. Mjög léleg birtan af þeim.

Göngu- og hjólreiðastígar/Umferðarmál-Almenningssamgöngur-Öryggi Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Bæjar-, menningar og fjölskylduhátíð í Garðabæ.

Síðustu sumur hef ég ferðast mikið um landið og dottið inn á hinar og þessar bæjarhátíðir og skemmt mér konunglega.

Ég tel að Garðabær þurfi að eignast eina slíka.

"Komdu í heimsókn"; sá ég fyrir mér vinnuheiti á svona hátíð.

Eitt hverfi á ári myndi vera að bjóða í heimsókn. Sem dæmi væri þetta flatirnar (eitt árið) og þá væru þær með alls konar menningarviðburði, tónlist og skemmtilegheit í sínum götum og allir velkomnir í heimsókn. Væri sambland af í Túninu heima (Moso), Heima í Hafnarfirði og Fiskideginum á Dalvík. Í görðum í þessu hverfi væri verið að bjóða uppá hitt og þetta að borða (Súpukvöld) og til skemmtunar.

Öll menning og listir í bænum yrðu vakin upp og allir virkjaðir að gera þessu degi góð skil. Alltaf yrði endað á stórtónleikum á Garðatorgi.

Þarna myndi tónlistarfólki, hönnunarfólki, og öllu sem er spennandi í Garðabæ gerð góð skil.

Ég hefði áhuga á að útfæra þetta betur og gera góð skil, kom að því að gera Jóla-og góðgerðardaginn á Álftanesi sem hefur fest sig í sessi.

En tel að Garðabær þurfi að opna sig og bjóða fólki í heimsókn til að sjá hvað er gott að vera og búa í Garðabæ. Eins gefst þarna kjörið tækifæri til að sameina aðra viðburði sem nú þegar eru í bænum undir einu þaki og gera betri skil. Fullt um að vera hér sem við getum verið stollt af.

Kostnaðargreina þyrfti svona verkefni en ég myndi halda að fyrsta árið væri hægt að gera svona fyrir 5-7.000.000

Menningarmál Þakkir fyrir ábendinguna. Hugmyndin verður lögð til skoðunar á fræðslu- og menningarsviði.
Árleg bæjarhátíð " Menningarmál Þakkir fyrir ábendinguna. Hugmyndin verður lögð til skoðunar á fræðslu- og menningarsviði.
Ljósmyndavef - Ljúka uppsetningu og opnun til almennings á ljósmyndavef á www.gardabaer.is
Menningarmál Uppsetning og opnun vefsins er í skoðun. Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning opnunar.
Menningarmiðstöð í Garðabæ hef ég mikinn áhuga að sjá rísa, helst á Vífilsstaðatúni.
Okkur Garðabæinga vantar menningarmiðstöð."
Menningarmál Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar.
"Vona að við fáum skárri staðsetningu og húsnæði fyrir Bókasafn Garðabæjar, sem fyrst.
Ég tel að það sýni heiminum hvar við stöndum !
"
Menningarmál Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar.
Það væri frábært ef það yrði gert eitthvað skemmtilegt úr holtinu í efri-lundunum, þ.e. í kringum Lundaból. Þar er frábært opið svæði sem er mjög illa nýtt í dag og krakkar sækja nánast ekkert þangað í leik. Það væri frábært að fá þar battavöll (hef sjálf reynslu af því að slíkir vellir laði að krakkana), skemmtileg leiktæki, bekki og mögulega útigrillaðstöðu. Held að endurbætur þarna yrðu til mikilla bóta enda er mikið af barnafólki komið í lundahverfið og því forsendur fyrir því að hverfið verði enn líflegra. Bestu þakkir!
Opin svæði / leikvellir Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
"Neðra leiksvæði Lunda (við Heiðarlund) má gjarnan við andlitslyftingu.
Íbúar neðri Lunda gætu t.d. tekið leiksvæðið í fóstur ef fjármagn fylgdi, líkt og gert er með leiksvæði í Reykjavík."
Opin svæði -leikvellir Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
"Þađ mà bæta ađstöđuna à hundasvæđinu sem er nànast ófært eldra fólki sem gengur þarna à hverjum degi međ hundana sìna. Mikill hluti tùnsins er orđinn ađ drullusvađi vegna veđurfars. Gæti veriđ sniđugt ađ loka versta svæđiđ af næsta vor og sà í og/eđa bera à. Einnig væri gott ađ bæta 1-2 bekkjum viđ à þessu fallega svæđi àsamt ruslatunnum.
Takk fyrir
"


Opin svæði/ leikvellir Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
Þap þarf að laga útileiksvæðið við leikskólann Hæðarból. Það er stórhættulegt á veturna þar sem þar safnast fyrir vatn í risastórum pollum og það þarf að loka stórt svæði af stóran hluta vetrarins. Það er óásættanlegt að það leiksvæðið á leikskólalóðinni sé hættulegt.
Opin svæði/ leikvellir

Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.

"Aparóló

Svokallaður Aparóló, er mikið notaður á mínu heimili. Þangað förum við um helgar og þau fáu tæki sem þar eru til staðar eru notuð. Á veturnar förum við stundum með snjóþotu og rennum okkur niður brekkunar sem þar er. Leiktækin þar eru þó mjög fábrotin og úr sér gengin.

Okkur finnst vanta fleiri leiktæki á þessum annars ágæta róluvelli. Einnig mætti bæta við bekkjum fyrir foreldra. Mín tillaga er að komið verði upp einu stóru leiktæki, svipað og kastalinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem börnin geta rennt sér, klifrað og leikið sér. Aðrar skemmtilegar lausnir kæmu líka til greina. Einnig mætti koma upp sandkassa á svæðinu og kannski gröfur eins og eru í stóra sandkassanum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Þetta svæði býður uppá marga möguleika og með upplyftingu væri hægt að gera það meira aðlaðandi þannig að það nýtist fleirum en það gerir í dag."
Opin svæði/leikvellir

Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.

"Góðan daginn

Þar sem íbúar í byggðunum eru að yngjast og um leið að fjölga börnin í hverfinu.
Því datt mér í hug hvort það væri hægt að breyta einn rólunni sem er við brekkubyggðina breyta henni í ungbarnarólu eins og er á mörgum yngri leikvöllum :)
"
Opin svæði-leikvellir

Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.

Hundasleppisvæði

Opin svæði-leikvellir

Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.

"Leiksvæðið milli Holtsbúðar og Reykjanesbrautar (Aparóló)
Nýjan Hjólabrettapall hjá Holtsbúð.

