1. 2408525 - Árshlutauppgjör Garðabæjar 30.06.2024. |
Á fundi bæjarráðs mætti Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og gerði grein fyrir árshlutauppgjöri Garðabæjar fyrir tímabilið janúar - júní 2024. Niðurstaða A og B hluta fyrir tímabilið er í þ.kr.: Rekstrartekjur 14.298.680. Rekstrargjöld 11.930.404. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir 2.368.276. Afskriftir (883.260). Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og gjalda 1.485.016. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld (1.391.890). Rekstrarniðurstaða er jákvæð 93.126.
Fjármálastjóri lagði fram minnisblað með skýringum og upplýsingum.
|
|
|
|
2. 2304350 - Samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppfærslu samgöngusáttmála frá árinu 2019 og samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald. |
Umræðum um uppfærslu samgöngusáttmála framhaldið, frá fundi bæjarráðs 27. ágúst 2024. Bæjarráð samþykkir að vísa samkomulaginu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
|
|
|
|
3. 2408576 - Minnisblað sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs um tölvubúnað Garðabæjar, dags. 29. ágúst 2024. |
Sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs fór yfir minnisblað um tölvubúnað Garðabæjar. Fræðslu- og menningarsvið setur sér markmið varðandi tölvubúnað fyrir skólastigin. Þróunar- og þjónustusvið setur samskonar markmið fyrir starfsmenn bæjarins og aldur búnaðar, þannig að hann uppfylli öryggis- og gæðakröfur. Lagt er til að endurnýjunarþörf verði mætt með því að forgangsraða búnaði fyrir börn. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja framlag að fjárhæð kr. 40.212.000, sem viðauka við fjárhagsáætlun 2024, samkvæmt 2.mgr. 63.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
|
|
|
|
4. 2305173 - Keldugata 5 - Umsókn um byggingarleyfi |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Björgvini Guðbjörnssyni, kt. 100959-3999, leyfi fyrir breytingu á rými í kjallara. Um er að ræða lagnarými sem verður að geymslu, að Keldugötu 5. |
|
|
|
5. 2402519 - Miðhraun 2 EH - Umsókn um byggingarleyfi |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Eik fasteignafélagi hf., kt. 590902-3730, leyfi fyrir breytingu á innra skipulagi efri hæðar húss að Miðhrauni 2. |
|
|
|
6. 2312042 - Vinastræti 1-3 - Umsókn um byggingarleyfi ( 3. áfangi Urriðaholtsskóli) |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Garðabæ, kt. 570169-6109, leyfi fyrir byggingu 3. áfanga (sem er lokaáfangi) Urriðaholtsskóla, að Vinastræti 1-3. |
|
|
|
7. 2404411 - Vorbraut 37- Umsókn um byggingarleyfi |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vanga V1 ehf., kt. 461123-0740, leyfi til að byggja raðhús á tveimur hæðum að Vorbraut 37. |
|
|
|
8. 2404474 - Vorbraut 39 - Umsókn um byggingarleyfi |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vanga V1 ehf., kt. 461123-0740, leyfi til að byggja raðhús á tveimur hæðum að Vorbraut 39. |
|
|
|
9. 2404491 - Vorbraut 41 - Umsókn um byggingarleyfi |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vanga V1 ehf., kt. 461123-0740, leyfi til að byggja raðhús á tveimur hæðum að Vorbraut 41. |
|
|
|
10. 2404490 - Vorbraut 43 - Umsókn um byggingarleyfi |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vanga V1 ehf., kt. 461123-0740, leyfi til að byggja raðhús á tveimur hæðum að Vorbraut 43. |
|
|
|
11. 2404489 - Vorbraut 45 - Umsókn um byggingarleyfi |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vanga V1 ehf., kt. 461123-0740, leyfi til að byggja raðhús á tveimur hæðum að Vorbraut 45. |
|
|
|
12. 2404488 - Vorbraut 47- Umsókn um byggingarleyfi |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vanga V1 ehf., kt. 461123-0740, leyfi til að byggja raðhús á tveimur hæðum að Vorbraut 47. |
|
|
|
13. 2406834 - Þorraholt 13 - Umsókn um byggingarleyfi |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita ÞG Hnoðraholti ehf., kt. 660124-0470, leyfi til að byggja 4 hús hvert með 4-5 hæðir, auk bílakjallara að Þorraholti 13. |
|
|
|
14. 2403271 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, vegna breytingar á rammahluta Vífilsstaðalands, dags. 29. ágúst 2024. |
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 29. ágúst 2024 að gera þá breytingu á tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030, rammahluta Vífilstaðalands, að ákvæði einstakra reita verði einfölduð hvað varðar fjölda íbúðareininga og fjöldi íbúða á hektara. Einnig að gert verði ráð fyrir að þær tölur sem settar eru fram í töflu um áætlað byggingarmagn og fjölda íbúða geri ráð fyrir ákveðnum slaka, en ákvarðist síðan endanlega í útfærslu deiliskipulags. Breytingartillögunni skal vísað til auglýsingar í samræmi við 3. mgr. 30.gr. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrrgreindum breytingum. Tillagan skal auglýst samhliða tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður. |
