Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
45. (1953). fundur
17.11.2020 kl. 09:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði samkvæmt heimild í VI. bráðarbirgðarákvæði við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020, sbr. auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 780/2020 og samþykkt bæjarstjórnar frá 20. ágúst 2020.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2001444 - COVID-19 - hættustig almannavarna.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi almannavarna sem haldinn var sl. föstudag en þar var m.a. rætt um mögulegar tilslakanir frá og með 18. nóvember. Nýjar reglur um samkomubann taka gildi á morgun. Helstu breytingar eru að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25. Hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nándar. Almennar fjöldatakmarkanir miðast áfram við 10 manns. Reglurnar gilda til 2. desember nk.

Kynnt var samantekt nýgengni smita undanfarna 14 daga, fjölda smita eftir aldri og fjölda smita eftir lögheimili.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir skipulagi skólastarfs en ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi tekur gildi á morgun. Leikskólabörn og börn í 1.- 4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.- 10. bekk að hámarki 25 saman. Börn í 5. - 7. bekk grunnskóla verða undanþegin grímuskyldu og 2 metra nálægðartakmörkunum, líkt og yngri börn í grunnskóla og leikskólabörn. Grímuskylda kennara gagnvart þessum börnum verður einnig afnumin. Skýrt verður kveðið á um að á útisvæðum leik- og grunnskóla séu engar kröfur sem hindra blöndun hópa, né kröfur varðandi fjöldatakmarkanir, nálægðartakmarkanir eða grímunotkun.

Á fundinum kom fram hrós til stjórnenda skólanna fyrir framkvæmd skólastarfs við þessar erfiðu aðstæður.

Bæjarfulltrúarnir, Gunnar Valur Gíslason, Sara Dögg Svanhildardóttir, Jóna Sæmundsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir voru á fundi bæjarráðs undir dagskrárliðum 1-8.

Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri var á fundi bæjarráðs undir dagskrárliðum 1-8.
2. 2008632 - Kynning á ákvæðum kjarasamninga um styttingu vinnutíma dagvinnufólks.
Á fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið voru Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri og Auður Jóhannsdóttir, deildarstjóri kjarasviðs. Gerðu þær grein fyrir ákvæðum í kjarasamningum um styttingu vinnutíma dagvinnufólks þar sem almennt er gert ráð fyrir að vinnutími styttist um 13 mínútur á dag eða 65 mínútur á viku. Sögðu þær frá undirbúningi að mótun tillagna um fyrirkomulag á styttingu vinnutímans sem verða bornar undir atkvæði starfsmanna í leynilegri kosningu. Niðurstaðan verður lögð fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

Fram kom að mannauðsstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafa samráð við mótun tillagna og þá leiðir Samband íslenskra sveitarfélaga samráð um málið á landsvísu.
3. 2009193 - Drög að reglum Garðabæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn.
Á fundi bæjarráðs undir þessum dagskrárlið voru Sunna G. Sigurðardóttir, verkefnastjóri og Sigríður Logadóttir, persónuverndarfulltrúi og lögfræðingur. Um er að ræða styrki sem ríkið úthlutar og fjármagnar en sveitarfélög sjá um framkvæmdina og annast greiðslur til viðkomandi aðila.

Gerðu þær nánari grein fyrir helstu skilyrðum fyrir úthlutun styrks og hvernig staðið verði kynningu málsins.

Bæjarráð samþykkir reglur Garðabæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn.

Reglur Garðabæjar um úthlutun sértakra íþrótta og tómstundastyrkja (gef-hr).pdf
4. 1902069 - Aðgerðaráætlun sviða vegna úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag Garðabæjar - staðan nóvember 2020.
Lagðar fram uppfærðar aðgerðaráætlanir sviða vegna tillagna sem bæjarstjórn hefur samþykkt í tengslum við úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag bæjarins. Í aðgerðaráætlun sviða kemur fram tímarammi, ábyrgðaraðili og lýsing á framgangi verkefna.

Umræða var um einstaka þætti.

5. 2006130 - Frumvarp að fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2021 (2021-2024).
Fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2021 og árin 2022 - 2024, ásamt forsendum og framkvæmdayfirliti.

Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2021 eru:
Heildartekjur 17.398.686 þkr.
Heildargjöld 15.774.927 þkr.
Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir 1.623.759 þkr.
Afskriftir (1.041.932) þkr.
Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda 581.827 þkr.
Fjármunatekjur (fjármagngjöld) (652.698)
Rekstrarniðurstaða (70.871) þkr.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Garðabæjar 2021 (2021-2024) til fyrri umræðu i bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. einnig 2. mgr. 40. gr. um stjórn Garðabæjar nr. 773/2013. Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð fimmtudaginn 19. nóvember 2020.
6. 2006130 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2021 (2021-2024) - álagning gjalda.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu að álagningu gjalda samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Bæjarráð vísar tillögu að álagningu gjalda til afgreiðslu bæjarstjórnar.
7. 2006130 - Tillaga um álagningarhlutfall útsvars á árinu 2021.
Lögð fram eftirfarandi tillaga um álagningarhlutfall útsvars á árinu 2021.

"Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að álagningarhlutfall útsvars verði 13,70% á tekjur manna á árinu 2021 samkvæmt heimild í 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sbr. 24. gr. laganna. Samþykkt bæjarstjórnar skal tilkynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir 15. desember 2020 samkvæmt 2. mgr. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga."

Bæjarráð vísar tillögu um álagningarhlutfall útsvars á árinu 2021 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8. 2011230 - Fjárhagsáætlun Sorpu og gjaldskrárbreytingar.
Rekstraráætlun Sorpu fyrir árið 2021-2025 er vísað til afgreiðslu fjárhagáætlunar.

Lagt fram minnisblað LMB Mandat lögmanna varðandi gjaldtöku vegna meðhöndlunar úrgangs samkvæmt ákvæðum laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003.
9. 2010278 - Hraungata 40 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Melatúni ehf., kt. 711007-0750, leyfi til að byggja parhús að Hraungötu 40.
10. 2010277 - Hraungata 42 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Melatúni ehf., kt. 711007-0750, leyfi til að byggja parhús að Hraungötu 42.
11. 2009276 - Brekkuskógar 9 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Skarphéðni Kjartanssyni, kt. 080788-3049, leyfi til að taka í notkun óútgrafið rými í núverandi einbýlishúsi að Brekkuskógum 9.
12. 1812176 - Kinnargata 21 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita RK bygg ehf., kt. 560916-1830, leyfi til að byggja fjölbýlishús með sjö íbúðum að Kinnargötu 21.
13. 1911407 - Dýjagata 8 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Stefáni Pálmasyni, kt. 221181-3609, leyfi fyrir breytingum á teikningum einbýlishúss í byggingu að Dýjagötu 8.
14. 1804367 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna svæðis Vífilsstaðaland - þróunarsvæði B.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu skipulagsnefndar að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Vífilsstaðalands - þróunarsvæði B. Tillagan var auglýst samhliða tillögum að nýju deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts, Vetrarmýrar, Rjúpnadals og umhverfiskýrslu. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum. Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á auglýstri tillögu.

Tákn fyrir háspennustreng og helgunarsvæði strengsins bætt við inn á breytingaruppdrátt.
Landnotkunartákn sett á Hnoðraholt fyrir iðnaðarsvæði vegna staðsetningar hitaveitugeyma Veitna. Ákvæði verði sett um að þeir séu niðurgrafnir að miklu leyti og lagaðir vel að aðliggjandi opnum svæðum og nálægri íbúðarbyggð.
15. 1910293 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um nýtt deiliskipulag fyrir Vetrarmýri samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og umhverfisskýrslu. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á auglýstri tillögu.
Skipulagssvæðið er minnkað "jarðbrú" yfir Reykjanesbraut verður hluti af deiliskipulagi fyrir Reykjanesbraut sem unnið verður síðar. Bætt er við texta í kafla 2.3 um þetta atriði.
Í kafla 2.3 umhverfi er bætt er við texta um sjálfbær byggingarefni.
Í kafla 2.7.5 Sorpgeymslur og sorpflokkun er bætt er við texta um aðstæður og möguleika á sorpflokkun í djúpgámum
Í kafla 3.2 er bætt er texta um hæðarkóta.
Bætt er við nýjum kafla 3.7 Blöndun byggðar.
Í kafla 3.8 Hönnun og uppdrættir er bætt við ákvæði um auglýsingaskilti.
Bætt er við nýjum kafla 3.10 Framkvæmdir.
Bætt er við nýjum kafla 4.19 Yfirlit bygginga á deiliskipulagssvæðinu.
Safnbraut við hlíðarfót Hnoðraholts er breytt í Sumarbraut sbr. samþykkt skipulagsnefndar 29.október 2020.

Á uppdrætti hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar.
Bætt hefur verið línu veghelgunarsvæðis Reykjanesbrautar.
Texta um hljóðvarnir er bætt við.

Með samþykkt deiliskipulagsins fellur úr gildi deiliskipulags Hnoðraholts-og Vetrarmýrar sem samþykkt var Skipulagsstjóra ríkisins þann 17. apríl 1996
16. 1906192 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir norðurhluta Hnoðraholts.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um nýtt deiliskipulag fyrir norðurhluta Hnoðraholts samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og umhverfisskýrslu. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.


Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á auglýstri tillögu.
Götur fá götuheiti sbr samþykkt skipulagsnefndar 29.október sl.
Fjölbýlishúsum F-5 við austurhluta Vorbrautar með 47 íbúðum og 4 innkeyrslum er breytt í raðhús R-1, 4 raðhúslengjur við tvær botnlangagötur með 18 íbúðareiningum. Fjölbýlishús voru 2-3 hæðir en raðhús verða 2 hæðir.
Leiksvæði er bætt við austan við raðhúsin á móts við Þorrasali 13-15.
Fjölgað er stígatengingum frá stíg meðfram bæjarmörkum Kópavogs inn á stíga og gangstéttar í Þrymsölum og Þorrasölum í Kópavogi.
Ákvæði um að Vorbraut milli golfbrauta og fjölbýlishúsa við Þorrasali verði niðurgrafin eins og aðstæður leyfa bætt við. Útfærslum golfboltavarna vísað til deiliskipulags Golfvallarins.
Hnoðraholtsbraut er breytt þannig að núverandi gata helst óbreytt en í stað tengingar að sunnan er hún framlengd upp á holtið til norðurs og tengist þar Vetrarbraut á hringtorgi. Heitið Vetrarbraut framlengist norður yfir holtið að Arnarnesvegi. Heiti núverandi Hnoðraholtsbrautar í holtinu breytist í Hnoðraholt en heiti brautarinnar frá Karlabraut að Vetrarbraut heldur sér. Tengingar við Eskiholt, Hrísholt og Háholt verða áfram eins og þær eru í dag, þ.e. beint við Hnoðraholt.
Vetrarbraut er breikkuð í 4 akreinar til norðurs frá Þorraholti að Arnarnesvegi.
Í sérskilmálum fyrir fjölbýlishús F-1 og F2 er lengd uppbrota breytt úr 6m í 8m.

Með samþykkt deiliskipulagsins fellur úr gildi deiliskipulags Hnoðraholts-og Vetrarmýrar sem samþykkt var Skipulagsstjóra ríkisins þann 17. apríl 1996
17. 1910294 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Rjúpnadal.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um nýtt deiliskipulag fyrir Rjúpnadal samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og umhverfisskýrslu. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.
18. 2010441 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna lóðanna við Keldugötu 2 og 4.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna lóðanna við Keldugötu 2-4 sem gerir ráð fyrir að lóðirnar sameinist í eina lóða.
19. 2010380 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi fyrirspurn um bílgeymslu neðanjarðar á lóðinni við Skeiðakur 1.
Lögð fram.
20. 2011181 - Bréf Alþings varðandi tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál, dags. 11.11.20.
Lagt fram.
21. 2011193 - Erindi Fjölskylduhjálpar Íslands varðandi framlag til matarsjóðs, dags. 11.11.20.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.
22. 2011176 - Útboð framkvæmda við uppbyggingu skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarstjóri kynnti tillögu verkefnahóps um uppbyggingu og rekstur á skíðasvæðum um að hafna öllum tilboðum sem bárust í skíðalyftur, snjóframleiðslubúnað og borun vinnsluholu. Áfram verður unnið að framgangi málsins og gert er ráð fyrir að í fjárhagsáætlun sveitarfélaganna verði sambærileg framlög og áður.
23. 2011132 - Yfirlýsing baráttuhóps smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu til stjórnvalda, dags. 03.11.20.
Lögð fram.

Til stjórnvalda - Baráttuhópur smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu (3.11.2020).pdf
24. 2003318 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir starfsemi veitingahúss. (Flatey)
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt og að opnunartími verði til kl. 22:00.
25. 2011220 - Bréf Stígamóta um framlag til starfseminnar árið 2021, dags. 09.11.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

26. 2011221 - Bréf Garðakórsins, kórs eldri borgara í Garðabæ um styrk árið 2021, dags. 27.10.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
27. 2011219 - Fyrirspurn Garðabæjarlistans um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn.

„Hversu margir af þeim einstaklingum sem Garðabær veitir þjónustu á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir hafa fengið einstaklingsbundna þjónustuáætlun?
Í hve mörgum tilfellum er þjónustuáætlunin staðfest og undirrituð af fjölskyldusviði (miðað við þann 08/11/2020)?
Í hve mörgum tilfellum er þjónustuáætlunin staðfest og undirrituð af fulltrúum frá þjónustukerfum heilbrigðis- og menntamála (miðað við þann 08/11/2020)? „

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.
28. 2011215 - Tillaga Landsnets að matsáætlun vegna framkvæmda við Lyklafellslínu 1 og Ísallínu 1 - beiðni um umsögn.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Ly1 og Ísal3 - viðaukar.pdf
LY1 og Ísal3 - tillaga að matsáætlun.pdf
29. 2011134 - Bréf frá UMFÁ varðandi framkvæmdir á íþróttasvæði félagsins, dags. 09.11.20.
Bæjarráð vísar bréfunum til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Bréf frá UMFÁ varðandi framkvæmdir við Vallarhús, dags. 09.11.20..pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).