Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra
10. fundur
25.07.2025 kl. 11:30 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi. Guðbjörg Brá Gísladóttir Gestur. Lúðvík Örn Steinarsson Gestur.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2507428 - Ágarður, dsk breyting, lýsing æfingavallar.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Ásgarðs sem gerir ráð fyrir fjórum ljósamöstrum við æfingavöll norðan aðalvallar. Hámarkshæð ljósamastranna er 21,5 metrar og heimilað birtumagn verður 180-300 lux. (til samanburðar eru ljós á aðalvelli 800 lux). Til að tryggja að lýsing trufli ekki íbúðarbyggð í nágrenni við völlinn skulu lampar vera með stefnuvirkri lýsingu með skermingu samskonar og núverandi lýsing aðalvallar.
Skipulagsstjóri metur breytinguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Ásgarðs í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar. Grenndarkynna skal eigendum við Stekkjarflöt.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
2. 2411317 - Betri Garðabær - Bættur stígur og pallar - Vífilsstaðahraun
Lögð fram umsókn Umhverfissviðs Garðabæjar um framkvæmdaleyfi fyrir gerð fjögurra votlendispalla sem brúa skulu dældir í Vífilsstaðahrauni á útivistarstíg (Selstíg). Einnig er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Gunnhildarvörðustígs frá bílastæði við Vífilsstaðalæk að Gunnhildarvörðu á Vífilsstaðahlíð.
Votlendispallar eru samkvæmt framlögðum gögnum í samræmi við deiliskiplags Vífilsstaðahrauns. Stígurinn er í samræmi við deiliskipulags Heiðmerkur og Sandahlíðar.
Skipulagsstjóri samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um jákvæða umsögn Náttúruverndarstofnunar en Selstígur er innan fólkvangs í Garðahrauni efra, Garðahrauni neðra, Vífilsstaðahrauni og Maríuhellum og Gunnhildarvörðustígur er að mestu innan friðlands Vífilsstaðavatns.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar, 2.gr.h, nr.1182/2022.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).