|
|
|
15. 2208311 - Afgreiðsla skipulagnefndar vegna tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Búðum, dags. 29. ágúst 2024. |
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 29. ágúst 2024 að endurskoðuðu deiliskipulagi í Búðum (Iðnbúð/Smiðsbúð/Gilsbúð). Í umsögn heilbrigðiseftirlits var bent á að vísað sé í samþykkt Garðabæjar um skilti sem liggi ekki fyrir. Skipulagsnefnd leggur til að texti greinargerðar um skilti verði lagfærður hvað þetta atriði varðar. Aðrir umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemdir við tillöguna. Tillagan, með ofangreindri lagfæringu, verði samþykkt sem deiliskipulag Athafnahverfis í Búðum í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Við gildistöku deiliskipulagsins fellur úr gildi deiliskipulag fyrir iðnaðar- og verslunarlóðir í Búðahverfi (Iðnbúð, Smiðsbúð), samþykkt 1977 og endurskoðað 2004. Einnig fellur út gildi samþykkt deiliskipulag Bæjargils sem náði til Gilsbúðar, samþykkt 1984.
|
|
|
|
16. 2208310 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir Bæjargil, dags. 29. ágúst 2024. |
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 29. ágúst 2024 að endurskoðuðu deiliskipulag fyrir Bæjargil. Í umsögn heilbrigðiseftirlits var lagt til að ákvæði yrði bætt við greinargerð þess efnis að óheimilt sé að hella spilliefnum í regnvatnslagnir til að stuðla að því að gæði vatns í Arnarneslæk verði ekki skert. Skipulagsnefnd lagði til að ákvæði þess efnis verði bætt í fyrsta kafla greinargerðar. Aðrir umsagnaraðila gerðu ekki athugasemdir við tillöguna. Tillagan, með ofangreindri lagfæringu, verði samþykkt sem deiliskipulag Bæjargils í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Við gildistöku deiliskipulagsins fellur út gildi samþykkt deiliskipulag Bæjargils sem náði einnig til Gilsbúðar, samþykkt 1984.
|
|
|
|
17. 2406282 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður, dags. 29. ágúst 2024. |
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 29. ágúst 2024 að vísa til auglýsingar tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður. Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum: - að hámarksfjöldi íbúða í fjölbýlishúsum sunnan Vorbrautar (húsgerð F3) fjölgi úr 12 í 14 í hverju húsi (alls um 16 íbúðir, úr 96 í 112). - að byggingarreitir húsa sunnan Vorbrautar breikki úr 14 m í 15m. - að byggingarreitir bílakjallara breikki úr 17 í 18 m á lóðunum Vorbraut 2,4,6,14 og 16. - að lóðirnar Vorbraut 8, 10 og 12 sameinist í eina lóð með sameiginlegum bílakjallara. - að raðhúseiningum í Útholti fjölgi um eina í hverri lengju (alls 5 einingar) - að raðhúseiningum í Stekkholti fjölgi um eina í hverri raðhúslengju (alls 6 einingar) - að hámarkshæð farsímamastur á lóðinni Vorbraut 6b hækki úr 16 m í 20 m. Tillögunni skal vísað til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.43.gr.og 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Auglýsa skal tillöguna samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til rammahluta Vífilsstaðalands. Breyta þarf breytingaruppdrætti til samræmis við deiliskipulagsbreytingu sem nær til raðhúsa við Vorbraut áður en tillagan verður auglýst. |
|
|
|
18. 2405091 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður, vegna fjölgunar á raðhúsaeiningum við Vorbraut, dags. 29. ágúst 2024. |
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 29. ágúst 2024 að samþykkja tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður, að lokinni auglýsingu. Tillagan gerir ráð fyrir því að raðhúseiningum við Vorbraut verði fjölgað um þrár. Engar athugasemdir bárust. Tillagan er samþykkt sem breyting deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
19. 2311113 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir Hæðir, dags. 29. ágúst 2024. |
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 29. ágúst 2024, að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir Hæðir. Engar athugasemdir bárust að lokinni auglýsingu. Í umsögn heilbrigðiseftirlits er lagt til að ákvæði verði bætt við greinargerð þess efnis að óheimilt sé að hella spilliefnum í regnvatnslagnir til að stuðla að því að gæði vatns í Arnarneslæk sé ekki skert. Skipulagsnefnd leggur til að ákvæði þess efnis sé bætt við fyrsta kafla greinargerðar. Aðrir umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemdir við tillöguna. Tillagan, með ofangreindri lagfæringu verði samþykkt sem deiliskipulag Hæða í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Við gildistöku deiliskipulagsins fellur úr gildi samþykkt deiliskipulags Bæjargils 2. áfanga (Hæðahverfi) samþykkt 1989.
