Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
12. fundur
30.08.2019 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Kjartan Örn Sigurðsson varamaður, Viktoría Jensdóttir varamaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Anna María Guðmundsdóttir þjónustufulltrúi, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1804367 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030-Breyting 1-Vífilstaðaland-rammahluti.
Skipulagsráðgjafar gerðu grein fyrir mótun tillögu að breytingu aðalskipulags sem verður sett fram sem rammahluti aðalskipulags.
2. 1906192 - Hnoðraholt norður deiliskipulag
Skipulagsráðfjafar gerðu grein fyrir mótun tillögu að deiliskipulagi Hnoðraholts norðurhluta.
3. 1812022 - Garðahraun efra-Fólkvangur, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsi fólkvangsins Garðahrauns efra ásamt athugasemdum sem borist hafa. Lögð fram bókun umhverfisnefndar vegna málsins.
Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á tillögunni:
-stikuð leið sem liggur til vesturs frá aðalstíg í miðjum fólkvangi sunnan við Hádegishól verði felld út.

-gert verði ráð fyrir aðalstíg sem liggur með deiliskipulagsmörkum Molduhrauns frá fyrirhuguðum aðalstíg meðfram fyrirhugaðri stofnbraut (framlenging Álftanesvegar)að tengingu við aðalstíg í miðjum fólkvangi til móts við lóðina Vesturhraun 5. Deiliskipulagssvæði fólkvangsins stækki sem nemur breidd stígsins á kostnað deiliskipulagssvæðis Molduhrauns.
-tenging frá aðalstíg í miðjum fólkvangi að Molduhrauni til móts við Vesturhraun 5 breytist úr stikaðri leið í aðalstíg.

Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir tillöguna með ofangreindum breytingum sem deiliskipulag fólkvangsins Garðahraun efra í samræmi við 3.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Baldur Ó.Svavarsson greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins með þessum hætti.
4. 1903082 - Bæjargarður, stígakerfi, dsk breyting.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Bæjargarðs að lokinni auglýsingu ásamt athugasemdum sem borist hafa. Lögð fram bókun umhverfisnefndar vegna málsins.

Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á tillögunni:

-stígur, skilgreindur sem "aðrir stígar" sem tillaga gerir ráð fyrir vestur frá aðalstíg í hrauninu að fyrirhugaðri stofnbraut (framlengingu Álftanesvegar) fyrir norðan Hádegishól verði felldur út.

Meirhluti skipulagsnefndar samþykkir tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs í samræmi við 1.mgr.43.gr. og 3.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Baldur Ó.Svavarsson greiðir atkvæði gegn afgreiðslu málsins með þessum hætti.
5. 1809189 - Molduhraun, endurskoðun deiliskipulags.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Molduhrauns ásamt umsögnum Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar. Engar almennar athugasemdir voru gerðar við auglýsta tillögu.

Hafnarfjarðarbær gerir ekki athugasemd við tillöguna en Vegagerðin bendir á að huga þurfi að stofnstígum,veghelgundarsvæði stofnbrauta, hæðarmun á fyrirhugaðri framlengingu Álftanesvegar og bygginga við Suðurhraun og stöðu veghalds á framlengingu Álftanesvegar.
Skipulagsnefnd telur að tillagan taki fullt tillit til stígakerfis aðalskipulags og svæðisskipulags með því að gera ráð fyrir stofnstígum meðfram Reykjanesbraut við Austurhraun og þvert í gegnum hverfið við Miðhraun.
Veghelgunarsvæði verði sýnt á uppdrætti bæði fyrir Reykjanesbraut og framlengingu Álftanesvegar.
Kennisniði í gegnum fyrirhugaða framlengingu Álftanesvegar og aðliggjandi hús verði bætt við sem skýringarmyndum í greinargerð.
Skipulagsnefnd telur eðlilegt að fyrirhuguð framlenging Álftanesvegar sem skilgreind er sem stofnbraut í aðalskipulagi sé á þjóðvegaskrá og því á forræði Vegagerðarinnar. Að svo stöddu leggur nefndin ekki til að gerðar verði breytingar á þeim tengingum sem tillagan og það deiliskipulag sem í gildi er gera ráð fyrir. En nauðsynlegt er að taka af allan vafa um stöðu veghalds fyrirhugaðrar stofnbrautar en niðurstaða þeirra samræðu gæti kallað á breytingar á deiliskipulaginu. Skipulagsnefnd telur að nóg svigrúm sé til staðar fyrir tvær akbrautir í hvora átt á framlengingu Álftanesvegar í deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd leggur einnig til að deiliskipulagssvæði norðan lóðanna Vesturhraun 1,3 og 5 minnki sem nemi breidd aðalstígs sem gert verði ráð fyrir í deiliskipulagi fólkvangsins Garðahrauns efra á þeim stað sbr.fundarlið nr.3.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með ofangreindum lagfæringum sem nýtt deiliskipulag fyrir Molduhraun í samræmi við 3.mgr.41.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Eldra deiliskipulag Molduhrauns fellur úr gildi við gildistöku hins nýja deiliskipulags.