Leiksvæðið milli Holtsbúðar og Reykjanesbrautar (aparóló) er ágætt en vantar ýmislegt til að bæta það frekar.
1) Nýja hjólabrettapalla í stað þeirra sem voru fjarlægðir. Þarna er gott malbikað svæði sem hentar vel fyrir palla og passlega langt frá húsum til að trufla engan ef unglingar verða með læti :)
2) Smábarnaróla við hlið hinna rólanna, þá gæti maður verið með börn á öllum aldri þarna.
3) Hvernig væri að skella upp stórri rennibraut og nýta einhvern af hólunum í það?
4) vinaróla eða álíka sem fleiri krakkar geti rólað saman í
5) Setja betra efni í malar-gangstíginn sem liggur frá Vinalundi Garðabæjar niður að leiksvæðinu. Núna er þarna bara grófur malarstígur með stórum steinum sem eru hættulegir gangandi og hjólandi (og þeim sem fara með sleða á veturna). Það þarf að fjarlægja stóru steinana og setja fíngerða möl í stíginn.

"
Opin svæði-leikvellir

Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.

Skòlalòð Flataskòla þarf að laga, lòðin er mjög òspennandi, fà leiktæki og lìtið fyrir nemendur að gera. Þau leiktæki sem eru til staðar eru komin til àra sinnar og komin tìma til að hlùa að, nema kannski hjòlabrautin. Skòlalòðin er einnig mjög òjöfn og hættuleg þar sem malbikið er òslett og holòtt.
Opin svæði-leikvellir

Í fjárhagsáætlun 2019 hefur verið tekið tillit til ábendingarinnar að hluta eða öllu leyti. Verið er að hanna lóðina og endurbætur hefjast á árinu.

"Heil og sæl,
Bendi á að leikvöllurinn við Heiðalund er orðinn verulega lúinn. Börnin mín hafa reynt að nota körfuboltavöllinn en því miður er undirlagið illa farið og körfurnar sömuleiðis.
Við vonum innilega að það verði farið í að yfirfara þennan leikvöll næsta sumar.

Opin svæði-leikvellir

Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.

"Heil og sæl í stjórnun Garðabæjar.
Ég bý í Löngulínu 2 með mikið og gott útsýni yfir leiksvæðið kringum Sjálandsskóla.
Legg til að fjármunum verði varið í að bæta yfirborð grassvæða, gras sparkvöll og gras
fyrir ofan klífur vegg.
Að sett verði upp annað listaverk í stað staura listaverksins við Lækinn sem fjarlægt var í sumar.

Opin svæði-leikvellir/framkvæmdir-viðhald-byggingar

Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.

Fasteignasali og ættingi sögðu mér óbeðið að það væri svo hagstætt að kaupa íbúð í Garðabæ vegna þess að eldriborgarar hefðu afslátt á fasteignagjöldum. Ég kynnti mér ekki málið en þau hvöttu mig til kaupa, en afslátturinn hefur verið rýr. Er ekki ástæða til að leiðrétta þau viðmið sem notuð eru við útreikninga á þessum afslætti."
Stjórnsýsla - gjöld Bæjarráð Garðabæjar samþykkti eftirfarandi afslætti á fasteignagjöldum fyrir eldri borgara árið 2019:
Einstaklingar með tekjur árið 2017 allt að kr. 5.200.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald.
Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um kr. 5.000 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 5.700.000.
Hjón með tekjur árið 2017 allt að kr. 6.650.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald.
Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um kr. 13.000 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 7.950.000. Þetta er einn hæsti afsláttur fasteignagjalda fyrir eldri borgara.
1. Skelfilegt að sjá hvernig skuldir bæjarins aukast í framhaldi af yfirtöku á Álftanesi undanfarin ár.

Stjórnsýsla - gjöld

Almennt er það reynslan að sameining Garðabæjar og Álftaness hafi tekist vel og styrkt samfélagið og aukið fjölbreytileika þess. Fjarhagsstaða Garðabæjar er sterk og amennt er Garðabær í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga þegar litið er til fjárhagsafkomu. 

2. Endalausar framkvæmdir á Álftanesi eru/hafa verið fjármagnaðar með lántökum.

Stjórnsýsla - gjöld

Almennt er það reynslan að sameining Garðabæjar og Álftaness hafi tekist vel og styrkt samfélagið og aukið fjölbreytileika þess. Fjarhagsstaða Garðabæjar er sterk og almennt er Garðabær í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga þegar litið er til fjárhagsafkomu. 

4. Engin ástæða er til að vera með afslátt á fasteignagjöldum fyrir eldri borgara. Rétt að fella það niður tafarlaust. Gerir ekkert annað en að gamalt fólk situr lengi í eignum sem það ræður ekki við, öllum til ama.

Stjórnsýsla - gjöld

Fjarhagsstaða Garðabæjar er sterk og almennt er Garðabær í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga þegar litið er til fjárhagsafkomu. Gjöldum í Garðabæ hefur verið stillt í hóf. Útsvarprósenta er með því lægsta sem gerist hjá sveitarfélögum og á undanförnum árum hefur gjaldstig fasteignagjalda verið lækkað.

5. Álagning fasteignagjalda bæði á fólk og fyrirtæki er alltof há. Rétt er að lækka álagningarprósentu og huga að því að hækkun á greiðslubyrði fólks vegna fasteignagjalda sé ekki meiri en hækkun á vísitölu neysluverðs.

Stjórnsýsla - gjöld

Gjöldum í Garðabæ hefur verið stillt í hóf. Útsvarprósenta er með því lægsta sem gerist hjá sveitarfélögum og á undanförnum árum hefur gjaldstig fasteignagjalda verið lækkað.

6. Lækka ætti útsvarsprósentu enn frekar.
Stjórnsýsla - gjöld

Gjöldum í Garðabæ hefur verið stillt í hóf. Útsvarprósenta er með því lægsta sem gerist hjá sveitarfélögum og á undanförnum árum hefur gjaldstig fasteignagjalda verið lækkað.

