Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
35. (1943). fundur
08.09.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2001444 - COVID19 - hættustig almannavarna.
Bæjarstjóri sagði frá fundi almannavarna sl. föstudag og fór nánar yfir helstu áherslur sem fram komu á fundinum. Farið var yfir kynningarefni frá fundinum. Nýjar reglur um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tóku gildi í gær. Þar sem m.a. er kveðið á um að fjöldatakmörkun hækki úr 100 í 200 og nálægðartakmörkun breytist úr 2 metrum í 1 metra.

Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi sat fund bæjarráðs undir dagskrárliðum 1, 2 og 3.
2. 2005424 - COVID19 - eftirfylgni með stöðu barna.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálastjóri gerðu grein fyrir störfum starfshóps sem skipaður var samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar frá 7. maí sl. til að styðja við aðgerðir Garðabæjar til að tryggja eftirfylgni með stöðu barna. Starfshópurinn hefur komið saman þrisvar sinnum og hefur fylgst með fjölmörgum atriðum er varðar stöðu barna. Sérstaklega hefur verið fylgst með líðan barna sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður og börnum af erlendum uppruna. Fulltrúar í starfshópnum hittast reglulega utan hefðbundinna funda og
eru í góðu samstarfi við skólastjórnendur, forstöðumenn félagsmiðstöðva, forsvarmenn frjálsra félaga o.fl.
Verið er að móta tillögur um götuvakt þar sem fylgst verður með hópamyndun o.fl. Í því sambandi hefur verið rætt um samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
3. 2006130 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2021 (2021-2024) - forsendur.
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri kom á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir forsendum og vinnuferlum vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2021 (2021-2024). Fjárhagsáætlun verður lögð fram í bæjarráði 27. október 2020 og tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn 5. nóvember 2020. Síðari umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð 3. desember 2020. Bæjarráð samþykkir forsendur og verkferla fjárhagsáætlunar 2021-2024.
4. 2009055 - Bréf IOGT um neikvæð áhrif áfengis, dags. 24.08.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til kynningar í íþrótta- og tómstundaráði, fjölskylduráði og ungmennaráði.
Bæklingur 2.0 um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.pdf
Áfengi og COVID-19: Það sem þú þarft að vita..pdf
5. 2006153 - Erindi Lækjakórs um heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir Sveinskots-reit, dags. 03.09.20.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Sveinskot_skipulagslýsing_20200903.pdf
6. 2008639 - Bréf Styrktarsjóðs Garðasóknar varðandi ársreikning 2019, dags. 01.09.20.
Lagt fram.

Ingvar Arnarson, lagði fram eftirfarandi bókun:

„Garðabæjarlistinn telur það skjóta skökku við að styrktarsjóður Garðasóknar hafi fjárveitingarvald úr bæjarsjóði. Samkvæmt samþykktum sjóðsins hefur bæjarsjóður Garðabæjar skuldbundið sig til að jafna árlegt framlag Garðasóknar. Að auki er sérstakt að gefa sjóð, sem stendur í 20 milljónum og ávaxtaði fé sitt um ca. 1,4 milljónir á milli ára, 1,6 milljónir af skattpeningum Garðbæinga. Við teljum þeim peningum betur varið í að styrkja félagsþjónustu bæjarins.“
Styrktarsjóður Garðasóknar ársreikn 2019 17082020.pdf
Beiðni um árlegt framlag bæjarsjóðs til Styrktarsjóðs Garðasóknar.pdf
7. 2007276 - Afgreiðsla íþrótta- og tómstundaráðs um styrk til tveggja almenningsíþróttaviðburða.
Bæjarráð staðfestir samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs um að veita styrk að fjárhæð kr. 200.000 vegna tveggja almenningsíþróttaviðburða, fjallahjólakeppni og hlaupakeppninni Eldslóðin. Styrkurinn er veittur með því skilyrði að hann fari til að greiða þóknun til frjálsra félaga eða samtaka innan Garðabæjar sem aðstoða við framkvæmd viðburðanna.
8. 2009050 - Erindi Alþjóða Geðheilbrigðisdagsins um styrk, dags. 01.09.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu bæjarstjóra.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).