1. 2506291 - N-Eyvindarstaðir-Aust - Fyrirspurn til umhverfissviðs |
Lögð fram fyrispurn eiganda Norður-Eyvindarstaða um lóð við Akurgerði sem er skilgreind sem einbýlishúslóð í deiliskipulagi Túnahverfis með heitinu Hátún 8. Á lóðinni stendur fjós sem er byggt árið 1932 og er skráð sem sameign Akurgerðis og Norður-Eyvindastaða. Fjósið hefur verið nýtt sem vélaskemma. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að lóðin sé stofnuð og færð inn í fasteignaskráningu að undangenginni meðferð merkjalýsingar. Mæliblað lóðarinnar og aðliggjandi lóða sem byggja á deiliskipulagi þarf að liggja fyrir. |
|
|
2. 2505511 - Asparholt 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi, ásamt samþykki eigenda Asparholts 7, 11 og 13 sem eru í sömu raðhúslengju. Gert er ráð fyrir sólskála á jarðhæð undir svölum annarar hæðar. Viðbyggingin nær lítillega út fyrir ytri byggingarreit og breidd hennar er rétt rúmlega helmingur húshliðar. Sjá grein 3.2. í skilmálum deiliskipulagsins "Breiðamýri og norðanvert Sviðholt". Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað byggingarreit og breidd viðbyggingar varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022. |
|
|
3. 2503139 - Hegranes 29 - breyting á svölum - Fyrirspurn til umhverfissviðs |
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulag Arnarness að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust og tillagan skoðast því samþykkt. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022. |
|
|
4. 2507052 - Hagaflöt 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi. Skipulagsstjóri vísar uppdrætti til kynningar hjá þeim sem athugasemd gerðu við tillögu að breytingu deiliskipulags árið 2023. |
|
|
5. 2506512 - Þorraholt 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Lagðir fram aðaluppdrættir fjölbýlishússins Þorraholt 3 sem fylgja umsókn um byggingarleyfi ásamt lóðaruppdrætti og umsögn deiliskipulagshöfundar. Uppdrættir eru í samræmi við ákvæði deiliskipulags en gólfkóti kjallara er 7 cm lægri en uppgefin hæð á hæðarblaði. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað gólfkóta kjallara varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022. |
|
|
6. 2505346 - Þorraholt 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Lagðir fram aðaluppdrættir fjölbýlishússins Þorraholt 5 sem fylgja umsókn um byggingarleyfi ásamt lóðaruppdrætti og umsögn deiliskipulagshöfundar. Uppdrættir eru í samræmi við ákvæði deiliskipulags en gólfkóti kjallara er 10 cm hærri en uppgefin hæð á hæðarblaði og nýtingarhlutfall er 0.96 en er heimilað 0.9. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað gólfkóta kjallara og nýtingarhlutfall varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
7. 2506441 - Vorbraut 16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Lagðir fram aðaluppdrættir fjölbýlishússins Vorbraut 16 sem fylgja umsókn um byggingarleyfi ásamt lóðaruppdrætti og umsögn deiliskipulagshöfundar. Uppdrættir eru í samræmi við ákvæði deiliskipulags en flatarmál kjallara er 57,9 m2 meira en heimilað er en flatarmál ofanjarðar er 6 m2 undir heimild. Kjallari fer 2 metra út fyrir byggingareit á baklóð. Nýtingarhlutfall lóðar er 1.52 en deiliskipulag heimilar 1.5. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað nýtingarhlutfall, flatarmál kjallara og byggingareit kjallara varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022. |
|
|
8. 2507083 - Víkurgata 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Lögð fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum einbýlishússins Víkurgötu 15, ásamt umsögn skipulagshöfundar. Óskað er eftir heimild til að koma fyrir tæknirými/útigeymslu ásamt óuppfylltu rými neðanjarðar undir bílastæðum. Um er að ræða rými utan byggingarreits. Tæknirýmið/ geymslan er ekki sýnilegt frá götu og hún er ekki nær lóðarmörkum að Víkurgötu 13 en 1 metri. Fordæmi eru fyrir sambærilegri útfærslu innan deiliskipulagssvæðis Urriðaholts vesturhluta. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað tæknirými og geymslu varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
9. 2505226 - Víkurgata 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna framkvæmda á lóð við Víkurgötu 21. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti enda hefur þeim verið breytt eftir samráð við lóðarhafa og hönnuð. |
|
|
10. 2506417 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 - Landnotkunarheimildir við Hringbraut - ósk um umsögn |
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 sem nær til landnotkunarheimilda við Hringbraut. Skipulagsstjóri Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillöguna. |
|
|
11. 2506615 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar, Krýsuvík - rannsóknarborholur - Umsögn |
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Hafnarfjarðar sem nær til vegna rannsóknaborhola í Krýsuvík ásamt skipulagslýsingu og matslýsingu sem og vinnslutillaga deiliskipulags. Skipulagsstjóri Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillögurnar. |
|
|
12. 2506617 - Krýsuvík, rannsóknarborholur lýsing deiliskipulag - ósk um umsögn |
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Hafnarfjarðar sem nær til vegna rannsóknaborhola í Krýsuvík ásamt skipulagslýsingu og matslýsingu sem og vinnslutillaga deiliskipulags. Skipulagsstjóri Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillögurnar. |
|
|