Fundargerðir

Til baka Prenta
afgreiðslufundir skipulagsstjóra
7. fundur
25.06.2020 kl. 11:30 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfræðingur. Anna María Guðmundsdóttir . Eysteinn Haraldsson . Sólveig Helga Jóhannsdóttir .

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2006307 - Litlabæjarvör 17 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðar fram teikningar sem fylgja byggingarleyfisumsókn. Hámarkshæð er 4,4 m og hæð lægri hluta er 3,7. Í fyrirspurn til skipulagsstjóra sem svarað var með tölvupósti 3.júní voru umræddar hæðir 20 cm lægri. Því var svarað að skipulagsstjóri teldi eðlilegt að miða við vegghæð 3,5 metrar. Vísað var til ákvæða um 5 metra mænishæðar í deiliskipulagi og markmiðs deiliskipulagsins að laga skuli nýja byggð að núverandi byggð. ´Sjá einnig bókun á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 15.júní sl. um Bjarnarstaðavör 2A.
Tillögu vísað til umfjöllunar í skipulagsnefnd.
2. 2005371 - Sveinskotsvör 6 - Umsókn um byggingarleyfi
Með vísan í afgreiðslu skipulagsnefndar 4.apríl síðastliðinn um byggingarleyfisumsókn að Litlubæjarvör 19 gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að þakskyggni nái út fyrir byggingarreit. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
3. 2003173 - Haukanes 24 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðar fram nýjar aðalteikningar íbúðarhúss sem hefur verið breytt frá eldri teikningum. Þak er nú óuppbrotið og hæð þess 12,67 í stað 12,47 og 11,47.
Skipulagsstjóri bendir á að ef þak hússins er flatt og án uppbrots skal miða við 4 metra hæð yfir gólfkóta sem er 8,2 sbr. núverandi hús. Ef þak er uppbrotið er hægt að miða við rishæð sem er 5 metrar. Í deiliskipulagi er kveðið á um 1 m rishæð yfir hámarkshæð. Það er matsatriði hve stór hluti þakflatar í uppbrotnu þaki geti farið upp í rishæð. Það er mat skipulagsstóra að fyrri útfærsla hússins hafi verið með hæfilega uppbrotið þak. Ef umsækjandi óskar eftir því að leggja fram hinar breyttu teikningar þarf að óska eftir deiliskipulagsbreytingu.
4. 2006486 - Kinnargata 39 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram fyrirspurn hönnuðar um gólfkóta parhússins. Fyrirspurn vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).