6. 1706139 - Haukanes 24 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að nýrri byggingu á íbúðarhúslóðinni Haukanes 24. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu sem er rétt tæplega 800 fermetrar að flatarmáli sem samsvarar nýtingarhlutfalli 0.54 á lóðinni. Deiliskipulag skilgreinir hámarks nýtingarhlutfall 0.45.
Skipulagsnefnd metur um 150 fermetra sem eru gluggalaus rými neðanjarðar sem rými án grenndaráhrifa.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd að við veitingu byggingarleyfis verði vikið frá kröfum 2.mgr.43.gr.skipulagslaga hvað umrædda fermetra varðar þar sem um óverulegt frávik frá deiliskipulagi er að ræða á nokkurra grenndaráhrifa.
7. 1908061 - Hraunhólar 8, fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi Hraunholts eystra
Lögð fram fyrirspurn um skiptingu lóðarinnar Hraunhólar 8 í tvær lóðir sambærilegar við lóðina Hraunhólar 12 sem skipt var í tvær lóðir við gerð deiliskipulags Hraunsholts eystra árið 2006.
Vísað til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði. Skoða þarf um leið möguleika á því að deiliskipulag hindri gegnumakstur hjólreiðamanna um Hraunhóla og Lynghóla t.d. með framlengingu hljóðmanar við Engidal.
8. 1709349 - Reynilundur 11 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram niðurstaða húsakönnunar varðandi raðhúsalengjuna Reynilundur 11-17 þar sem varðveislugildi er metið hátt.
Skipulagsnefnd vísar málinu til frekari úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði.
9. 1908494 - Heiðarlundur 15, viðbygging
Lögð fram byggingarleyfisumsókn um breytingar á einbýlishúsinu Heiðarlundur 15. Gert er ráð fyrir viðbyggingu sem nær hálfan metra út fyrir byggingarreit sem skilgreindur er í tillögu að deiliskipulagi og á mæliblaði.
Skipulagsnefnd vísar umsókninni til grenndarkynningar sbr.44.gr.skipulagslaga nr.123/2010 þar sem að deiliskipulag hefur enn ekki tekið gildi í hverfinu.
Grenndarkynna skal eigendum Heiðarlundar nr. 7, 8, 11 og 13.
10. 1907004 - Hraungata 15-19, deiliskipulagsbreyting. Austurhluti 1.
Lögð fram umsókn um deiliskiplagsbreytingu þar sem íbúðum er fjölgað um 1 í húsum númer 15 og 17 en um 3 íbúðir í húsi nr.19.
Vísað til umsagnar hjá deiliskipulagshöfundi.
Baldur Ó Svavarsson vék af fundi undir þessum lið.
11. 1907083 - Víkurgata 19 - Umsókn um byggingarleyfi
Tillögu vísað til frekari skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
12. 1906365 - Holtsvegur 55, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn um deiliskiplagsbreytingu þar sem íbúðum er fjölgað um 4 án þess að byggingarmagn sé aukið.
Vísað til umsagnar hjá deiliskipulagshöfundi.
Baldur Ó Svavarsson vék af fundi undir þessum lið.
13. 1908480 - Urriðaholtsstræti 40-42 - Fjölgun íbúða. Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram umsókn um deiliskiplagsbreytingu þar sem íbúðum er fjölgað um 1 án þess að byggingarmagn sé aukið.
Vísað til umsagnar hjá deiliskipulagshöfundi.
Baldur Ó Svavarsson vék af fundi undir þessum lið.
14. 1812061 - Fundargátt nefndarmanna - breytt innskráning - rafræn skilríki - netföng
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).