Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
3. fundur
13.03.2020 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1804367 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030-Breyting 1-Vífilstaðaland-rammahluti.
Skipulagsráðgjafar, Jóhanna Helgadóttir Eflu og Þráinn Hauksson Landslagi kynntu stöðu á mótun tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Vífilsstaðalands og verður sett fram sem rammahluti aðalskipulags.
Tillögu vísað til frekari úrvinnslu hjá skipulagsráðgjöfum og hjá tækni- og umhverfissviði.
Tillögu vísað til kynningar í umhverfisnefnd,íþrótta- og tómstundaráði, grunnskólanefnd og leikskólanefnd.
2. 1803108 - Norðurnes Álftaness, deiliskipulag
Skipulagsráðgjafar, Þráinn Hauksson Landslagi ehf og Björn Guðbrandsson Arkís ehf kynna drög að tillögu að deiliskipulagi Norðurness á Álftanesi.
Drögum vísað til kynningar í umhverfisnefnd og íþrótta- og tómstundaráði. Drögin skulu kynnt landeigendum á Norðurnesi.
3. 1903374 - Skipulag - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 3. Norðurnes
Skipulagsráðgjafi, Þráinn Hauksson landslagi kynnti drög að tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem byggir á tillögu að deiliskipulagi Norðurness. Drögum vísað til kynningar í umhverfisnefnd og íþrótta- og tómstundaráði. Drögin skulu kynnt landeigendum á Norðurnesi.
4. 1811125 - Urriðaholt Norðurhluti 4 - deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Urriðaholts Norðurhluta 4 að lokinni auglýsingu. Umsagnir sem borist hafa lagðar fram. Engar athugasemdir bárust innan tilskilins frests.
Vísað til úrvinnslu hjá tækni- og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
5. 1912215 - Urriðaholt Viðskiptastræti - fellt úr gildi
Tillaga um niðurfellingu deiliskipulags Viðskiptastrætis í Urriðaholti lögð fram. Vísað til skoðunar hjá tækni- og umhverfissviði.
6. 1912217 - Urriðaholt norðurhluti 1 - skjólveggir - deiliskipulagsbreyting
Tillaga um breytingu deiliskipulags Urriðaholts norðurhluta 1 sem gerir ráð fyrir breyttum ákvæðum um skjólveggi á almennum skilmálum lögð fram að lokinni auglýsingu. Engar athugasemdir bárust. Vísað til skoðunar hjá tækni- og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
7. 1912218 - Urriðaholt norðurhluti 2 - skjólveggir - deiliskipulagsbreyting
Tillaga um breytingu deiliskipulags Urriðaholts norðurhluta 2 sem gerir ráð fyrir breyttum ákvæðum um skjólveggi á almennum skilmálum lögð fram að lokinni auglýsingu. Engar athugasemdir bárust. Vísað til skoðunar hjá tækni- og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
8. 1912219 - Urriðaholt norðurhluti 3 - skjólveggir - deiliskipulagsbreyting
Tillaga um breytingu deiliskipulags Urriðaholts norðurhluta 3 sem gerir ráð fyrir breyttum ákvæðum um skjólveggi á almennum skilmálum lögð fram að lokinni auglýsingu. Engar athugasemdir bárust. Vísað til skoðunar hjá tækni- og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
9. 1912213 - Urriðaholt norðurhluti 3 - afmörkun svæðis - deiliskipulagsbreyting
Tillaga um breytingu deiliskipulags Urriðaholts norðurhluta 3 sem gerir ráð fyrir breyttri afmörkun deiliskipulagssvæðis til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Urriðaholts norðurhluta 4. Engar athugasemdir bárust. Vísað til skoðunar hjá tækni- og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
10. 1912220 - Urriðaholt austurhluti 1 - skjólveggir - deiliskipulagsbreyting
Tillaga um breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta 1 sem gerir ráð fyrir breyttum ákvæðum um skjólveggi á almennum skilmálum lögð fram að lokinni auglýsingu. Engar athugasemdir bárust. Vísað til skoðunar hjá tækni- og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
11. 1912214 - Urriðaholt austurhluti 1 - afmörkun svæðis - deiliskipulagsbreyting
Tillaga um breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta 1 sem gerir ráð fyrir breyttri afmörkun deiliskipulagssvæðis til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Urriðaholts norðurhluta 4. Engar athugasemdir bárust. Vísað til skoðunar hjá tækni- og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
12. 1912216 - Urriðaholt vesturhluti - skjólveggir - deiliskipulagsbreyting
Tillaga um breytingu deiliskipulags Urriðaholts vesturhluta sem gerir ráð fyrir breyttum ákvæðum um skjólveggi á almennum skilmálum lögð fram að lokinni auglýsingu. Engar athugasemdir bárust. Vísað til skoðunar hjá tækni- og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
13. 1812022 - Garðahraun efra-Fólkvangur, deiliskipulag
Lagfærður deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð lögð fram ásamt umsögnum sem borist hafa frá því að deiliskipulagið var samþykkt í bæjarstjórn að lokinni auglýsingu. Einnig lögð fram tillaga að svörum við innsendum athugasemdum. Umsagnir kalla ekki á breytingu á samþykktri tillögu. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og svör við athugasemdum.
14. 1903082 - Bæjargarður, stígakerfi, dsk breyting.
Lagfærður deiliskipulagsuppdráttur lagður fram ásamt svörum við innsendum athugasemdum. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og svör við athugasemdum.
15. 2002116 - Langamýri 3 -Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir nokkrum innanhúsbreytingum íbúðarhússins. Sýnd er íbúð í kjallara sem til þessa hefur ekki komið fram á uppdráttum. Ekkert deiliskipulag telst í gildi í Löngumýri. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stoðíbúð í kjallara á meðan að húsið er óskipt eign. Skipulagsnefnd fellir grenndarkynningu niður þar sem að byggingarleyfið varðar ekki hagsmuni annara en umsækjanda og leyfisveitanda sbr. 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfið verði veitt.
16. 2003107 - Maríugata 2-24 - Lækkun hámarkshæðar
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta 1 sem gerir ráð fyrir því að mænishæð allra raðhúsa í Maríugötu sem liggja að opna svæðinu Miðgarði lækki um 1 metra, úr 6 metrum í 5. Húsin eru raðhús að gerð R1 og eru ákvæði um mænishæð sett fram í sérskilmálum þeirrar húsgerðar í kafla 4.8.4. í deiliskipulagsgreingargerð.
Skipulagsstjóri gerir grein fyrir fundi með lóðarhöfum, deiliskipulagshöfundi og framkvæmdastjóra Urriðaholts ehf. Þar kom fram að skipulagshöfundur og Urriðaholt leggjast ekki gegn tillögunni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta 1 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsnefnd fellir niður grenndarkynningu í samræmi við 2. ml. 3. mgr. 44. gr. sömu laga þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annara en lóðarhafa og sveitarfélagsins.
17. 2001227 - Smiðsbúð 3 - skipulagsmál
Lögð fram tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Smiðsbúð 3 sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsstjóri vísaði tillögnni til grenndarkynningar sem er nú lokið. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Iðnbúðar/Smiðsbúðar.
18. 2002062 - Landsvæði til útikennslu og ræktunar
Vísað til skoðunar hjá tækni- og umhvherfissviði.
19. 1906094 - Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, Heilsueflandi Garðabæ, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Lagt fram. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við val á verkefnum.
20. 2002127 - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og nýju dsk. fyrir Leiðarenda.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).