Menningar- og safnanefnd Garðabæjar |
05.10.2020 kl. 16:00 kom menningar- og safnanefnd Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði. |
|
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Bjarndís Lárusdóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Ólöf Hulda Breiðfjörð menningarfulltrúi. |
|
Fundargerð ritaði: Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar. |
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
1. 2010043 - Fjármál menningarmála haust 2020 og fjárhagsáætlun 2021 |
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri Garðabæjar, fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2021. Fjármálastjóri fór einnig yfir fjárhagsstöðu málaflokksins menningarmál í lok september 2020.
|
|
|
Gestir |
Lúðvík Hjalti Jónsson - 16:00 |
|
|
2. 2008540 - Vinnuaðstaða í Króki veturinn 2020-2021 |
Tvær umsóknir um vinnuaðstöðu í Króki bárust í kjölfar auglýsingar.
Samþykkt að Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur og rithöfundur fái vinnuaðstöðu í Króki frá október til desember 2020 til ritstarfa og að Bjarney Ólafsdóttir ljósmyndari og rithöfundur dvelji í Króki í apríl og maí 2021 við textaskrif og undirbúning ljósmyndasýningar.
|
|
|
|
|
|
3. 2008518 - Skóladagskrá, yfirferð. |
2008518 - Skóladagskrá,yfirferð. Nemendur í 5. - 7. bekk hafa nú sótt Hönnunarsafnið í leiðsögn og smiðju og er mikil ánægja meðal nemenda og kennara. Hlé verður gert á fyrirhuguðum heimsóknum skólahópa í október vegna samkomutakmarkana af völdum Covid-19 en sýningin 100% ull sem fræðslan hverfist um stendur til 15. nóvember nk.
Tveir tónleikar með Dúó Stemmu fóru fram þann 2. október í sal Tónlistarskólans. Leikskólanemendur úr öllum leikskólum Garðabæjar hafa skráð sig til leiks en nú verður tónleikum frestað þartil í nóv/desember og hefur komið til tals að tónlistarmenn flytji jóladagskrá í stað Krummasögu.
Gunnar Helgason rithöfundur sem hitta átti nemendur í 8. og 9. bekk í október frestar dagskránni þartil í nóvember nk.
Af Hrekkjavökujazz í nóvember fyrir 1.-4. bekkinga verður vonandi sem og rafóperu þann 2. nóvember fyrir 10. bekkinga.
Menningarfulltrúi kom að undirbúningi á efni fyrir leikskólanema sem sýnt verður í öllum leikskólum í forvarnarvikunni en um rafrænt efni er að ræða.
|
|
|
|
|
|
4. 2010044 - Fjölskyldudagskrá haust 20 |
Sagt frá fyrirhugaðri dagskrá fyrir fjölskyldur sem frestast sökum samkomubanns. Af dagskrá í nóvember og desember verður vonandi en gert er ráð fyrir dagskrá sem hæfir allri fjölskyldunni, er skapandi og skemmtileg. Aðventudagskrá 2020 færi fram utandyra á Garðatorgi í formi jólatrésskemmtunnar með jólasveinum og skemmtiatriðum; í formi skapandi smiðja í Hönnunarsafni og föndurs á Bókasafni; í Kirkjuhvoli þar sem jólatónleikar með leikrænu ívafi færu fram og þjóðlegri dagskrá í Króki með sögustund, föndri og veitingum í skemmu. |
|
|
|
5. 2010045 - Tónlistarveisla í skammdeginu 2020 |
Fyrirhugað er að halda jazztónleika dagana 12.-15. nóvember þar sem m.a. yrðu tónleikar í Hönnunarsafni Íslands, í Kirkjuhvoli og Jónshúsi. Klassískir tónlistarmenn kæmu fram í Kirkjuhvoli t.d. bæjarlistamaður Bjarni Thor Kristinsson sem mundi flytja dagskrá og segja frá ferli sínum. Auk þess væri eðlilegt að stefna að einum tónleikum með hljóðfæraleikurum og einum með popptónlistarmönnum. |
|
|
|
6. 2009306 - Tillaga að undirbúningi íþróttahátíðar og menningarhátíðar í fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri |
Formaður skýrði frá samþykkt bæjarstjórnar þann 17. september sl. um að hafinn verði undirbúningur að íþróttahátíð og menningarhátíð á vormánuðum 2022 í fjölnota íþróttahúsinu í Vetrarmýri. Íþrótta- og tómstundaráði og menningar- og safnanefnd er falið að hafa umsjón með undirbúningi hátíðanna.
Vísað til áframhaldandi umfjöllunar á næsta fundi.
|
|
|
|
7. 2008671 - Önnur mál menningarmála |
Tónlistarklasi í Garðabæ: Skýrt frá fyrstu skrefum í undirbúningsvinnu en formaður og menningarfulltrúi hittu formann skólanefndar TG og skólastjóra TG um málið þann 22. september s.l. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45. |