Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð Garðabæjar
5. fundur
15.06.2022 kl. 16:00 kom fjölskylduráð Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason formaður, Sturla D Þorsteinsson aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Berglind Víðisdóttir varamaður, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Snædís Björnsdóttir verkefnastjóri, Guðrún Willardsdóttir félagsráðgjafi.

Fundargerð ritaði: Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2206219 - Kynning fyrir fjölskylduráð
Mál nr. 2206219, kynning fyrir fjölskylduráð. Snædís Björnsdóttir, lögfræðingur fjölskyldusviðs fer yfir helstu hlutverk og verkefni fjölskylduráðs. Viðstaddir fulltrúar fjölskylduráðs skrifa undir yfirlýsingu um trúnaðar- og þagnarskyldu.
2. 2205454 - Breytingar á barnaverndarlögum koma til framkvæmda 1. janúar 2023 - umboð barnaverndarnefnda framlengt
Breytingar á barnaverndarlögum sem koma til framkvæmda 1. janúar 2023 teknar til umfjöllunar. Snædís Björnsdóttir, lögfræðingur á fjölskyldusviði, fer yfir aðkomu fjölskylduráðs að barnaverndarmálum, fyrir og eftir 1. janúar 2023.
3. 2203678 - Umsókn um fjárhagsaðstoð - trygging vegna húsaleigu
Tekið er fyrir mál nr. 2203678, umsókn um styrk til greiðslu tryggingar húsaleigu. Fjölskylduráð fjallar um málið og samþykkir að verða við erindinu. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðarinnar.
4. 2204281 - Umsókn um styrk til forvarnarverkefnis
Mál nr. 2204281, tekið til umfjöllunar. Fjölskylduráð telur verkefnið vera áhugavert og til þess fallið að efla og styrkja sjálfsmynd barna á nýstárlegan hátt og leggur fyrir starfsmenn fjölskyldusviðs að afla frekari upplýsinga um umfang, kostnað og tímalínu verkefnis og hvernig verkefninu yrði fylgt eftir og kynnt. Vísað til áframhaldandi umfjöllunar á fundi fjölskylduráðs í ágúst.
5. 2204039 - Ættleiðingarmál
Fjölskylduráð Garðabæjar mælir með útgáfu forsamþykkis vegna ættleiðingar barns erlendis frá til umsækjanda.
6. 1903268 - Tölulegar upplýsingar í barnavernd og fjárhagsaðstoð
Tölfræði í barnavernd og fjárhagsaðstoð janúar-maí 2022 lagt fram til umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).