7. Mikilvægt að hlusta ekki á væl í minnihluta um aukinn fjáraustur í allskonar gæluverkefni vinstrimanna. Við þurfum ekki að búa til smækkaða útgáfu af Reykjavík.
Stjórnsýsla - gjöld Almennt er það reynslan að sameining Garðabæjar og Álftaness hafi tekist vel og styrkt samfélagið og aukið fjölbreytileika þess. Fjarhagsstaða Garðabæjar er sterk og almennt er Garðabær í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga þegar litið er til fjárhagsafkomu. Gjöldum í Garðabæ hefur verið stillt í hóf. Útsvarprósenta er með því lægsta sem gerist hjá sveitarfélögum og á undanförnum árum hefur gjaldstig fasteignagjalda verið lækkað. Gert er réð fyrir að framkvæmdir við fjölnota íþróttahús verði fjarmagnað með eigin fé og lántökum eins tíðkanlegt er um meiriháttar framkvæmdir sveitarfélaga.
8. Bærinn er til fyrir íbúa, ekki öfugt. Mikilvægt er að hugað sé vel að grunnatriðum/þörfum, en restina geta menn séð um sjálfir og engin þörf á því fyrir bæinn að troða sér út um allt samfélagið.
Stjórnsýsla - gjöld
9. Mikilvægt er að missa ekki sjónar á því markmiði sem hefur verið fylgt sæmilega eftir undanfarna áratugi í Garðabæ að gæta að fjárhagslegu heilbrigði. Lágar álögur á íbúa eru lykill að því að byggja upp góða samsetningu íbúa og traustan grunn fyrir bæinn til framtíðar. Fjölgun íbúa ætti ekki að vera markmið í sjálfu sér.
Stjórnsýsla - gjöld

Fjarhagsstaða Garðabæjar er sterk og amennt er Garðabær í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga þegar litið er til fjárhagsafkomu. Gjöldum í Garðabæ hefur verið stillt í hóf. Útsvarprósenta er með því lægsta sem gerist hjá sveitarfélögum og á undanförnum árum hefur gjaldstig fasteignagjalda verið lækkað.

10. Garðabær er mjög gott sveitarfélag, en gæti verið enn betri. Huga þarf vel að því að falla ekki í gryfjur skammtímahugsunar og tilfallandi dægursveiflna, sem leiddar eru af vinstrimönnum/fjölmiðlum.

Stjórnsýsla - gjöld
3. Engin ástæða var til að ráðast í þessa "fjölnota" höll, og hún virðist öll fjármögnuð með skuldsetningu. Er ekki hægt að byggja bragga eins og FH gerði fyrir 500m ISK?

Stjórnsýsla - gjöld/ Æskulýðsmál-lýðheilsa - íþróttir-hvatapeningar

 Gert er réð fyrir að framkvæmdir við fjölnota íþróttahús verði fjarmagnað með eigin fé og lántökum eins tíðkanlegt er um meiriháttar framkvæmdir sveitarfélaga.

"Garðabær hefur haft síðustu ár verið með hæstu leikskólagjöld á landinu og borga foreldra barna í garðabæ t.d. 146.000 kr. meira á ári fyrir 8 klukkutstunda vistun barna sinni en t.d. foreldrar í Reykjavík.

Samkvæmt forsendum tekjuáætlunar þá virðst sem allar gjaldskrár eiga að hækka um 4% á árinu 2019 og þar með hækka en frekar þau gjöld sem greidd eru fyrir dvöl barna í leikskólum bæjarins.

Ég hvet bæjarstjórn til að taka tillit til barnafjölskyldna og lækka leikskólagjöld svo þau ferði í samræmi við nágranna sveitafélög. Sem dæmi má nefna þá borga foreldrar í Kópavogi 31. 424 kr á mánuði fyrir leikskóladvöl og í Hafnarfirði 33.257 kr. á meðan leikskjólagjöld í Garðabæ eru 38. 465 kr.

Þá er ótalið að svo virðist sem þátttaka í íþróttum og tómstundum sé einnig dýrari en í öðrum sveitafélögum.

Ef ekki er vilji til að koma til móts við þarfir barnafjölskyldna í bænum og lækka leikskólagjöld þá væri það mjög til bóta að falla frá fyrirhuguðum hækkunum á gjöldunum og láta þau standa í stað á milli ára. "
Stjórnsýsla -gjöld Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar. Leikskólagjöld voru hækkuð um 3% og útsvar er 13,7 % sem er töluvert lægra en í nágrannasveitarfélögunum.
"Systkinaafsláttur í tómstundum.
Einnig afsláttur ef fleiri en 1 tómstund.
Tíðkast í nánst öllum öðrum sveitafélögum."
Stjórnsýsla -gjöld/ Æskulýðsmál-lýðheilsa - íþróttir-hvatapeningar Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar en íþrótta- og tómstundaráð hefur til umfjöllunar tillögur um systkyna- og fjölgreinaafslætti
Garðabær og Álftanes yrðu aftur að tveimur bæjarfélögum.
Stjórnsýsla-gjöld Þakkir fyrir. Almennt er talið að sameining Garðabæjar og Álftaness hafi tekist vel og styrkt samfélagið.
Lækka útsvar niður í lágmark og berjast fyrir að lög um lágmarksútsvar verði afnumin. Fækka bullverkefnum á vegum bæjarins.
Stjórnsýsla-gjöld Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar. Útsvar er 13,7% sem er töluvert lægra en í nágrannasveitarfélögunum.
Hin ábendingin snertir fasteignagjöldin. Eins og sl. ár vonar maður að það verði ekki hækkun nema í mesta lagi verðbólguhækkun en ekki að hækkunin sé út frá hækkun á fasteignamati sem byggir yfirleitt á fáeinum sölum í nágrenninu. Algerlega ótækt að fasteignagjöld sem greidd eru af launum íbúa hækki um 10-15% í 3-4% verðbólgu. Slík hækkun væri einfaldlega dulinn útsvarshækkun þar sem hún yrði greidd af launum. Vona að haldið verði áfram að lækka álagningarhlutfallið til að ná hækkuninni niður eins og sl. ár.

Stjórnsýsla-gjöld Í fjárhagsáætlun 2019 hefur verið tekið tillit til ábendingarinnar að hluta eða öllu leyti. Bæjarstjórn ákvað lækkun álagningarhlutfalli fasteignaskatts, holræsagjalds og vatnsgjalds
"Góðan daginn.

