Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
23. (2030). fundur
28.06.2022 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2205417 - Samantekt um nokkur atriði er varða starfshætti fastanefnda bæjarstjórnar.
Lögð fram samantekt um nokkur atriði er varða starfshætti nefnda. Samantektin hefur verið send öllum nefndarfulltrúum ásamt tilkynningu um kosningu fulltrúa í fastanefndir bæjarstjórnar.
2. 2206280 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi byggingarleyfi fyrir færanlegum kennslustofum að Spítalavegi 13.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar að veita Bak-Hjöllum ehf. leyfi fyrir staðsetningu á færanlegum kennslustofum á lóðinni við Spítalaveg 13. Deiliskipulag hefur ekki verið samþykkt fyrir svæðið en umsóknin er í samræmi við landnotkun. Skipulagsnefnd fellur frá grenndarkynningu í samræmi við 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að framkvæmdin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og Garðabæjar.
3. 2206280 - Spítalavegur 13A - leyfi fyrir staðsetningu færanlegra kennslustofa
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Bak Hjöllum ehf., kt. 480609-1150, leyfi til að staðsetja færanlegar kennslustofur á lóðinni að Spítalaveg 13.
4. 2205488 - Hraunhólar 8 A - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Margréti Arngrímsdóttur, kt. 060878-4559, leyfi til að byggja einbýlishús á nýrri lóð að Hraunhólum 8A.

5. 2112324 - Afgreiðsla skipulagsstjóra varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga Urriðaholts vegna lóðarinnar viða Grímsgötu 2-4.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsstjóra um óverulega breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Grímsgötu 2-4, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerði ráð fyrir hljóðvarnarvegg 1,3 metra á hæð meðfram Urriðaholtsstræti ofan við lóðina við Grímsgötu 2-4. Tillagan var grenndarkynnt og barst athugasemd frá íbúa við Urriðaholtsstræti 28. Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsstjóra um að taka tillit til athugasemdarinnar og lækka vegginn úr 1,3 m í 1,0 m.
Samþykkt tillaga um deiliskipulagsbreytingu skal send Skipulagsstofnun og auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda.

6. 2111148 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Flata vegna lóðarinnar við Lindarflöt 41.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar um óverulega breytingu á deiliskipulagi Flata vegna lóðarinnar við Lindarflöt 41, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan var grenndarkynnt og barst athugasemd frá nágranna. Umsækjandi hefur gert breytingar á tillögunni sem nágranni hefur fallist á. Tillagan er samþykkt með þeirri breytingu.
Samþykkt tillaga um deiliskipulagsbreytingu skal send Skipulagsstofnun og auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda.
7. 2206175 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi framkvæmdaleyfi fyrir lagningu stígs í friðlandi umhverfis Búrfell.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar að veita Umhverfisstofnun framkvæmdaleyfi samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna stígagerðar í friðlandi umhverfis Búrfell. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála fyrir friðlandið.
8. 2206276 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Akra vegna biðstöðvar strætisvagna við Bæjarbraut.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Akra sem gerir ráð fyrir biðstöð strætisvagna við Bæjarbraut á móts við Maltakur 7 og 9. Grenndarkynna skal tillöguna íbúum og eigendum að Rúgakri 1 og Maltakri 7 og 9.
9. 2102344 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsögn um byggingarleyfi að Hraunhólum 5.
Lögð fram afgreiðsla skipulagsnefndar þar sem fram kemur að nefndin telur að umsókn um byggingarleyfi vegna útfærslu lóðar og staðsetningar stoðveggja á lóðinni við Hraunhóla 5 falli innan skilmála deiliskipulags.
10. 1804300 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi framkvæmdaleyfi vegna sjóvarnargarða á Álftanesi.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna framlengingar sjóvarnargarðs í vestur í sunnanverði Helguvík. Um er að ræða friðlýst svæði sem fólkvangur og liggur fyrir leyfi Umhverfisstofnunar með skilyrðum, sbr. bréf, dags. 20. júní 2022. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála.
11. 2110166 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar vegna breytinga á landnotkunarreitum deiliskipulagssvæðis 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts.
Bæjarráð samþykkir samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 36. gr. laganna tillögu skipulagsnefndar um breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 er nær til svæðis í norðurhlíðum Urriðaholts. Um er að ræða eftirfarandi breytingar á landnotkunarreitum. Reitur 5.04 Vþ (8 ha) minnkar og rennur saman við 5.08 (1,6) Vþ og kallast eftir breytingu 5.04 Vþ (3,5 ha). Heildarminnkun á svæði sem ætlað er fyrir verslun og þjónustu er um 6,1 ha. Ákvæði breytast þannig að gert verður ráð fyrir að atvinnuhúsnæði á reitnum næst gatnamótum Urriðaholtsstrætis og Holtsvegar en íbúðarbyggð eða atvinnuhúsnæði fjær gatnamótunum til austurs. Reitur 5.05 Íb stækkar til norðvesturs úr 57,3 ha í 63,4 ha eða um 6,1 ha. Tillagan var auglýst og bárust engar athugasemdir. Umsagnir umsagnaraðila liggja fyrir en þær gefa ekki tilefni til breytinga á tillögunni.
12. 2105343 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Urriðaholtsstræti 9.
Lögð fram tillaga skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Urriðaholtsstræti 9, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga. Engar athugasemdir bárust.

