Fundargerðir

Til baka Prenta
Menningar- og safnanefnd Garðabæjar
24. fundur
05.10.2020 kl. 16:00 kom menningar- og safnanefnd Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Bjarndís Lárusdóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Ólöf Hulda Breiðfjörð menningarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2010043 - Fjármál menningarmála haust 2020 og fjárhagsáætlun 2021
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri Garðabæjar, fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2021.
Fjármálastjóri fór einnig yfir fjárhagsstöðu málaflokksins menningarmál í lok september 2020.

 
Gestir
Lúðvík Hjalti Jónsson - 16:00
2. 2008540 - Vinnuaðstaða í Króki veturinn 2020-2021
Tvær umsóknir um vinnuaðstöðu í Króki bárust í kjölfar auglýsingar.

Samþykkt að Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur og rithöfundur fái vinnuaðstöðu í Króki frá október til desember 2020 til ritstarfa og að Bjarney Ólafsdóttir ljósmyndari og rithöfundur dvelji í Króki í apríl og maí 2021 við textaskrif og undirbúning ljósmyndasýningar.
Bryndis Curriculum Vitae.pdf
Umsókn um vinnuaðstöðu í Króki.pdf
Umsókn um vinnuaðstöðu í Króki.pdf
BJARGEY CV-a´gu´st-isl-2020.pdf
3. 2008518 - Skóladagskrá, yfirferð.
2008518 - Skóladagskrá,yfirferð.
Nemendur í 5. - 7. bekk hafa nú sótt Hönnunarsafnið í leiðsögn og smiðju og er mikil ánægja meðal nemenda og kennara. Hlé verður gert á fyrirhuguðum heimsóknum skólahópa í október vegna samkomutakmarkana af völdum Covid-19 en sýningin 100% ull sem fræðslan hverfist um stendur til 15. nóvember nk.

Tveir tónleikar með Dúó Stemmu fóru fram þann 2. október í sal Tónlistarskólans. Leikskólanemendur úr öllum leikskólum Garðabæjar hafa skráð sig til leiks en nú verður tónleikum frestað þartil í nóv/desember og hefur komið til tals að tónlistarmenn flytji jóladagskrá í stað Krummasögu.

Gunnar Helgason rithöfundur sem hitta átti nemendur í 8. og 9. bekk í október frestar dagskránni þartil í nóvember nk.

Af Hrekkjavökujazz í nóvember fyrir 1.-4. bekkinga verður vonandi sem og rafóperu þann 2. nóvember fyrir 10. bekkinga.

Menningarfulltrúi kom að undirbúningi á efni fyrir leikskólanema sem sýnt verður í öllum leikskólum í forvarnarvikunni en um rafrænt efni er að ræða.


Skólahópar í september og byrjun október 2020.pdf
4. 2010044 - Fjölskyldudagskrá haust 20
Sagt frá fyrirhugaðri dagskrá fyrir fjölskyldur sem frestast sökum samkomubanns. Af dagskrá í nóvember og desember verður vonandi en gert er ráð fyrir dagskrá sem hæfir allri fjölskyldunni, er skapandi og skemmtileg. Aðventudagskrá 2020 færi fram utandyra á Garðatorgi í formi jólatrésskemmtunnar með jólasveinum og skemmtiatriðum; í formi skapandi smiðja í Hönnunarsafni og föndurs á Bókasafni; í Kirkjuhvoli þar sem jólatónleikar með leikrænu ívafi færu fram og þjóðlegri dagskrá í Króki með sögustund, föndri og veitingum í skemmu.
5. 2010045 - Tónlistarveisla í skammdeginu 2020
Fyrirhugað er að halda jazztónleika dagana 12.-15. nóvember þar sem m.a. yrðu tónleikar í Hönnunarsafni Íslands, í Kirkjuhvoli og Jónshúsi. Klassískir tónlistarmenn kæmu fram í Kirkjuhvoli t.d. bæjarlistamaður Bjarni Thor Kristinsson sem mundi flytja dagskrá og segja frá ferli sínum. Auk þess væri eðlilegt að stefna að einum tónleikum með hljóðfæraleikurum og einum með popptónlistarmönnum.
6. 2009306 - Tillaga að undirbúningi íþróttahátíðar og menningarhátíðar í fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri
Formaður skýrði frá samþykkt bæjarstjórnar þann 17. september sl. um að hafinn verði undirbúningur að íþróttahátíð og menningarhátíð á vormánuðum 2022 í fjölnota íþróttahúsinu í Vetrarmýri. Íþrótta- og tómstundaráði og menningar- og safnanefnd er falið að hafa umsjón með undirbúningi hátíðanna.

Vísað til áframhaldandi umfjöllunar á næsta fundi.
7. 2008671 - Önnur mál menningarmála
Tónlistarklasi í Garðabæ: Skýrt frá fyrstu skrefum í undirbúningsvinnu en formaður og menningarfulltrúi hittu formann skólanefndar TG og skólastjóra TG um málið þann 22. september s.l.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).