Ég vil senda inn ábendingu varðandi íbúðahúsnæði handa ungum fjölskyldum sem vilja búa í Garðabæ. Ég er fædd og uppalin í Garðabæ, hef aldrei flutt úr heimahúsi og um helgina varð ég 25 ára. Ég fæddi mitt fyrsta barn júní síðastliðinn með kærastanum mínum og erum við spennt að ná að safna okkur til að flytja og kaupa okkar eigið hús eða íbúð. Við erum bæði sammála að okkur langar að búa í Garðabæ, leikskólarnir og skólarnir hérna, samfélagið og eiginlega bara allt í þessum bæ er yndislegt og á ég mjög erfitt með að ímynda mér að flytja úr Garðabæ. En eins og flest allir vita þá er ekki auðvelt að kaupa sína fyrstu eign og þá sérstaklega ef þú ert í skóla eins og ég. Meðalaldur íslendinga að kaupa sína fyrstu eign er 32 ára sem er rosalega hátt meðað við nágrannaþjóðir. Ég vil því senda inn ábendingu að Garðabær taki sér það verkefni að byggja fjölbýlishús þar sem ungar fjölskyldur í Garðabæ myndu einungis geta keypt og hafa verðið ekki svona hátt eins og á mörgum íbúðum. Ég veit um þó nokkra vini mína sem búa enn þá hjá foreldrum sínum og langar að búa í Garðabæ en sjá ekki fram á það að geta keypt hérna. Það væri svo gott fyrir Garðabæ og orðspor hans að gera þetta. Fólk myndi vera svo stolt af þessu bæjarfélagi.

Stjórnsýsla-gjöld/framkvæmdir-viðhald-byggingar Í vinnslu er húsnæðisáætlun Garðabæjar sem lögð verður til samþykktar í bæjarstjórn í febrúar. Í umræðu um áætlunina hafa komið fram hugmyndir um að í framtíðinni geti komið til úthlutunar á tilteknum lóðum fyrir unga Garðbæinga.
Byggja mislæg gatnamót þar sem Hafnarfjarðarvegur og Vífilstaðavegur mætast.
Umferðamál-almenningssamgöngur

 Framkvæmdir eru fyrirhugaðar sem auka m.a. öryggi.

Myndavélakerfi

Umferðamál-öryggi -almenningssamgöngur Verið er að fjölga öryggismyndavélum í Garðabæ.
"Nauðsynlegt er að stórauka umferðaröryggi við Garðatorg, m.t.t. gangandi vegfaranda, einkum skólabarna á leið í Flataskóla.

Vandinn er m.a. þessi að skólabörn krossa Vífilsstaðaveg við umferðarljósin á gatnamótum Vífilstaðavegar og Bæjarbrautar. Þegar gangandi vegfarendur hafa forgang logar samtímis grænt ljós hjá bílum sem hyggjast beygja inn á Vífilsstaðaveg, af Bæjarbraut eða út frá Flötunum. Í myrkrinu á morgnanna skapast þarna stórhætta á umferðaþungum ljósum. Þessa leið þurfa öll gangandi skólabörn í Flataskóla sem búsett eru m.a. í Byggðunum, Móunum og Lundunum að fara. Áður hafa þau farið margsinnis krossað götur sem ekki hafa gangbrautir, þegar þau ganga í gegnum Hrísmóanna og framhjá Garðatorgi.

Önnur leið fyrir þau er að fara gangandi yfir Bæjarbrautina á gangbraut yfir hraðahindrun, sem sett var upp fyrir um 10-12 árum í kjölfar hræðilegs banaslyss þar. Hraðahindrunin gerir lítið á þessu svæði, m.a. vegna þess að sólin getur verið mjög erfið og blindað ökumenn sem koma keyrandi upp Bæjarbrautina. Þarna þarf að setja undirgöng. Og það sem meira er, hinum megin við hraðahindrunina tekur Högratún við sem býður upp á gangstétt, eftir að farið er yfir götuna þar sem enga gangbraut er að finna, þeim megin þar sem húsin eru staðsett og bílar bakka út úr innkeyrslunum. Miklu nær væri að hafa gangstéttina hinum megin við, þar sem nú er aðeins að finna grænar eyjur og innskot fyrir bíla til að leggja. Sjá rauða línu í Viðhengi 1.

Þessi mál þarf að laga strax. Það er aðeins tímaspursmál hvenær það verður slys á þessu svæði. Meðal þess sem þarf að gera strax er að setja upp gangbrautir, og eftir atvikum hraðahindranir, á þeim stöðum sem merktir eru bláir í Viðhengi 2. Það er hins vegar ekki nóg. Það þarf að leggja undirgöng undir Bæjarbrautina, sérstök gönguljós á umferðarljósin við Garðatorg og/eða göngubrú/undirgöng frá Garðatorgi að Flataskóla. "
Umferðarmál - almenningssamgöngur

Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.

"Sæl öll, vil benda á að hljóðmön á milli Löngufitjar og Hafnarfjarðarvegar er með öllu óásættanleg.
Einnig er löngu kominn tími til að laga Löngufitina þar sem hún er ekkert nema bætur, göt og ónýt hraðahindrun.

Förum við íbúar við Löngufit fram á að úr verði bætt ekki seinna en strax þar sem að þetta mál er búið að velkjastum í yfir 6 ár.

Umferðarmál -öryggi-almenningssamgöngur/framkvæmdir-viðhald-byggingar
Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Óska eftir betra viðhaldi vega, m.a. söltun og söndun, í hesthúshverfinu á Kjóavöllum sem hesthúseigandi. Einnig lagningu hitaveitu í hverfið.
Umferðarmál -öryggi-almenningssamgöngur/framkvæmdir-viðhald-byggingar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Fasteignir á Dreyraöllum Garðabæ: 
Leggja þarf heitt vatn í hverfið og ljósleiðara.
Ábótavant er mokstur á götum í hverfinu.
Mér þætti vænt um að Garðabær geri betur núna.
Við höfum dregist aftur úr miða við önnur hestamannafélög á Höfuðborgarsvæðinu.

