Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
33. (1894). fundur
03.09.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1806461 - Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar nr. 4 og 5.
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri sat fund bæjarráðs við afgreiðslu mála samkvæmt dagskrárliðum 1 -3.

Fjármálastjóri gerði grein fyrir viðauka nr. 4 og nr. 5.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 4 og nr. 5 við fjárhagsáætlun 2019 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011

Viðauki 4
Á arinu 2019 tóku til starfa öldungaráð og samráðshópur um málefni fatlaðs fólks. Tryggja þarf fjárheimildir vegna nefndarlauna.
Öldungaráð 800.000
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks 800.000

Hrafnista hefur lagt fram ársreikning fyrir árið 2018 fyrir rekstur hjúkrunarheimilis.
Greiðsla til Hrafnistu samkvæmt samningi 24.000.000

Gerðar hafa verið breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð sem kalla á hækkun fjárheimilda.
Fjárhagsaðstoð 9.000.000

Aukinn fjöldi einstaklinga nýtur félagslegrar heimaþjónustu sem kalla á hækkun fjárheimilda.
Félagsleg heimaþjónusta 30.000.000

Aukinn fjöldi umsókna um húsaleigubætur kallar á hækkun fjárheimilda.
Húsaleigubætur 5.000.000

Aukin þjónusta við skammtímavistun og dagþjónustu fatlaðs fólks kallar á hækkun fjárheimilda.
Skammtímavistun 20.000.000

Samþykktur hefur verið samningur við Ás styrktarfélag um rekstur á búsetukjarna við Unnargrund.
Ás styrktarfélag - samningsgreiðsla 32.000.000

Samtals kostnaðarauki 121.600.000

Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á varasjóði um sömu upphæð.
Varasjóður 121.600.000


Viðauki nr. 5.
Breyting á fjárfestingaáætlun fjárhagsáætlunar 2019.

Urriðaholtsskóli - verksamningur 450.000.000
Kirkjuból, leikskóli - verksamningur 90.000.000
Gatnagerð Urriðaholti - verksamningur 200.000.000
Útilífsmiðstöð - skátar -50.000.000 færist af eignfærslu á rekstur
Íþróttamannvirki GKG -80.000.000 færist af eignfærslu á rekstur
Hestamannafélagið Sóti -10.000.000 færist af eignfærslu á rekstur
Samtals 600.000.000

Kostnaðarauka skal mætt með lántöku að fjárhæð kr. 600.000.000 og hækkun á rekstrargjöldum A-sjóðs að fjárhæð kr. 140.000.000.
Lántaka -600.000.000
2. 1806461 - Fjárhagsáætlun 2019 - lántaka.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögu um lántöku, hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 600.000.000.

Um er að ræða tvo lánasamninga. Lán að fjárhæð kr. 210.000.000 verðtryggt með 1,72% föstum vöxtum. Lánið er jafngreiðslulán til 15 ára og án heimildar til uppgreiðslu. Lán að fjárhæð kr. 390.000.000 verðtryggt með 2,05% breytilegum vöxtum. Heimilt er að greiða lánið upp að hluta til eða öllu leyti á gjalddögum.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
3. 1904109 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2020 (2020-2023) Forsendur og verkferlar.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir forsendum og vinnuferlum vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2019 (2020-2023). Fjárhagsáætlun verður lögð fram í bæjarráði 29. október 2019 og tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn 7. nóvember 2019. Síðari umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð 5. desember 2019.

Bæjarráð samþykkir forsendur og verkferla fjárhagsáætlunar 2020 - 2023.
4. 1901115 - Suðurnesvegur 10 -Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Hestamannafélaginu Sóta kt. 680296-3409, leyfi til byggingar reiðskemmu við Suðurnesveg Álftanesi.
5. 1901248 - Kynning á stöðu skipulagsmála.
Á fund bæjarstjórnar mætti Sólveig Helga Jóhannsdóttir, skipulagsfræðingur og gerði grein fyrir stöðu skipulagsmála sem eru til meðferðar á ýmsum stigum á hjá Garðabæ.
STAÐA SKIPULAGSMÁLA Í GARÐABÆ ÁGÚST 2019 - Loka.pdf
6. 1809189 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi endurskoðun deiliskipulags Molduhrauns.
Bæjarráð samþykkir samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um endurskoðun á deiliskipulagi Molduhrauns. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga, sbr 1. mgr. 41. gr. og bárust engar athugasemdir.

Skipulagsnefnd samþykkti að leggja til eftirfarandi breytingar við auglýsta tillögu.