Í tillögunni felast eftirfarandi breytingar. Landnotkun breytist úr verslun- og þjónustu í íbúðir fyrir 50 ára og eldri, kvaðir eru settar um sameiginleg rými. Gert verður ráð fyrir 80 íbúðum, 24 íbúðir undir 90 m2 og 56 íbúðir yfir 90 m2. Almennir skipulagsskilmálar fyrir íbúðir í 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts gilda fyrir lóðina eftir breytingu. Lóðarmörk Urriðaholtsstrætis 7 og 9 og lóðarörk spennistöðvar breytast. Byggingarreitur hliðrast og breytist. Byggingarreitur er brotinn upp og myndaðar sjónlínur milli byggingarhluta. Salarhæðir og hæðafjöldi byggingar breytist og hámarkshæð húss breytist lítillega. Hámarkshæð tveggja inngangseininga lækkar, hámarkshæð einnar einingar er óbreytt en hámarkshæð inngangseiningar næst Lautargötu hækkar um 0,8 m. Byggingarmagn á lóðinni minnkar. Bílastæðum á lóð fækkar til samræmis við breytta landnotkun. Aðkoma að bílakjallara breytist. Krafa er gerð um grasstæði næst Urriðaholtsstræti. Aðkomugata færist lítillega til vesturs en tenging við Urriðaholtsstræti helst óbreytt.

Tillagan kemur til samþykktar þegar fyrir liggur staðfest samþykkt á tillögu um breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar vegna breytinga á landnotkunarreitum deiliskipulagssvæðis 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts, sbr. 10. tl., fundargerðar bæjarráðs. (Mál nr. 2110166)
13. 2206336 - Ákvæði skipulagslaga um endurskoðun aðalskipulags í upphafi kjörtímabils.
Í ákvæði 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kemur fram að sveitarstjórnum beri að loknum sveitarstjórnarkosningum að meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins.

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.

14. 2206246 - Ákvæði sveitarstjórnarlaga um endurskoðun siðareglna í uppafi kjörtímabils.
Í 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2010 kemur fram að þar sem siðareglur eru í gildi skuli ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða þær.

Í gildi eru siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Garðabæ sem samþykktar voru í bæjarstjórn 6. febrúar 2014.

Bæjarráð samþykkir að fram fari endurskoðun á siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Garðabæ og vísar málinu til undirbúnings hjá bæjarstjóra.
15. 2206359 - Drög að erindisbréfi fyrir neyðarstjórn Garðabæjar.
Lögð fram drög endurskoðuðu erindisbréfi fyrir neyðarstjórn Garðabæjar.

Bæjarráð samþykkir endurskoðað erindisbréf fyrir neyðarstjórn Garðabæjar.
16. 2112010 - Reglur um leyfi starfsmanna Garðabæjar vegna þátttöku í íþróttamótum án skerðingar launa.
Bæjarráð samþykkir reglur um leyfi starfsmanna Garðabæjar vegna þátttöku í íþróttamótum án skerðingar launa með þeirri breytingu að í kaflann "Þátttaka í íþróttamótum á vegum aðildarsamtaka ÍSÍ komi".