Umferðarmál -öryggi-almenningssamgöngur/framkvæmdir-viðhald-byggingar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Til að bæta umferðaröryggi gangandi vegfarenda ,er mjög nauðsynlegt að setja gönguljós við gangstíg sem kemur frá Hæðarhverfinu og fer yfir Bæjarbrautina á móts við Krónuna. Einnig er undirgöng eða brú nauðsynleg yfir Arnarnesveginn sem er á mót við Arnarsmárann..þar er strætó stopistöð og erfitt að komast svo vel sé yfir götuna. Ung börn fara í Fífuna og umferðaröryggið er ekkert.!!
Umferðarmál-almenningssamgöngur-öryggi Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Ég væri til í að fá stræto aftur á Arnarnesið þar sem nesið er auðvitað partur af bænum hvers vegna ætti 24 ekki að ganga hér?
Umferðarmál-Almenningssamgöngur-Öryggi Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar.
Auka þarf umferðaröryggi barna til og frá Flataskóla, sérstaklega við gatnamótin við Garðatorg
Umferðarmál-öryggi -almenningssamgöngur Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Fá myndavélar við allar innkeyrslur inn í Garðabæ
Umferðarmál-öryggi -almenningssamgöngur Áætlun er í gangi um að fjölga öryggismyndavélum þannig að þær verði staðsettar við sem flestar innkeyrslur í bæinn
"Það þarf að stórauka umferðaröryggi barna sem þurfa að fara yfir gatnamótin við Vífilstaðaveg og bæjarbraut hjá Flataskóla (við Garðatorg).Við stöndum frammi fyrir því að setja börnin okkar í Hofsstaðaskóla vegna umferðaröryggis þrátt fyrir að það sé talsvert styttra fyrir þau að ganga í Flataskóla.
Við sjáum fyrir okkur að það þurfi undirgöng eða göngubrú yfir þessi gatnamót. Amk stoppa alla umferð á meðan börn ganga yfir götuna."
Umferðarmál-öryggi -almenningssamgöngur Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
"Það má gjarnan huga betur að því að sinna þörfum fólks í hesthúsahverfinu í Spretti sem tilheyrir Garðabænum. Undanfarna vetur hafa orðið nokkur slys á hestum og mönnum inni í hverfinu vegna þess að götur eru ekki sandaðar í hálku. Í hinum endanum á hverfinu sem tilheyrir Kópavogi er þessu sinnt ansi vel en Garðarbæjar megin fer lítið fyrir því að hirt sé um göturnar í hverfinu. Einnig eru þær oftar lokaðar eftir snjókomu í lengri tíma og ekki rutt eða mokað.

Síðan eru aðrir hlutir sem eru ekki eins áríðandi vegna slysahættu en myndu gera hverfið talsvert betra eins og að fá heitt vatn í hverfið og að mokstur úr skítakössunum væri tíðari.

Umferðarmál-öryggi -almenningssamgöngur/framkvæmdir-viðhald-byggingar
Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Sem hesthúsaeigandi í Garðabæ ætla ég að senda inn ábendingu og óska eftir að betur verði sinnt um að sanda og salta götur því vanræksla á þessum þáttum er að valda slysum á hestum og mönnum. Snjómokstur í götunum væri til bóta og heitt vatn í hverfið. hvet til betri þjónustu við hesthúsahverfið.
Umferðarmál-öryggi -almenningssamgöngur/framkvæmdir-viðhald-byggingar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Foreldrar mínir eiga hús í gamla andvara. Og ég er með þeim í húsi Mín ósk er sú að það verði mokað oftar reiðvegir og borinn sandur. Einnig væri gott að fá heit vatn í hverfið
Umferðarmál-öryggi -almenningssamgöngur/framkvæmdir-viðhald-byggingar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Hraðahindrun á Akrabraut - of há. Umferðarmál-öryggi-almenningsamgöngur Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Þá mætti efla ögyggi barna á leið í skóla með gæslu við helstu gangbrautir þar sem umferðarþungi er afar mikill við bæði Flata- og Hofsstaðaskóla. Það fer ekki saman að draga úr foreldra-umferð við skólana án þess að bæta öryggi gangandi eða hjólandi barna.

Umferðarmál-öryggi-almenningsamgöngur Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
"1. Laga merkingar vegna bílastæða í Silfurtúni, mæti mála línu sem afmarkar hvar bílar eigi að leggja til að tryggja að gangandi vegfarendur komist leiðar sinna án þess að þurfa að ganga á miðri götu.

Umferðarmál-öryggi-almenningsamgöngur Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
2. Gera hraðahindrun þar sem hestamenn koma ríðandi af reiðstíg og þurfa að fara yfir Elliðavatnsveg yfir í hesthúsin í gamla Andvara"
Umferðarmál-öryggi-almenningsamgöngur Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
"Endurnýja götuskilti í Akrahverfinu. Orðið máð. s.s. Árakur
Umferðarmál-öryggi-almenningsamgöngur/Framkvæmdir-viðhald-byggingar Búið er að endurnyja götuskilti í Akrahverfinu að einhverju leyti.
"Góðan daginn og takk fyrir störf ykkar í þágu okkar íbúanna.
Hef oftar en ekki verið tiltölulega ánægður með rekstur bæjarfélagsins og ekki séð ástæðu til að kvarta. Nú get ég þó ekki orða bundist um það að mér finnst fjári illa komið í viðhaldi slitlags á gatnakerfi okkar og vildi gjarnan koma þeirri áskorun á framfæri við ykkur núna við afgreiðsl
u fjárhagsáætlunar að nægilegu fé verð varið til þessa á næstunni svo koma megi í veg fyrir að bílafloti bæjarbúa skemmist vegna lélegs slitlags á götum bæjarins.

