Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
1. (1959). fundur
12.01.2021 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Hildigunnur Árnadóttir yfirfélagsráðgjafi.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnað samkvæmt heimild í VI. bráðarbirgðarákvæði við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020, sbr. auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 1076/2020 og samþykkt bæjarstjórnar frá 19. nóvember 2020.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2009056 - Íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2020.
Á fund bæjarráðs mætti Matthías Þorvaldsson, starfsmaður GI rannsókna ehf. og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þjónustukönnunar meðal íbúa Garðabæjar á árinu 2020. Í öllum meginatriðum er niðurstaðan jákvæð í helstu málaflokkum og íbúar í heildinna litið ánægðir með Garðabæ sem sveitarfélag til að búa í. Bæjarráð samþykkir að vísa þjónustukönnuninni til umfjöllunar nefnda.

Bæjarfulltrúarnir, Sara Dögg Svanhildardóttir, Jóna Sæmundsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir sátu bæjarráðs undir dagskrárliðum 1 og 2.
Garðabær_2020_má_birta.pdf
2. 2001444 - COVID-19 neyðarstig almannavarna.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir að ný reglugerð um takmörkun á samkomum tekur gildi á morgun 13. janúar þar sem fjöldatakmarkanir miðast við 20 manns í stað 10 manns. Heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda. Áformað er að breytingarnar gildi til 17. febrúar.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og yfirfélagsráðgjafi gerðu grein fyrir stöðu mála á sínum sviðum.
3. 2011208 - Heiðarlundur 18 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Theódór Hjalta Valssyni, kt. 290473-5789, leyfi til að byggja við núverandi hús að Heiðarlundi 18.
4. 1906191 - Hraungata 8 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Bergi Haukssyni, kt. 280962-3419, leyfi til að byggja sólskála við einbýlishúsið að Hraungötu 8.

5. 2011161 - Kinnargata 27 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Byggi Sig ehf., kt. 650619-1290, leyfi til að byggja parhús að Kinnargötu 27.
6. 2011278 - Kinnargata 29 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Byggi Sig ehf., kt. 650619-1290, leyfi til að byggja parhús að Kinnargötu 29.
7. 2011195 - Skrúðás 15 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Lindu Margréti Stefánsdóttur, kt. 270569-5799, leyfi til að byggja gufubað o.fl. á þakgarði hússins að Skrúðási 15.
8. 2101068 - Urðargata 1 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita RK bygg ehf., kt. 560916-1830, leyfi til að byggja raðhús að Urðargötu 1.
9. 2101095 - Urðargata 3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita RK bygg ehf., kt. 560916-1830, leyfi til að byggja raðhús að Urðargötu 3.
10. 2101069 - Urðargata 5 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita RK bygg ehf., kt. 560916-1830, leyfi til að byggja raðhús að Urðargötu 5.
11. 2012330 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál., dags. 18.12.20.
Lagt fram.
12. 2012336 - Bréf Krabbameinsfélagsins varðandi styrk, dags. 22.12.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til úthlutunar styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2021.
13. 2012379 - Áskorun til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum, dags. 29.12.20.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir þróun á framboði matar í skólunum og sagði frá að kallað er eftir framboði á fjölbreyttu fæði.

Bæjarráð vísar áskoruninni til umfjöllunar skólanefndar, leikskólanefndar og ungmennaráðs.

Áskorun til sveitarfélaga.pdf
Áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins.pdf
14. 2012394 - Tilkynning frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um Grænbók um byggðamál, dags. 29.12.20.
Lögð fram.
15. 2009024 - Samningur við AÍ og keppnislýsing vegna samkeppni um hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
16. 1903039 - Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um fund í vinnuhópi um heimsmarkmiðin, dags. 03.12.20.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir undirbúningi og vinnu við innleiðingu heimsmarkmiðanna Garðabæ.

Minnisblaðið lagt fram.
Minnisblað um fund í vinnuhópi um heimsmarkmiðin 25.11.20.pdf
17. 1912313 - Tilkynning frá Jöfnunarsjóði um framlög 2020.
Lögð fram til upplýsinga.
Fjárhagserfiðleikar - yfirlit (1).pdf
Fjárhagsaðstoð_yfirlit (2).pdf
Viðbótarframlag vegna málefna fatlaðs fólks (2).pdf
Tilkynnin um úthlutun viðbótarframlaga Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga, dags. 31.12.20.pdf
18. 2011231 - Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu 2015-2020, dags. 30.12.20.
Lögð fram og vísað til kynningar í skipulagsnefnd.
Umsögn um drög að viðbótum við landsskipulagsstefn.pdf
19. 2101067 - Reglur um hvatapeninga árið 2021.
Bæjarráð samþykkir reglur um hvatapeninga til að gilda á árinu 2021.

Bæjarstjóri sagði frá því að verið er að skoða möguleika á greiða viðbót við hvatapeninga vegna fjölda systkina og koma þannig á móts við barnafjölskyldur.
Reglur um hvatapeninga 2021 bra 12. jan.pdf
20. 2006130 - Tillaga um viðmiðunarfjárhæðir vegna niðurfellingar eða lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega.
Eftirfarandi tillaga samþykkt.

Einstaklingar:
Einstaklingar með tekjur árið 2019 allt að kr. 5.600.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald.
Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um kr. 5.000 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 6.100.000.

Hjón:
Hjón með tekjur árið 2019 allt að kr. 7.140.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald. Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um kr. 13.000 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 8.440.000.
21. 2006130 - Gjaldskrá stuðningsþjónustu í Garðabæ.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá um stuðningsþjónustu í Garðabæ þar sem gert er ráð fyrir 2,5% hækkun gjaldaliða í stað hækkunar samkvæmt breytingum á launavísitölu sem er 7,3% eins og gert er ráð fyrir í núgildandi reglum.
23. 2101136 - Bréf Samtaka iðnaðarins varðandi boðaðar breytingar á gjaldskrá Sorpu bs., dags. 22.12.20.
Bæjarráð telur eðlilegt að bréfið komi til umfjöllunar í eigendahópi Sorpu bs. og stjórn félagsins.
Erindi SI á eigendur Sorpu bs. vegna hækkana á gjaldskrá_22.12.20.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).