Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra
6. fundur
07.06.2024 kl. 11:00 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri skipulagsmála. Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2404346 - Vorbraut 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir Vorbraut 1, Hnoðraholti.Óskað var eftir umsögn deiliskipulagshöfundar, sem gerði athugasemdir, sem síðan hefur verið brugðist við.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
2. 2404411 - Vorbraut 37-47 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir Vorbraut 37-47. Skipulagsstjóri vísar uppdráttum til umsagnar hjá skipulagshöfundi.
3. 2404300 - Skerpluholt 6, 8, 10 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram umsögn skipulagshöfundar um fyrirspurn sem varðar útfærslu á byggingunum.
Skipulagsstjóri tekur undir umsögnina og í henni er að finna svör við fyrirspurn.
4. 2405331 - Ægisgrund 5 smáhýsi -Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn vegna smáhýsis við Ægisgrund 5, ásamt undirskriftum frá eigendum aðliggjandi lóða.
Hámarksstærð smáhýsis er 15 m² og hámarkshæð 2,5 m. Fyrirhuguð staðsetning smáhýsis er við lóðarmörk Ægusgrundar 3 og 2 m frá lóðarmörkum Garðabæjar.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við staðsetningu og hæð smáhýsis við Ægisgrund 5, meðan útfærsla þess er í samræmi við innsend gögn.
5. 2405333 - Smáraflöt 26 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi á gróðurhúsi við Smáraflot 26.
Samkvæmt teikningum er stærð gróðurhúss 18,74 m² og hæð þess 2,74 m.
Deiliskipulag Flata kveður á um að heimiluð eru gróðurhús á lóð sem uppfylla kröfur um hámarkshæðir og önnur skilyrði um smáhýsi sem eru undanþegin byggingarleyfi.
Samkvæmt 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar, minniháttar mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og leyfi, lið f. kemur fram eftirfarandi:
Smáhýsi sem er að hámarki 15 m² og mesta hæð þaks er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs. Sé smáhýsið minna en 3,0 m frá aðliggjandi lóð þarf samþykki eigenda aðliggjandi lóðar.
Með tilliti til ákvæða deiliskipulags Flata er varðar stærð og hæð gróðurhúss/smáhýsis á lóð gerir skipulagsstjóri athugasemd við veitingu byggingarleyfis nema að breyting deiliskipulags liggi fyrir.
6. 2405156 - Skerpluholt 7 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir Skerpluholt 7, ásamt samþykki nærliggjandi lóðarhafa vegna smáhýsis og girðingar á lóðarmörkum. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlögð gögn.
7. 2406091 - Brekkugata 1-3 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram fyrirspurn um stækkun á sérafnotarreit við Brekkugötu 3, íbúð 0103, ásamt afriti af samþykktum allra þinglýstra eigenda að Brekkugötu 1-3. Breytingin gerir ráð fyrir stækkun úr 11 m² í 30 m². Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við breyttri legu og stærð sérafnotarreits, meðan útfærsla hans er í samræmi við innsenda uppdrætti og á meðan þeir eru í samræmi við ákvæði um skjólveggi, girðingar og sérnotareiti lóðar í gildandi deiliskipulagi (sjá breytingu á deiliskipulagi í maí 2020). Því skulu skjólveggir sem liggja samhliða húsvegg ekki vera hærri en 90 cm.
8. 2402558 - Stekkholt 22 - Dsk.br.
Lögð fram breyting á deiliskipulagi Hnoðraholts norður er varðar lóðina Stekkholt 22 að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust. Tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting á deiliskipulagi Hnoðraholts norður í samræmi við 2 mgr. 43. gr. og 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 118/2022.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).