|
|
|
|
20. 2407143 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla innan lögsögu Kópavogsbæjar, dags. 29. ágúst 2024. |
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 29. ágúst 2024, varðandi breytingu deiliskipulags Kjóavalla innan lögsögu Kópavogsbæjar. Deiliskipulagið nær til beggja sveitarfélaga. Tillagan gerir ráð fyrir því að svæði austan Markavegar verði skilgreint sem svæði fyrir garðlönd (skólagarða) og minnkun á lóð fyrir fjarskiptamastur sem staðsett er á sama svæði. Einnig breyting sama deiliskipulags sem nær til lóðar miðlunargeyma við Vatnsendahlíð, en þar er gert ráð fyrir einum miðlunargeymi til viðbótar. Tillagan er samþykkt í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda ekki gerð athugasemd af hálfu Garðbæjar við tillögurnar. |
|
|
|
21. 2408464 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi í tilefni listahátíðar á Garðatorgi |
Lögð fram umsókn Garðabæjar um tímabundið áfengisleyfi að Garðatorgi 1-4 vegna tónleika, sem halda á laugardaginn 12. október 2024. Bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
22. 2408466 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi í tilefni af sjávarútvegssýningu |
Lögð fram umsókn Samhentra Kassagerðar hf. um tímabundið áfengisleyfi á starfsstöð Samhentra Kassagerðar, Suðurhauni 4 í tilefni af Sjávarútvegssýningu, þann 19. september 2024. Bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
23. 2408462 - Tilkynning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu varðandi tillögur um breytingu aðalnámskrá tónlistarskóla í samráðsgátt, dags. 21.08.2024. |
Erindi Mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna breytinga aðalnámskrá tónlistarskóla. Aðalnámskrá tónlistarskóla hefur ekki verið uppfærð um langt skeið. Breytingunum er ætlað að mæta brýnum og breyttum þörfum tónlistarskóla nú, áður en haldið er áfram með heildarendurskoðun á námskránni. Umsagnarfrestur er til 2. október 2024. Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu- og menningarsviðs og umfjöllunar í Skólanefnd Tónlistarskóla Garðabæjar.
|
|
|
|
24. 2402166 - Reglur vegna úthlutunar styrkja til menningarmála |
Bæjarráð samþykkir að framlengja umsóknarfrest, skv. 1.gr. reglna um úthlutun styrkja til menningarstarfsemi í Garðabæ, vegna síðari úthlutunar ársins 2024, fram til 1. október 2024. |
|
|
|
25. 2408560 - Minnisblað umhverfissviðs um dúfnahald í Garðabæ |
Bæjarráð samþykkir að veita Gunnari Þór Sigurðssyni, kt. 240770-4319, tímabundið leyfi til 6 mánaða að staðsetja bréfdúfukofa á opnu svæði sunnan gamla Álftanesvegar, þar sem nú þegar eru staðsettir bréfdúfukofar. Skilyrði fyrir tímabundinni leyfisveitingu til 6 mánaða er góð og snyrtileg umgengni og að farga skuli fuglaúrgangi í lokuðum umbúðum á viðurkenndan förgunarstað.
|
|
|
|
26. 2408580 - Bréf til forráðamanna grunnskólabarna vegna vopna- og hnífaburðar ungmenna, dags. 30.ágúst 2024. |
Bréf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar dags. 30. ágúst 2024, til foreldra/forsjáraðila barna vegna vopnaburðar barna og ungmenna, lagt fram. |
|
|
|
27. 2408558 - Tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi leiðbeiningar varðandi mat á hæfi kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, dags. 27.08.24. |
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 27. ágúst um leiðbeininigar varðandi mat á hæfi kjörinna fulltrúa sveitarstjórna, lagt fram. |
|
|
|