1. 2406050 - Kosning forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta til eins árs. |
Tillaga kom fram um Margréti Bjarnadóttur, sem forseta bæjarstjórnar til eins árs. Tillagan samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum.
Margrét Bjarnadóttir, tók við stjórn fundarins og þakkaði bæjarfulltrúum traustið.
Tillaga kom fram um Gunnar Val Gíslason, sem fyrsta varaforseta. Tillagan samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum.
Tillaga kom fram um Ingvar Arnarson, sem 2. varaforseta. Tillagan samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum. |
|
|
|
2. 2406051 - Kosning 5 fulltrúa í bæjarráð til eins árs. |
Bæjarráð fimm aðalmenn: Aðalmenn: Björg Fenger, formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir, varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson, Ingvar Arnarson og Guðlaugur Kristmundsson.
Áheyrnarfulltrúi: Brynja Dan Gunnarsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi: Hlynur Elías Bæringsson.
Tillagan er samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum. |
|
|
|
3. 2406052 - Kosning eins aðalmanns og varamanns í stjórn Strætó bs. |
Aðalmaður: Hrannar Bragi Eyjólfsson.
Varamaður: Björg Fenger. |
|
|
|
4. 2406053 - Kosning eins aðalmanns og varamanns í stjórn Sorpu bs. |
Aðalmaður: Gunnar Valur Gíslason
Varamaður: Margrét Bjarnadóttir. |
|
|
|
5. 2406057 - Kosning fulltrúa í stefnuráð byggðasamlaga. |
Þorbjörg Þorvaldsdóttir kjörin í stað Söru Daggar Svanhildardóttur. |
|
|
|
6. 2406059 - Kosning fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
Þorbjörg Þorvaldsdóttir kjörin í stað Söru Daggar Svanhildardóttur. |
|
|
|
7. 2405026F - Fundargerð bæjarráðs frá 21/5 ´24. |
Fundargerðin sem er 13. tl. er samþykkt samhljóða. |
|
|
|
8. 2405035F - Fundargerð bæjarráðs frá 28/5 ´24. |
Fundargerðin sem er 6. tl. er samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla mála; |
|
2405296 - Tillaga að breytingu á reglum um greiðslur til forráðamanna barna. |
|
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða reglur um greiðslur til forráðamanna barna. |
|
|
|
|
9. 2405050F - Fundargerð bæjarráðs frá 4/6 ´24. |
Björg Fenger tók til máls og ræddi 5.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2020 vegna svæðis á norðanverðum Arnarneshálsi (3.37 VÞ) og 6.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir norðanverðan Arnarnesháls.
Baldur Ó. Svavarsson tók til máls og ræddi 5.tl., Afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2020 vegna svæðis á norðanverðum Arnarneshálsi (3.37 VÞ) og 6.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir norðanverðan Arnarnesháls.
Gunnar Valur Gíslason tók til máls og ræddi 1.tl., opnun tilboða í byggingarrétt lóða við Kumlamýri, 2.tl. opnun tilboða í byggingarrétt lóða í Prýðahverfi (sunnan gamla Álftanesvegar), 5.tl., Afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2020 vegna svæðis á norðanverðum Arnarneshálsi (3.37 VÞ) og 6.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir norðanverðan Arnarnesháls.
Harpa Þorsteinsdóttir tók til máls og ræddi 5.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2020 vegna svæðis á norðanverðum Arnarneshálsi (3.37 VÞ) og 6.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir norðanverðan Arnarnesháls.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls og ræddi 1.tl., opnun tilboða í byggingarrétt lóða við Kumlamýri, 2.tl. opnun tilboða í byggingarrétt lóða í Prýðahverfi (sunnan gamla Álftanesvegar), 5.tl., Afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2020 vegna svæðis á norðanverðum Arnarneshálsi (3.37 VÞ) og 6.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir norðanverðan Arnarnesháls.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi 5.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2020 vegna svæðis á norðanverðum Arnarneshálsi (3.37 VÞ) og 6.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir norðanverðan Arnarnesháls.
Fundargerðin sem er 15. tl. er samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla mála;
|
|
2110128 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna svæðis á norðanverðum Arnarneshálsi (3.37 VÞ) |
|
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 36. gr. sömu laga tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar sem nær til svæðis á norðanverðum Arnarneshálsi (3.37 VÞ). Tillaga hefur verið kynnt Skipulagsstofnun og fyrir liggur að stofnunin gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 31. gr. enda verði brugðist við athugasemdum við tilgreind atriði. Tillagan hefur verið yfirfarin og breytt til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Tillagan skal auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi fyrir sama svæði.