Umferðarmál-öryggi-almenningsamgöngur/Framkvæmdir-viðhald-byggingar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Hitaveita, heitt vatn vantar í hverfið og betur þarf að hugsa um götur eins og að salta og ryðja snjó í hesthúsahverfi Spretts. Verið er að malbika götur í hestamannafelaginu kópavogs meginn og vill ég að gert sé jafn vel við alla eigendur hestamannafelagsins. Þetta er stærsta hestamannafelagið á landinu og á eftir að vera það glæsilegasta. Um að gera að bæta hverfið sem mest til að gera það hið glæsilegasta og um leið mun ásókn verða við að komast í hverfið og það mun þennjast út. Næsta landsmót verður haldið í Spretti og mun gríðalegur fjöldi fólks mæta. Höldum Landsmót í flottasta hverfi landsins og verum stolt af því góða samstarfi sem er hjá kópavogi og garðabæ.
Umferðarmál-öryggi-almenningsamgöngur/Framkvæmdir-viðhald-byggingar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Við í hestamannafélaginu Spretti eigum að vera jöfn. Það ætti ekki að vera verra að vera Garðabæjar megin þótt við séum ekki í jafn nýjum húsum. Við viljum þrátt fyrir eldri byggingar geta baðað hestana okkar í hitaveitu vatni og fara í góða reiðtúra þrátt fyrir mikinn snjó. Það þarf undir eins að leggja leiðslu fyrir heitt vatn sem öll hesthús Garðarbæjar geta notið. Einnig þarf að leggja áherslu á snjómokstur á götunum þegar snjórinn er sem mestur. Ég mun ekki hvílast fyrr en ég sé eða heyri eitthvað um þetta. Ég er bara móðguð að ég geti ekki baðað hestana mína útaf ég á ekki 20-30 milljónir til að færa mig yfir í nýja hverfið. 
Umferðarmál-öryggi-almenningsamgöngur/Framkvæmdir-viðhald-byggingar Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Huga að úrræðum um hljóðvist fyrir íbúa í Eyktarhæð vegna nálægðar við Bæjarbraut / Arnarnesveg og þá sérstaklega hringtorgi á bæjarmörkum Garðabæjar og Kópavogs. Umferð um þessi gatnamót hefur margfaldast á stuttum tíma með tilheyrandi hávaða. Einnig er hljóðmönin sem liggur fyrir ofan húsin í hæðahverfi orðin allt of lág m.t.t hljóðmengunnar.
Umhverfismál /sorpmál Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
5. Setja þarf fjármagn í fráveitumál á Álftanesi svo þau verði í samræmi við reglugerð um fráveitur og skólp, en svo er ekki í dag. Skólpútrásir opnast sums staðar í fjöru eða er dælt of stutt út. Allt of algengt er að finna úrgang úr skólpi í fjörunni og uppi á göngustígum. Lagt er til að þessum málum verði lokið á næstu þremur árum þannig að öllu skólpi verði dælt út af Hrakhólma eins og áætlanir eru um. "
Umhverfismál -sorpmál Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
Koma Bragalundi á fjárhagsáætlun 2019 " Umhverfismál -sorpmál Ábendingunni verður vísað til garyrkjudeildar.
"Koma fráveitumálum inn í 21. öldina.
Hætta með rotþrær á Álftanesi og íhuga að setja upp tveggja þrepa hreinsistöð fyrir allan bæinn. Þó svo að Faxaflói sé ekki skilgreindur viðkvæmur viðtaki eru sumar strandir friðlýstar og engin ástæða til að láta næringarefni frá rotþróm renna um þær. Allar forsendur eru til þess að Garðabær sé leiðandi í fráveitumálum.
Samfara uppfærslu mætti auka umhverfisvöktun við strandir bæjarins. Aukin vöktun og upplýsingagjöf um gerlamagn í sjónum getur stuðlað að aukinni sjósundsiðkun sem ku vera allra meina bót."
Umhverfismál -sorpmál Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar.
Það má endilega koma oftar en 3 hverri viku og tæma pappa ruslið þar sem vitundin á plasti er í dag
Umhverfismál -sorpmál Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.
"Skömmu fyrir sameiningu sveitarfélaganna Álftanes og Garðabæjar hafði verkfræðstofa gert greinargóða skýrslu um votlendið umhverfis Kasthúsatjörn, sem nú hefur verið friðað að hluta.
Eftir sameinigu sveitafélaganna var hafist handa við endurheimt votlendis að sunnanverðu við tjörnina, með góðum árangri. Það væri sveitarfélaginu til mikils sóma ef þetta verk væri unnið eins og í skýrslu, verkfræðistofu Sigurðar Toroddsen frá 2007 er lagt til. Votlendið milli Bessastaðartjarnar og Kasthúsatjarnar væri ein heild og mikil náttúruperla og fuglaparadís.
Skýrslan
http://www.xn--lftanes-gwa.is/Files/Skra_0027958.pdf

Umhverfismál- sorpmál Ábendingunni verður komið til umhverfisnefndar.
"Útivistarkort - gefa út útivistarkort í vasabroti, með upplýsingum, örnefnum og fræðslu um nærumhverfið.

Umhverfismál- sorpmál Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
Bragagarð við Silfurtún þarf að fara að setja fjárveitingu í og ljúka gerð hans.
Umhverfismál- sorpmál Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar.
"Kæri viðtakandi.
Mig langar að koma með ábendingu varðandi flokkun úrgangs í Garðabæ. Eins og flestum er kunnugt um er úrgangslosun plasts talin ein stærsta ógnin við náttúruna en samt er ekki boðið upp á flokkun plasts í Garðabæ. Óska eftir úrbætum á því hvort sem um er að ræða tunnur við hús eins og er fyrir pappír og pappa eða grenndargáma (eins og Reykjavíkurborg býður upp á) þar sem íbúar geta komið og losað plastúrgang í gámana.

Umhverfismál-sorpmál Í fjárhagsáætlun 2019 hefur verið tekið tillit til ábendingarinnar að hluta eða öllu leyti. Búið er að koma upp grenndargámum.
"Hljóðvist - hljóðmengun frá Reykjanesbraut.

Við Hvannalund er mikil   hljóðmengun frá Reykjanesbrautinni. Meðfylgjandi er myndband (sjá viðhengi 1) sem ég tók upp þriðjudagsmorguninn 23. október um níu leytið. Hljóðupptakan er náttúrulega ekki eins og best er á kosið en þetta gefur einhverja mynd af umferðarniðnum sem kemur frá Reykjanesbrautinni.

Það sem ég óska eftir er að Garðabær veiti fjármagn í, eða beiti sér fyrir því að rétt til bærir aðilar geri það, að:

1. Gera úttekt á hljóðmengun frá Reykjanesbrautinni, t.d. með hljóðmælingum í hverfum sem liggja að brautinni (Efri Lundir, Flatir, Búðir, Bæjargil og Hæðarhverfi). Vísa ég í reglugerð Umhverfisráðuneytisins nr. 724 2008 hvað þetta varðar: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/724-2008
2. Ef hljómengun mælist þó nokkur óska ég eftir því að griptið verði til aðgerða til þess að sporna við þessari hljóðmengun t.d. með þar tilgerðum veggjum sem má sjá dæmi um í viðhengi 2.
3. Jafnframt óska ég eftir því að mæld verði mengun frá Reykjanesbrautinni í þessum hverfum, þ.e.önnur mengun en hljóðmengun. Vísa ég í reglugerð Umhverfisráðuneytisins um mengunareftirlit nr. 786 1999 sjá: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/786-1999

Hljóðmengun og mengun vegna bílaumferðar geta verið skaðleg mönnum og tel ég því brýnt að farið verði í þessar mælingar til þess að ganga úr skugga um að mengun sem stafar frá Reykjanesbrautinni séu innan við viðmiðunarmörk og skaði ekki íbúa þessara hverfa.

Sjá t.d. lausnir vegna hljóðmengunar hraðbrauta hér: https://www.soundfighter.com/applications/roads-and-highways/

"
Umhverfismál-sorpmál

Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.

"Sem íbúa viđ Faxatún langar mig ađ benda á nokkur atriđi sem betur mega fara í hverfinu mínu og óska ég eftir ađ þau verđi skođuđ viđ gerđ næstu fjárhagsáætlunar.

