Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
8. fundur
10.05.2019 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Anna María Guðmundsdóttir þjónustufulltrúi, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1710244 - Gálgahraun, deiliskipulag friðlands.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi friðlandsins Gálgahrauns og fólkvangsins Garðahrauns neðra. Dagný Bjarnadóttir deiliskipulagsráðgjafi gerði grein fyrir tillögunni. Tillagan hefur verið forkynnt, m.a. á íbúafundi í Flataskóla 6. maí 2019. Lagðar fram ábendingar sem borist hafa ásamt umsögn frá Skipulagsstofnun vegna lýsingar verkefnisins.
Tillögu, ábendingum og umsögnum vísað til úrvinnslu hjá deiliskipulagsráðgjafa og tækni og umhverfissviði. Tillögu vísað til kynningar í umhverfisnefnd.
2. 1812022 - Garðahraun efra-Fólkvangur, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fólkvangsins Garðahrauns efra. Dagný Bjarnadóttir deiliskipulagsráðgjafi gerði grein fyrir tillögunni. Forkynning hefur farið fram og var tillagan kynnt á íbúafundi í Flataskóla 6. maí 2019. Ábendingar sem borist hafa eru lagðar fram sem og umsagnir sem borist hafa vegna lýsingar verkefnisins.
Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á forkynntri tillögu:
-Aðalstígur sem sýndur er hjá Hádegishóli breytist í stikaða leið.
-Tenging við Molduhraun á móts við Vesturhraun 5 sem aðalstígur verði felld út.
-Malarstígar á uppdrætti breytast allir í stikaða leið.
-Sett verði ákvæði um það í skilmálum að heimilt sé að gera lítilsháttar breytingar á stikuðum leiðum sem auðvelda fólki aðgengi, svo sem með því að fjarlægja steina eða leggja hraunhellur sem upp-og niðurstig á stöku stað.
-Heimilt verði að útfæra stikaða leið á stöku stað sem malarslóða ef sýnt er fram á að umferð gangandi fólks sé að valda skemmdum á náttúrulegum gróðri.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni með ofangreindum breytingum til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan skal send umhverfisnefnd til umfjöllunar. Ef umhverfisnefnd leggur til verulegar breytingar á tillögunni skal hún tekin fyrir í skipulagsnefnd að nýju.
3. 1903082 - Bæjargarður, stígakerfi, dsk breyting.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Bæjargarðs sem gerir ráð fyrir göngu- og hjólreiðastíg í hrauninu sunnan Hraunhóla. Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Stígnum er ætlað að beina umferð hjólandi vegfarenda frá húsagötunum Hraunhólum og Lynghólum. Einnig leggur tillagan til að heimilt verði að reisa 2 m háa girðingu í kringum gervigrasvöll.
Tillagan var forkynnt á íbúafund í Flataskóla 6. maí 2019 en þar voru m.a. kynntar tillögur að deiliskipulagi Fólkvangsins Garðahraun efra og verður nýr stígur hluti af stígakerfi fólkvangsins.
Lagt fram erindi frá íbúum við Hraunhóla með ýmsum ábendingum sem vísað er til úrvinnslu hjá tækni- og umhverfissviði.
Ábendingum um hugsanlega stækkun fólkvangsins í Garðahrauni efra inn á skipulagssvæði Bæjargarðs vísað til samvinnuteymis Garðabæjar og Umhverfisstofnunar um friðlöng og fólkvanga í Garðabæ.
Skipulagsnefnd vísar breytingartillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
4. 1809189 - Molduhraun, endurskoðun deiliskipulags.
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi Molduhrauns.
Þær breytingar sem gerðar eru frá gildandi deiliskipulagi eru:
-Hámarksnýtingarhlutfall lóða hækkar úr 0.6 í 0.8
-Hámarksflötur bygginga á lóð hækkar úr 40% í 50%
-Auk 1 bílastæðis á hverja 50 fermetra atvinnuhúsnæðis eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir verður heimilað að 1 bílastæði verði á hverja 35 fermetra verslunarhúsnæðis og 150 fermetra geymsluhúsnæðis
-Heimilað verður að lóðin Vesturhraun 1 stækki vegna breytinga á bæjarmörkum og lóðirnar Vesturhraun 3 og 5 stækki vegna aðlögunar að jaðri raskaðs svæðis í hrauninu vestan og norðan við lóðirnar.
-Gert verður ráð fyrir nýrri lóð Garðahrauni 1 þar sem áður var gert ráð fyrir óbyggðu svæði.
-Tillagan gerir auk þess ráð fyrir ýmsum uppfærslum og aðlögunar á deiliskipulagsgreinargerð sem komin er til ára sinna.
- Tenging við Garðahraun efra á móts við Vesturhraun 5 verði felld út
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
5. 1809192 - Skipulag - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 2. Grundir
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðarbæjar 2016-2030 sem gerir ráð fyrir því að svæði 2.03 S (2.09 Op (opið svæði)stækkar um 0,6 ha og nær upp með Hraunsholtslæk, svæði 2.09 Op minnkar sem því nemur og svæði 2.10 Íb minnkar lítilslega.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal skipulagstjóri senda tillöguna til skoðunar hjá Skipulagsstofnun áður en hún verður auglýst.
6. 1710090 - Ægisgrund 1-5, dsk br (Svæði L6)
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda.
Skipulagsstjóri gerir grein fyrir fundi sem haldinn var með íbúum við Ægisgrund þar sem tillögurnar voru kynntar.
Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi breytingu á tillögunni:
-Lóð fyrir einbýlishús við Þórsmörk verði felld út úr tillögunni.
-Kveðið sé á um skýra aðgreiningu á göngustíg og aðkomu að Þórsmörk frá Ægisgrund.
-Lögun og stærð nýrra íbúðarhúsalóða og byggingarreita við Ægisgrund skal vera sambærileg og annarra húsa í götunni. Gera skal ráð fyrir 3 bílastæðum á lóð.
-Gera skal ráð fyrir grænu svæði milli Njarðargrundar og nýrra húsa og sett kvöð um gróðurbelti.
Skipulagsnefnd telur að með því að gera ráð fyrir tveimur einbýlishúsalóðum við Ægisgrund (nr.3 og nr.5) þá bæti þau hljóðvist við götuna vegna nýrrar tengingar íbúðarhúsahverfisins við hringtorgið við Vífilsstaðaveg.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar með ofangreindum breytingum í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Skal hún auglýst samhliða auglýsingu um breytingu aðalskipulags sem nær til sama svæðis.
7. 1902346 - Deiliskipulag Hnoðraholts og Vetrarmýrar - breyting (viðbygging GKG)
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts og Vetrarmýrar sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits fyrir golfskála GKG til vesturs. Tillagan var í auglýsingu 28.mars til 9.maí.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Kópavogsbæ og Vegagerðinni, engar athugasemdir voru gerðar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
8. 1805161 - Haukanes 10,deiliskipulagsbreyting
Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulags Arnarness sem gerir ráð fyrir því að byggingarreitur fyrir svalir stækki til vesturs. Tillagan er umfangsminni en tillaga sem áður hefur verið kynnt.
Lögð fram umsögn arkitektastofunnar Hornsteina sem bendir á að umræddar svalir fara út fyrir byggingarreit og að nýtingarhlutfall hússins sé umfram heimild deiliskipulagsins sem er 0.45 en B-rýmin sem myndast undir svölum reiknast til nýtingarhlutfalls. Í áliti kemur fram að deiliskipulagráðgjafinn telur ekki að stækkun svala hafi áhrif á aðliggjandi lóðir. Bent er á að samkvæmt deiliskipulagi skuli heitir pottar vera innan byggingarreits.
Skipulagsnefnd metur breytinguna, þ.e. stækkun byggingarreits vegna svala, þarafleiðandi hækkun nýtingarhlutfalla og staðsetningu heitapottsins óverulega breytingu á deiliskipulagi Arnarness í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar henni til grenndarkynningar. Grenndarkynna skal eigendum og íbúum Haukaness 8, 9, 11,12 og 13.
Lúðvík Steinarsson vék af fundi undir þessum fundarlið.
9. 1710301 - Haukanes 15-Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Arnarness að lokinni grenndarkynningu. Tvö erindi með athugasemdum hafa borist. Tillögunni og athugasemdum vísað til úrvinnslu hjá tækni- og umhverfissviði.
10. 1810087 - Hvannakur 7, dsk br
Lögð fram fyrirspurn um þrjár mögulegar útfærslur á viðbyggingum á suðurhlið húss sem ganga mislangt út frá núverandi byggingu. Svar skipulagsnefndar er neikvætt við öllum hugmyndum um útfærslu.
11. 1904058 - Hrauntunga
Lagt fram erindi Árna Helgasonar lögmanns fyrir hönd lóðarhafa Hrauntungu í Garðahraunshverfi dags.28.mars 2019. Innihald erindisins rætt. Vísað til bæjarráðs.
12. 1905084 - Grænigarður Garðaholti - fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram fyrirspurn Hólmfríðar Sigurðardóttur þess efnis hvort heimilað yrði að fjarlægja núverandi íbúðarhús sem stendur innan Grænagarðs á Garðaholti og reisa í stað þessi nokkuð stærra hús og 40 m2 útihús að auki. Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart hugmyndinni en leggur til að lögð verði fram tillaga að breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir byggingarreitum fyrir íbúðarhús og útihús og yrði íbúðarhúsið með svipuðu sniði og það hús sem fyrir er og útihús í líkingu við þau útihús sem deiliskipulag heimilar fyrir nýbyggingar í Garðahverfi.
13. 1806394 - Lambhagi 5 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn sem gerir ráð fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið að Lambhaga 5.
Með vísan í 44. gr. skipulagslaga vísar skipulagsnefnd umsókninni til grenndarkynningar þar sem að deiliskipulag á svæðinu hefur ekki tekið gildi enn sem komið er. Umsóknin er í samræmi við ríkjandi byggðarmynstur. Grenndarkynna skal eigendum Lambhaga 4, (Melshúsa), Lambhaga 6, Lambhaga 20 og Búðaflatar 6.
14. 1903293 - Urðargata 1- Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um breytingu deiliskipulags fyrir raðhúsalengjuna sem gerir ráð fyrir því að heimilað verði að byggja flöt þök á húsunum.
Skipulagsnefnd fellst ekki á að vikið sé frá ákvæðum í þakhalla. Guðrún Dóra vék af fundi undir þessum lið.
15. 1802205 - Snjallvæðing Garðabæjar
Lagt fram.
16. 1805169 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemdir við tillögurnar.
17. 1904004 - Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - iðnaður og önnur landfrek starfsemi, Esjumelar (AT5)
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemdir við tillögurnar.
18. 1905109 - Aðalskipulag Reykjavíkur, breyting. Korpulína. Verklýsing til kynningar
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemdir við tillögurnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).