Fundargerðir

Til baka Prenta
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar
20. fundur
13.09.2023 kl. 08:00 kom Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar saman til fundar í Seylunni í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Hrannar Bragi Eyjólfsson formaður, Harpa Rós Gísladóttir aðalmaður, Laufey Jóhannsdóttir aðalmaður, Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður, Svanur Þorvaldsson aðalmaður, Kári Jónsson íþrótta-,tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Gunnar Richardson tómstundafulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Fundargerð ritaði: Kári Jónsson íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2301007 - Afreksstyrkir 2023
Umsækjendur um afreksstyrk ÍTG, seinni úthlutun, voru Hákon Atli Bjarkason borðtennismaður og Aron Friðrik Georgsson kraftlyftingamaður í Stjörnunni.
ÍTG samþykkir að veita hvorum umsækjanda styrk að upphæð kr. 200.000,-
2. 2309063 - Hákon Atli Bjarkason - Umsókn um styrk úr afrekssjóði íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir afreksstyrk kr. 200.000,- til Hákons Atla Bjarkasonar afreksmanns ÍF í borðtennis fatlaðra.
3. 2309062 - Aron Friðrik Georgsson - Umsókn um styrk úr afrekssjóði íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir afreksstyrk kr. 200.000 til Arons Friðriks Georgssonar kraftlyftingamanns í Stjörnunni.
4. 2305449 - Vinnuskólinn 2023 kynning ÍTG
Gunnar Richardsson stjórnandi Vinnuskólans fór yfir starfsemina síðastliðið sumar. Lögð var fram skýrsla um starfið 2023 ásamt hugleiðingum um hverju mætti breyta fyrir næsta ár.
610 börn voru skráð í Vinnuskólann auk flokksstjóranna, þar af 102 í starfsstöðina á Álftanesi.
5. 2303304 - Sumarfrístundastarf barna sumarið 2023 í Garðabæ
Farið var yfir samantekt sumarnámskeiða barna frá Stjörnunni. Ekki hafa borist upplýsingar frá öðrum félögum.
6. 2309016 - Hvatapeningar 2024 reglur
Til umræðu er vinna við greinargerð ÍTG um hvatapeninga barna, þróun þeirra frá 2005 og áhrif mögulegra breytinga vegna fjárhæðar hvatapeninga, fjölgreina- eða systkinauppbótar á styrkupphæðina gagnvart bæjarsjóði, barnafjölskyldum og frístundastarfi.
Ákveðið var að halda áfram greiningarvinnu til að undirbúa greinargerð sem nýst getur til bæjarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar 2024.
7. 2308785 - Forvarnavika Garðabæjar 2023
Forvarnavika Garðabæjar 2023 er nú í undirbúningi 5.-11.október. Þema vikunnar verður "samskipti".
Í grunnskólum verður unnið með námsefni frá KVAN í þjálfun samskipta og samskiptafærni.
Leikskóladeildin tekur efnið upp með börnunum.
Félagsmiðstöðvar leggja áherslu á samskipti í sínu starfi í samvinnu við skólana.
Unnið er að kynningarefni sem mun fylgja nýjum "samskiptasáttmála" sem ætlað er að vinna gegn einelti. Ungmennaráðið er virkjað í tengslum við þá kynningu.
Fulltrúi FG tekur efni forvarnavikunnar upp inna skólans.
8. 2309068 - Bryndís Hulda Ómarsdóttir - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Bryndísar Huldu Ómarsdóttur vegna U15 liðs HSÍ í Færeyjum 9.-12. júní 2023.
9. 2309067 - Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk til Önnu Guðrúnar Yu Þórbergsdóttur kr. 20.000 vegna ferðar með U liði Bogfimisambands Íslands á NM í Larvik í Noregi 29. júní til 3. júlí 2023.
10. 2309066 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kri 20.000 til Kolbrúnar Maríu Ármannsdóttur vegna NM U16 í körfubolta í Svíþjóð 27. júní til 4. júlí 2023.
11. 2309065 - Kolbrún María Ármannsdóttir - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Kolbrúnar Maríu Ármannsdóttur vegna EM U16 í körfubolta 8.-20. ágúst 2023
12. 2309064 - Bjarki Steinar Gunnþórsson - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Bjarka Steinars Gunnþórssonar vegna EM U16 í körfuknattleik í Pitesti í Rúmeníu 2.-14. ágúst 2023.
13. 2308782 - Haukur Steinn Pétursson - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Hauks Steins Péturssonar vegna NM U16 í körfubolta í Finnlandi 27. júní - 4. júlí 2023.
14. 2308781 - Haukur Steinn Pétursson - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Hauks Steins Péturssonar vegna EM U16 í Rúmeníu 2. til 14. ágúst 2023.
15. 2308641 - Snædís Líf Pálmarsdóttir ktt 050700-3210 Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000,- til Snædísar Lífar Pálmarsdóttur vegna EM U23 í Ólympískum lyftingum 26. til 30. júlí 2023.
16. 2308640 - Þórdís Unnur Bjarkadóttir ktt 150108-3490 Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Þórdísar Unnar Bjarkadóttur vegna NM ungmenna í Larvik , Noregi 29. júní til 3. júlí 2023.
17. 2308639 - Þórdís Unnur Bjarkadóttir ktt 150108-3490 Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr 20.000 til Þórdísar Unnar Bjarkadóttur vegna Evrópubikarmóts ungmenna í Catez og Kamnik, Slóveníu 30. apríl til 15. maí 2023.
18. 2308595 - Björn Skúli Birnisson - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Björns Skúla Birnissonar vegna EM U16 í körfuknattleik í Pitesti í Rúmeníu 2.-14.á´gust 2023.
19. 2308569 - Bára Björk Óladóttir - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Báru Bjarkar Óladóttur vegna EM U16 í körfubolta í Podgoricia í Svartfjallalandi 4.-14. ágúst 2023.
20. 2308545 - Hákon Atli Bjarkason - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Hákons Atla Bjarkasonar vegna US Para Open í borðtennis fatlaðra í Texas Fort Worth 30.júní 2023.
21. 2308544 - Hákon Atli Bjarkason - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Hákons Atla Bjarkasonar vegna Para Open í Póllandi í borðtennis fatlaðra 24. maí 2023.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).