1. Nauđsynlegt er ađ ganga frá asparreitunum sem skildir voru eftir ófrágengnir þegar aspir í eigu Garđabæjar voru fjarlægđar á sínum tíma. Þetta hefur áđur veriđ bent á og væri bænum til sóma ađ ganga nú í þetta verk.

Umhverfismál-sorpmál

Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.

"Mikil vakning hefur orðið í þjóðfélaginu um hvað plast er óvistvænt. Þessi góða vitund hefur leitt til þess að íbúar eru að flokka sorpið meira en áður. Kannski er möguleiki að minnka losunartíðini almenns sorps og auka auka á móti í pappa og plasti hjá íbúum. Í mínu tilfelli er almennt sorp u.þ.b. 1/3 full tunna, en bylgjupappatunnan oftast vel þjöppuð. Ég fer sjálfur með plastið flokkað í sorpu.


Réttast væri að gera einhverja mælingu á þessu í bæjarfélaginu. "
Umhverfismál-Sorpmál

Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.

Garðabær ætti að vera í forystu hvað varðar endurvinnslu og umhverfismál. Mörg góð skref hafa verið stigin en það vantar sárlega að bjóða upp á að lífrænt rusl verði flokkað sér eins og gert er t.d. á Akureyri
Umhverfismál-Sorpmál

Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.

Þar sem að Garðabær er alltaf að monta sig á að vera rosa umhverfisvænn, getur þá bærinn hjálpað við að endurvinna úrgang af heimilum, eins og t..d lífrænn úrgang
Umhverfismál-sorpmál

Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2019.

"Sem íbúa viđ Faxatún langar mig ađ benda á nokkur atriđi sem betur mega fara í hverfinu mínu og óska ég eftir ađ þau verđi skođuđ viđ gerđ næstu fjárhagsáætlunar.

2. Bragalundur. Löngu tímabært ađ gera breytingar á honum,rífa Kivanis húsiđ svokallađa og ráđast í framkvæmdir sem til hefur stađiđ ađ gera í mörg ár.
3. Heidstæđar endurbætur þarf ađ gera bæđi á götu og gangstéttum, þær líta meira út eins bútasaumsteppi. Löngu kominn tími á ađ endurnýja lagnakerfiđ í götunni.

Umhverfismál-sorpmál/framkvæmdir-viðhald-byggingar Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
"Góðan daginn

Held að það sé kominn tími til að handknattleiksdeild Stjörnunnar fái starfsmann til að sinna deildinni að fullu.
Hugmyndin er sú að starfsmaðurinn sjái um nánast allt saman sem snýr að mfl. kk og kvk. en um leið mun þessi starfsmaður sjá um rekstur á TM-höllinni.
Því þarf að huga í fjárhagsáætlun er það að það þarf að gera ráð fyrir í rekstri húsins laun þessa yfirmanns, eins og þetta er núna er sami aðili yfir nokkrum íþróttamannvirkjum og því er eflaust í brotabrot af þessum kostnaði í rekstri húsins.
Vonandi verður þetta hægt að gera.
Skíni Stjarnan"
Æskulýðsmál-lýðheilsa - íþróttir-hvatapeningar Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar.
"Góðan daginn

Rakst á grein varðandi systkynaafslátt fyrir íþróttakrakka í Garðabæ.
Vill bara ítreka mikilvægi þess að Garðabær bjóði upp á þess konar afslátt og um leið fjölgreinaafslátt.
Íþróttir eru ein af bestu forvörnum sem til eru.
"
Æskulýðsmál-lýðheilsa - íþróttir-hvatapeningar Garðabær hefur átt í viðræðum við Stjörnuna og hefur málið verið til umræðu í íþrótta- og tómstundaráði. Systkinaafsláttur er veittur skv. gjaldskrá Garðabæjar vegna leikskóla og tómstundaheimila.
"Væri ekki frábært ef Garðabær ætti sitt eigið FabLab fyrir skóla bæjarins og fleiri áhugasama?

Æskulýðsmál-lýðheilsa - íþróttir-hvatapeningar Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
"Góðan daginn.
Mig langar að benda á þann möguleika að bjóða börnum uppá gjaldfrjálsan frístundabíl. Ég tel að margir myndu vilja nýta sér þjónustu bílsins, sem telja það ekki kost í dag, áskrift er þannig háttað í dag að það er hægt að velja hálft eða heilt tímabil. Það væri mikil viðbót við frábæra þjónustu bæjarfélagsins að krakkarnir hafi kost á að fara með bílnum þegar þörf er á, t.d. á köldum vetrardögum eða þegar taskan er þung.

Æskulýðsmál-lýðheilsa - íþróttir-hvatapeningar Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar.
"Ég tel mikilvægt að bærinn skoði íþróttir barna og samstarf við Stjörnuna. Systkinaafsláttur er klárlega eitthvað sem þarf að skoðast ásamt því að börn hafi tök á því meðan þau eru t.d. yngri en 10 ára tækifæri til að prófa og flakka á milli íþróttagreina án frekari kostnaðar. Ég finn hjá mínum dreng sem er 8 ára að hann hefur mikinn áhuga á íþróttum og finnst spennandi að prófa en hann myndi held ég vilja flakka svolítið á milli þar sem vinirnir eru víð og dreifð en þar sem hann er að prófa er hann ekki tryggður. Á þessu ári er kostnaður fjölskyldunar eftir íþróttastyrk bæjarins um 360 þúsund krónur þegar sumarnámskeið (golfnámskeið, íþróttaskóli og sumarbúðir), handbolti, fótbolti og tónlistaskóli hefur verið greiddur. Þetta er kostnaður með einu barni!

