Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
26. (2033). fundur
26.07.2022 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2206201 - Þórsmörk - staðsetning færanlegra kennslustofa
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Alþjóðaskólanum á Íslandi, kt. 510407-0160, leyfi til eins árs fyrir færanlegum kennslustofum á lóð Þórsmerkur.
2. 2201312 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Vörðugötu 2.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Vörðugötu 2. Tillagan gerir ráð fyrir að byggingarreitur bílageymslu stækki og að bílastæðum fjölgi en gestastæðum á lóð fækki. Byggingarmagn ofanjarðar helst óbreytt.
Samþykkt tillaga skal send til meðferðar Skipulagsstofnunar með vísan til 3. ml. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda voru ekki gerðar neinar athugasemdir við tillöguna í athugasemdafresti auglýsingar.
3. 2103095 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóða við Vinastræti.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóða við Vinastræti 22-30 og háholts Urriðaholts. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir breytingu á lóðarmörkum lóðanna Vinastræti 30 og Vinastræti 22-28. Byggingarmagn er aukið vegna stækkun bílakjallara.
Samþykkt tillaga skal send til meðferðar Skipulagsstofnunar með vísan til 3. ml. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda voru ekki gerðar neinar athugasemdir við tillöguna í athugasemdafresti auglýsingar.
4. 2205471 - Ákvörðun kærunefndar útboðsmála varðandi kæru Þarfaþings hf. á útboði vegna framkvæmda við byggingu leikskóla í Urriðaholti.
Lögð fram og málinu vísað til nánari skoðunar hjá bæjarstjóra.
Ákvörðun í máli nr. 20-2022.pdf
5. 1906094 - Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi upplýsinga- og samráðsfund vegna innleiðingar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, dags. 12.07.22.
Lagt fram.
anna_220712-134819-49.pdf
6. 2205418 - Tilnefningar fulltrúa í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.
Á fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 2. júní sl. voru eftirfarandi einstaklingar kosnir í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.

Kristín Einarsdóttir, Sveinbjörn Halldórsson, og Hjördís Guðmundsdóttir.

Öryrkjabandalag Íslands hefur tilnefnt eftirfarandi einstaklinga til setu í samráðshópnum.

Bergþóra Bergsdóttir og Elín Hoe Hinriksdóttir.

Landssamtökin Þroskahjálp hafa tilnefnt eftirfarandi einstakling til setu í samráðshópnum.

Árni Björn Kristjánsson.

Bæjarráð samþykkir ofangreindar tilnefningar hagsmunasamtaka fatlaðs fólks samkvæmt 2. mgr. 42. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, sbr. 11. gr. laga nr. 37/2018.
7. 2206073 - Tillaga umhverfisnefndar varðandi viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2022.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar um viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi árið 2022. Fyrirhugað er að veita viðkomandi aðilum viðurkenningar fimmtudaginn 25. ágúst nk. kl. 17:00.
8. 2207259 - Tilkynning frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála varðandi kæru vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa að krefjast ekki að stoðveggur að Hraungötu 10 verði fjarlægður, dags. 11.07.22.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).