|
|
|
2110129 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir norðanverðan Arnarnesháls. |
|
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfismatsskýrslu fyrir svæði á norðanverðum Arnarneshálsi samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga. Samkvæmt tillögunni verður byggðin blanda af 3-6 hæða fjölbýlishúsum ásamt atvinnu-, verslunar og/eða þjónustuhúsnæði næst Hafnarfjarðarvegi. Tvær aðkomuleiðir eru að byggðinni, frá Fífuhvammsvegi og um fyrirhuguð undirgöng undir Arnarnesveg frá Akrabraut. Umferðarreikningar sýna að stærsti hluti umferðar að og frá hverfinu verður um Fífuhvammsveg. Fjölbýlishúsabyggð næst Arnarnesvegi og Fífuhvammsvegi er uppbrotin og lagar sig að landhalla og myndar umgjörð um sameiginlega inngarða. Sérstök kennileitisbygging/atvinnuhúsnæði getur orðið allt að 8 hæðir. Til móts við atvinnuhúsnæði fyrir miðju svæðisins er gert ráð fyrir verslunar- og/eða þjónusturými á jarðhæðum í tengslum við miðlægt torg þar sem m.a. er gert ráð fyrir stoppistöð Borgarlínu. Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 500 íbúðum og u.þ.b. 40.000 m2 af verslunar, skrifstofu og þjónusturými. Tillagan skal auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir sama svæði.
|
|
|
2405438 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts varðandi fjölbýlishúsalóðirnar við Vorbraut 8-12. |
|
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts. Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegum bílakjallara fjölbýlishúsanna við Vorbraut 8, 10 og 12 og að byggingarreitur verði breikkaður úr 14 metrum í 15 metra. Grenndarkynna skal tillöguna lóðarhöfum að Vorbraut nr.7, 9, 11, 13 og 15 og Skerpluholts 1, 3, 5 og 7. Við framkvæmd grenndarkynningar skal fyrir liggja til kynningar uppdrættir sem sýna fram á fyrirhugaðan frágang lóðar og lóðarmarka.
|
|
|
2403271 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 fyrir rammahluta Vífilsstaðalands sem felur í sér tilfærslu á fjölda íbúða milli svæða. |
|
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar er varðar rammahluta Vífilsstaðalands verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Einnig skal tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga og svæðisskipulagsnefnd á þeim svæðum þar sem starfandi er slík nefnd. Tillagan skal jafnframt kynnt öðrum sveitarfélögum sem kunna að eiga hagsmuna að gæta vegna skipulagsins. Tillagan gerir ráð fyrir því að fjöldi íbúða í Hnoðraholti norður hækki úr 470-520 í 500-600 en fjöldi íbúða í Hnoðraholti suður lækki úr 700-750 í 600-700. Á miðsvæði í Vetrarmýri fjölgi úr 600-800 íbúðum í 700-900 íbúðir. Á Vífilsstöðum vestur verði gert ráð fyrir 100-200 íbúðum í stað 100.
|
|
|
2405177 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Grímsgötu 6. |
|
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Grímsgötu 6. Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarks byggingarmagn lóðarinnar að Grímsgötu 6 aukist um 60 m2. Grenndarkynna skal tillöguna lóðarhöfum og eigendum íbúða að Grímsgötu 2, 4 og 8 og Vörðugötu 2.
|
|
|
|
|
10. 2405027F - Fundargerð leikskólanefndar frá 22/5 ´24. |
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
11. 2405018F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 16/5 ´24. |
Gunnar Valur Gíslason tók til máls og ræddi 1.tl., Jazzþorpið í Garðabæ.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi 5.tl., útnefningu bæjarlistarmanns 2024 og heiðursviðurkenningu og 2.tl., hvatningarsjóð ungra listamanna og hönnuða 2024.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls og ræddi 1.tl., Jazzþorpið í Garðabæ og 3.tl. Grósku samstarfssamning.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
12. 2405042F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 29/5 ´24. |
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
13. 2405033F - Fundargerð ungmennaráðs frá 7/5 ´24. |
Harpa Þorsteinsdóttir tók til máls og ræddi 1.tl., Ungmennahús.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
14. 2405016F - Fundargerð velferðarráðs frá 15/5 ´24. |
Gunnar Valur Gíslason tók til máls og ræddi 2.tl., jafnréttisáætlun Garðabæjar 2024-2026. Harpa Þorsteinsdóttir tók til máls og ræddi 2.tl., jafnréttisáætlun Garðabæjar 2024-2026. Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
15. 2405012F - Fundargerð öldungaráðs frá 13/5 ´24. |
Harpa Rós Gísladóttir tók til máls og ræddi 1.tl., gott að eldast - aðgerðaráætlun og 3.tl., stefnu í málefnum eldri borgara - aðgerðaráætlun.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
16. 2401141 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 27/5 ´24. |
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
17. 2401135 - Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19/4 ´24 |
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
18. 2401134 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 17/5 ´24. |
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls og ræddi 5.tl., fjármál, rekstrarleyfi og vagnastöðu hjá Strætó og 6.tl., félagsform Strætó.
Gunnar Valur Gíslason tók til máls og ræddi 5.tl., fjármál, rekstrarleyfi og vagnastöðu hjá Strætó.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi 5.tl., fjármál, rekstrarleyfi og vagnastöðu hjá Strætó og 6.tl., félagsform Strætó.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
19. 2401133 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 7/5 ´24. |
Gunnar Valur Gíslason tók til máls og ræddi 4.tl., undirbúningsfélag um byggingu brennslu- minnisblað um stöðu máls og næstu skref.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
20. 2406070 - Ósk um lausn frá störfum bæjarfulltrúa. |
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls og þakkaði Söru Dögg Svanhildardóttur fyrir störf hennar í þágu bæjarfélagsins.
Bæjarstjórn veitir Söru Dögg Svanhildardóttur, lausn frá störfum frá og með 4. júní 2024 og út kjörtímabilið, samanber 2.mgr. 30.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. |
|
|
|