Svæði deiliskipulagsins norðan lóðanna við Vesturhraun 1, 3 og 5 minnkar sem nemur breidd aðalstígs sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi fólkvangsins Garðahrauns efra.

Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
7. 1903082 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs.
Bæjarráð samþykkir samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga, sbr 1. mgr. 41. gr. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.

Skipulagsnefnd samþykkti að leggja til eftirfarandi breytingar við auglýsta tillögu.

Stígur, skilgreindur sem "aðrir stígar" sem tillaga gerir ráð fyrir vestur frá aðalstíg í hrauninu að fyrirhugaðri stofnbraut (framlengingu Álftanesvegar) fyrir norðan Hádegishól verði felldur út.

Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.

8. 1812022 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Garðahraun efra-Fólkvangur.
Bæjarráð samþykkir samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um deiliskipulag fyrir fólkvanginn Garðahraun efra. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga, sbr 1. mgr. 41. gr. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.

Skipulagsnefnd samþykkti að leggja til eftirfarandi breytingar við auglýsta tillögu.

Stikuð leið sem liggur til vesturs frá aðalstíg í miðjum fólkvangi sunnan við Hádegishól verði felld út.

Gert verði ráð fyrir aðalstíg sem liggur með deiliskipulagsmörkum Molduhrauns frá fyrirhuguðum aðalstíg meðfram fyrirhugaðri stofnbraut (framlenging Álftanesvegar)að tengingu við aðalstíg í miðjum fólkvangi til móts við lóðina Vesturhraun 5. Deiliskipulagssvæði fólkvangsins stækki sem nemur breidd stígsins á kostnað deiliskipulagssvæðis Molduhrauns.

Tenging frá aðalstíg í miðjum fólkvangi að Molduhrauni til móts við Vesturhraun 5 breytist úr stikaðri leið í aðalstíg.

Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.
9. 1706139 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Haukanes 24.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis einbýlishúss að Haukanesi 24 þó að byggingarmagn sé umfram hámarks nýtingarhlutfall þar sem um er að ræða 150 fm gluggalaust rými neðnajarðar. Um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. 1908494 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Heiðarlundi 15.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við núverandi hús að Heiðarlundi 15 verði grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en staðfesting á samþykktu deiliskipulagi liggur ekki fyrir.
11. 1908134 - Tölvupóstur Mannvirkjastofnunar varðandi skil byggingarfulltrúa á gögnum í rafrænt gagnasafn, dags. 23.08.19.
Lagður fram til kynningar.
12. 1906351 - Bréf íbúa við Strandveg varðandi fuglalíf við Arnarnesvog, dags. 21.08.19.
Í bréfinu er farið fram að gripið verði til aðgerða til að uppræta svartbakinn í nágrenni Sjálands til vernda annað fuglalíf.

Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjóra og umhverfisnefndar.
Bréf til bæjarstjóra.pdf
13. 1908471 - Bréf UMF Álftaness varðandi endurskoðun samstarfssamnings, dags. 28.08.19.
Í bréfinu er farið fram á endurskoðun á gildandandi samstarfssamningi sem gildir til 31.12.2020.

Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar íþrótta- og tómstundaráðs og til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
Bréf til Bæjarráðs 28 08 19.pdf
14. 1908472 - Bréf UMF Stjörnunnar varðandi afnot af íþróttamiðstöðinni Ásgarði fyrir villibráðakvöld, dags. 26.08.19.
Í bréfinu er farið fram á að nýta íþróttahúsið við Ásgarð í fjáröflunarskyni fyrir villibráðarkvöld körfuknattleiksdeildar. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið enda verði tryggt sem best að ekki komi til skerðingar á íþróttastarfi og skólastarfi. Jafnframt skal það tryggt að uppfyllt séu öll skilyrði til skemmtanahalds og að ekki komi til kostnaðar fyrir bæinn vegna viðburðarins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra afgreiðslu málsins.
villibráðakvöld.pdf
15. 1908414 - Bréf IOGT á íslandi varðandi áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, dags. 19.08.19.
Lagt fram.
Umsögn um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.pdf
16. 1909043 - Bréf Sorpu bs. varðandi breytingar á fjárfestinga- og fjármögnunaráætlun Sorpu bs., dags. 02.09.19.
Í bréfinu er gerð grein fyrir tillögu að lántöku að fjárhæð 990 mkr vegna breytinga á fjárfestingar- og fjármögnunaráætlun í tengslum við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar og kaupa á tækjabúnaði.
Bæjarstjóri gerði nánari grein fyrir málinu.

Bæjarráð vísar málinu til frekari umræðu og afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
Gardabaer_lan.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).