Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
26. (2174). fundur
15.07.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Harpa Þorsteinsdóttir varamaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2507051 - Kjarrmóar 22 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Guðmundi Stefánssyni, kt. 171154-3409, leyfi til að byggja bílskúr að Kjarrmóum 22.
2. 2407179 - Sigurhæð 7 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Kjartani Gunnarssyni, kt. 050692-3029, leyfi fyrir viðbyggingu að Sigurhæð 7.
3. 2502047 - Vetrarbraut 21A - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Veitum ohf., kt. 501213-1870, leyfi fyrir byggingu stýrishúss hitaveitu að Vetrarbraut 21A.
4. 2502027 - Borgarás 10 - Ósk um ógildingu eða endurupptöku á byggingarleyfi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa að ekki séu forsendur fyrir ógildingu eða endurupptöku byggingarleyfis vegna Borgaráss 10.
5. 2507103 - Vátryggingaútboð Garðabæjar 2026-2028.
Eftirfarandi tilboð bárust í útboðsverkið "Vátryggingarútboð Garðabæjar 2026-2028":

1. Sjóvá hf., kr. 70.461.179.
2. TM hf., kr. 69.968.236.
3. VÍS hf., kr. 85.899.497.
4. Vörður hf., kr. 69.267.312.

Kostnaðaráætlun var 74.000.000.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Varðar hf., að fjárhæð kr. 69.267.312. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
6. 2507154 - Styrkbeiðni Fjölbrautaskólans í Garðabæ í tilefni af 40 ára afmæli skólans, dags. 9. júlí 2025.
Styrkbeiðni verkefnis í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ vegna listaverks sem gert er í tilefni að 40 ára afmæli skólans.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir styrk að fjárhæð kr. 300.000.
7. 2507111 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Umf. Stjörnunnar um veitingaleyfi í Ásgarði, Stjörnuhúsinu.
Lögð fram beiðni Umf. Stjörnunnar um leyfi til reksturs - veitingaleyfi í flokki II, við Stjörnuheimilið við Ásgarð, þar sem bætt er við útiveitingum á afmörkuðum svæðum.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
8. 2507137 - Bókun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi Samgöngusáttmálann - Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf., dags. 10. júlí 2025.
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf., um stöðu og framgang verkefna, sbr. h-lið 6.gr. Samgöngusáttmálans lögð fram.
9. 2501538 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 7. júlí 2025.
Lagt fram
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. . 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).