Ég set s.s. ekki þennan kostnað mikið fyrir mig en ég veit og þekki til þar sem börn í bænum hafa ekki sömu tækifæri og slíkt hefur félagslega áhrif og eykst þegar þau eldast sem er ekki skemmtilegt, við viljum jú gera vel við okkar börn en það er ekki jákvætt þegar vinabönd slitna vegna fjárhagstöðu og þátttöku í íþróttum. Persónulega þekki ég til í Grindavík þar sem áhugaverðar leiðir hafa verið farnar í íþróttagjaldskyldu og væri gaman að bærinn myndi opna umræðinu og skoða hvort okkar bær geti ekki stigið skref í slíka átt. Ég myndi t.d. skoða hvort eitt æfingargjald (70-90 .þkr) og fella niður tómstundarstyrk á íþróttir gæti verið áhugaverð nálgun og kostnaðargreina hann. "
Æskulýðsmál-lýðheilsa - íþróttir-hvatapeningar Garðabær hefur átt í viðræðum við Stjörnuna og hefur málið verið til umræðu í íþrótta- og tómstundaráði. Systkinaafsláttur er veittur skv. gjaldskrá Garðabæjar vegna leikskóla og tómstundaheimila.
Frístundarbíll. Þjónusta frístundarbílsins mætti vera betri að því leyti að öll börn og unglingar Garðabæjar geti nýtt sér þjónustuna gjaldfrjálst. Einnig mætti bíllinn ganga skv. tímatöflu um allt bæjarfélagið til að auðvelda ungmennum að komast í frístundir eða heim í slæmum veðrum t.d.
Æskulýðsmál-lýðheilsa - íþróttir-hvatapeningar Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar.
Klára að kaupa lóð og nauðsynleg tæki til að hægt sé að fullnýta lyftingaaðstöðu Stjörnunnar í Ásgarði. Lyftingadeild Stjörnunnar hefur beðið eftir lausn á æfingaaðstöðumálum síðan 2011. Íþróttafulltrúi þekkir málið.
Æskulýðsmál-lýðheilsa -
 íþróttir-hvatapeningar
Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar.
"Garðabær ætti að leggja meiri áheyrslu á eitt af stærstu ástæðum góðgengis í íþróttafélagi.
Þá á ég við lyftingaraðstöðuna í Ásgarði.
Þar eiga og mega allir aðilar í Stjörninni að koma æfa sig.
Þessi aðstæða sem er núna er meiriháttar léleg og sorgleg fyrir stórt og flott félag eins og okkar.
Við erum ansi mörg í þessu félagi og oft á tíðum er ákveðin stofnun í félaginu t.d. körfuboltinn eða fimleikarnir etc. að æfa í þessum sal en það er svo lítið af tækjum og tólum að þá nær íþróttaeinstaklingurinn ekki að leggja sig 110% fram, sem leiðir til þess að önnur félög sem gera þetta betur eiga meiri líkur að verða betri en við.
Það þarf ekki mikinn pening til þess að bæta þessa aðstöðu heilmikið, takið skrefin sem þarf að gera og komið þessu í lag."
Æskulýðsmál-lýðheilsa -
íþróttir-hvatapeningar
Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar.
Opna sundlaugar og líkamsræktarstöðvar í garðabæ kl 6:00 á virkum dögum
Æskulýðsmál-lýðheilsa
 - íþróttir-hvatapeningar
Ábendingu verður komið til íþrótta- og tómstundaráðs. Opnunartími hefur lengst á kvöldin í sundlaugum Garðabæjar.
Ég hvet bæinn til að vera með líkamsræktarstyrk fyrir starfsfólk bæjarins. Margir ef ekki allir vinnustaðir bæjarins eru staðir þar sem starfsfólk er undir miklu álagi og forvarnargildi líkamsræktar til að sporna gegn álagstengdum kvillum er mikið.
Æskulýðsmál-lýðheilsa
 - íþróttir-hvatapeningar
Garðabær býður starfsfólki nú þegar að kaupa afsláttarkort í sund. Hins vegar eru líkamsræktarstyrkir til skoðunar í tengslum við heilsueflandi samfélag.
"Góðan dag,

Þar sem allir flokkar settu fram skýrt markmið um að endurskoða samning við skólamat þá óska ég eftir því að aukið fjármagn verði lagt í að ráða góða kokka í skólana okkar og stuðla að heilbrigði barnanna okkar. Ef þið hafið efasemdir um að það fyrirkomulag yrði betra þá legg ég til að bæjarstjórn Garðabæjar borði matinn frá Skólamat daglega í mánuð. Þessi mál eru leyst með sóma í barnaskóla Hjallastefnunnar - þar er kokkur sem vinnur matinn að mestu frá grunni. Ef ykkur er alvara með að Garðabær sé lýðheilsueflandi samfélag þá væri þetta gott skref!"
Æskulýðsmál-lýðheilsa -
 íþróttir-hvatapeningar
Við endurnýjun síðasta samnings við skólamat var ákveðið að auglýsa eftir matráð. Engar umsóknir bárust. 
Hugmynd um snjóskíðabraut - lýsing ekki birt hér.Æskulýðsmál-lýðheilsa - íþróttir-hvatapeningar/ Framkvæmdir-viðhald-öryggi Ábendingunni er vísað til íþróttafulltrúa.
Koma á systkinaafslætti í íþróttum. Æfingargjöld eru há og þrátt fyrir hvatapening þá er fólk oft að greiða tugi ef ekki hundruði þúsunda í æfingargjöld sem ekki allar fjölskyldur ráða við. Mikið af krökkum í dag hafa áhuga á fleiri en einni grein og með þessum hætti væri hægt að ýta en frekar undir íþróttaiðkun barna með tilheyrandi forvarnargildi.
Æskulýðsmál-lýðheilsa - íþróttir-hvatapeningar/ Stjórnsýsla-gjöld Garðabær hefur átt í viðræðum við Stjörnuna og hefur málið verið til umræðu í íþrótta- og tómstundaráði. Systkinaafsláttur er veittur skv. gjaldskrá Garðabæjar vegna leikskóla og tómstundaheimila.
Oska eftir aðstöðu fyrir unga sem aldna handboltaáhugafolk að geta æft sig úti eins og battavellirnir... hafa jafnt aðgengi eins og er fyrir körfunog fótbolta. Gúmmíklæddan völl með mörkum
Æskulýðsmál-lýðheilsa - íþróttir-hvatapeningar/ Stjórnsýsla-gjöld Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.
"Sem móðir fótboltadrengja hér í bæ til nokkurra ára vil ég ítreka nauðsyn á yfirbyggðu íþróttasvæði. Aðstaða til æfinga er alls ekki nógu góð yfir vetrarmánuðina og hefur það mikil áhrif á áhuga til iðkana. 
Æskulýðsmál-lýðheilsa - íþróttir-hvatapeningar/Framkvæmdir-viðhald-byggingar Fjölnota íþróttahús er í byggingu.
2. Að útbúa hreystivöll við Álftanesskóla að sömu fyrirmynd og notaður er í Skólahreysti. Tillagan gefur nemendum í skólanum möguleika á að æfa sig fyrir keppnina.

Æskulýðsmál-lýðheilsa - íþróttir-hvatapeningar/Opin svæði-leikvellir Búið er að samþykkja fjármagn fyrir lýðræðisverkefni, að fjárhæð 50 milljónir. Hægt er að koma ábendingunni á framfæri þar þegar verkefnið fer af stað.