Fundargerðir

Til baka Prenta
Leikskólanefnd Garðabæjar
19. fundur
18.11.2020 kl. 08:30 kom leikskólanefnd Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Kristjana F Sigursteinsdóttir aðalmaður, María Guðjónsdóttir aðalmaður, Torfi Geir Símonarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Valborg Ösp Á. Warén aðalmaður, Halldóra Pétursdóttir leikskólafulltrúi, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Kristín Valgarðsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Benedikt D. Valdez Stefánsson fulltrúi foreldra, Kristín Þóra Garðarsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Fundargerð ritaði: Halldóra Pétursdóttir leikskólafulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2010038 - starfsáætlanir leikskóla 2020- 2021
Starfsáætlanir leikskóla voru lagðar fram til umfjöllunar.
Garðabæjarlisti bókar eftirfarandi. Það skýtur skökku við í ljósi umræðunnar að undaförnu þegar farið er yfir þau verkfæri sem leikskólar Garðabæjar búa yfir og nýta sér í starfi að sjá hvergi getið í starfs- eða matsáætlunum leikskólanna t.d. samstarfsverkefnið Velferð barna í Garðabæ. Samvinnuverkefnið Velferð barna í Garðabæ er verkefni sem stuðlar að samvinnu allra skólastofnanna, íþrótta og tómstundafélaga um heildstæða stefnu er varðar jafnrétti, kynheilbrigði og velferð barna.
Garðabæjarlistinn leggur til að gerð verði athugun meðal skólastjórnenda hvaða aðferðum er beitt til að auka öryggi og velferð barna í skólastarfinu og þá hvernig þessi verkfæri/verkefni eru nýtt og beitt í starfi. Niðurstöðurnar verði ræddar á næsta fundi leikskólanefndar.

Meirihlutinn vill árétta að Velferð barna er samvinnuverkefni þvert á allar skólastofnanir, íþrótta- og tómstundafélög í Garðabæ en starfsáætlanir eru til þess að skýra innra starf leikskóla og áherslur þeirra hverju sinni eins og lög um leikskóla kveða á um.
2. 2010211 - COVID19 staðan í leikskólum
Leikskólanefnd var upplýst starfsemi leikskóla vegna áhrifa af COVID 19. Nefndin vill koma á framfæri þakklæti til starfsfólks leikskóla fyrir þeirra störf í faraldrinum.
3. 2011223 - Stuðningur við námsumhverfi leikskóla
Leikskólanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að styðja við innra starf leikskóla til að þeir geti sinnt því lögboðna hlutverki sem þeim ber. Úthlutanir styrkja úr Þróunarsjóði leikskóla eru ríkur þáttur í stuðningi við fagþróun í leikskólum, því er mikilvægt að staðið verði vörð um fjármagn til sjóðsins til að hann geti áfram stutt við innra starf leikskólanna. Leikskólinn hefur sannað sig sem framlínustarfsemi sem mikilvægt er að styðja áfram.
4. 2011222 - Efling á félagsfærin leikskólabarna
Leikskólanefnd var upplýst um framkvæmd vinnu innan leikskóla til að efla félagsfærni hjá börnum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).