„Leyfi þetta takmarkast við leikmenn, fararstjóra og þjálfara vegna þátttöku í Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum, Norðurlandamótum og landskeppni og er þá ekki átt við æfingaleiki og æfingaferðir.“

Reglurnar skulu endurskoðaðar innan fjögurra ára.
17. 2206333 - Erindi frá innviðaráðuneytinu varðandi endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu, dags. 20.06.22.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hlutast til um að svara ráðuneytinu. Svarfrestur var upphaflega til 11. júlí en hefur verið framlengdur til 31. júlí nk.
Endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landskipulagsstefnu 2015 - 2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu.pdf
18. 2205177 - Samantekt á styttingu dagvinnu hjá grunnskólakennurum.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir samantekt á styttingu dagvinnu hjá kennurum í grunnskólum Garðabæjar að undanskildum kennurum Flataskóla en samantekt fyrir kennara skólans mun liggja fyrir síðar.

Tillögurnar hafa verið samþykktar hjá kennurum í viðkomandi skólum og innleiðingarteymi Garðabæjar gerir ekki athugasemdir við þær.

Bæjarráð staðfestir samþykktar tillögur um styttingu dagvinnu hjá grunnskólakennurum.

19. 2205177 - Ályktun kennara Tónlistarskóla Garðabæjar varðandi styttingu dagvinnu.
Lögð fram.
20. 2206379 - Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi ársreikning Garðabæjar árið 2021, dags. 22.06.22.
Lagt fram.
Bréf frá EFS til sveitarstjórnar vegna ársreiknings 2021.pdf
21. 2206380 - Árskýrsla Persónuverndar 2021.
Lögð fram.
22. 2102515 - Tilboð í skólamáltíðir í grunn- og leikskólum Garðabæjar 2022-2026.
Eftirfarandi tilboð eru lögð fram að nýju í skólamáltíðir í grunn- og leikskólum Garðabæjar 2022 -2026


Magn Umhverfisvaktin Matartíminn Skólamatur
Skóli Verð kr. Verð kr. Verð kr.
Flataskóli 310 284.890 264.430 265.050
Garðaskóli 490 377.790 418.950
Sjálandsskóli 415 381.385 333.660 354.825
Hofsstaðaskóli 300 275.700 270.300 256.500
Álftanesskóli 200 193.000 171.000
Urriðaholtsskóli 150 144.750 138.000
Leikskóli Urriðah.sk. 120 135.360 151.440
Samtals Urriðah. sk 280.110 289.440
Mánahvoll - 60 60.780 74.520
Sunnuhvoll - 27 58.050 52.434
Bæjarból - 79 89.507 98.118

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór nánar yfir tilboðin gerði m.a. grein fyrir niðurstöðum skoðunar næringarfræðings á matseðlum. Niðurstaðan er að Matartíminn (Sölufélag garðyrkjumanna) og Skólamatur uppfylli þau skilyrði sem sett voru fram í útboðs- og verklýsingu verkkaupa.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Matartíma í máltíðir fyrir eftirfarandi skóla.

Flataskóla, Garðaskóla, Sjálandsskóla, Urriðaholtsskóla, Leikskólann Mánahvol og Leikskólann Bæjarból.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Skólamats í máltíðir fyrir eftirfarandi skóla.

Hofsstaðaskóla, Álftanesskóla og Leikskólann Sunnuhvol.

Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra fræðslu og menningarsviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
23. 2206390 - Bréf Landverndar og Fuglaverndar varðandi efnislosun á Álftanesi, dags. 23.06.22.
Deildarstjóri umhverfis- og framkvæmda gerði grein fyrir fyrirkomulagi á efnislosun vegna framkvæmda á Álftanesi. Fram kom að haft var samráð við fuglafræðing varðandi framkvæmdina í þeim tilgangi að vernda varpsvæði fugla. Fuglavernd og Landvernd voru upplýst um málið á sínum tíma.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu.
Bréf til bæjarstjórnar Garðabæjar júní 2022.pdf
24. 2206404 - Tilkynning frá félags- og vinnumarkaðs ráðuneytinu varðandi hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir næstu sjö mánuði ársins 2022, dags. 23.06.22.
Lögð fram tilkynning frá félags- og vinnumarkaðs ráðuneytinu varðandi hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir næstu sjö mánuði ársins 2022

Bæjarráð samþykkir að hækka viðmið um hámark sérstaks húsnæðisstuðnings samkvæmt 4. gr. reglna Garðabæjar um sérstakan húsnæðisstuðning úr kr. 82.000 í kr. 90.200.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).