Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
44. (2051). fundur
06.12.2022 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2210433 - Hraunhólar 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Ragnari Guðjónssyni, kt. 060445-5599, leyfi til að stækka og endurbyggja núverandi hús að Hraunhólum 6.
2. 2211059 - Afgreiðsla skólanefndar varðandi breytingu á reglum um þróunarsjóð grunnskóla.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skólanefndar um breytingu á 3. gr. reglna þróunarsjóðs grunnskóla. Í breytingunni felst að skiladagur umsóknar verður 10. febrúar í stað 1. mars.
3. 2203294 - Tilkynning frá Kópavogi um forkynningu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð, dags. 02.12.22
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
4. 2212024 - Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi stefnumörkun sambandsins 2022 - 2026, dags. 01.12.22.
Lögð fram.
5. 2212028 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2023, dags. 01.12.22.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta starfs- og fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við 7. gr. samþykkta samtakanna.
6. 2212025 - Fundargerðir aðalfundar SSH og ársfunda byggðasamlaganna.
Fundargerð aðalfundar samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og fundargerðir ársfunda byggðasamlaganna, Strætó bs., Sorpu bs. og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lagðar fram.
7. 2211508 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4.1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál., dags. 28.11.22.
Lagt fram.
8. 2211539 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Yuzu um leyfi til reksturs veitingastaðar að Litlatúni 3.
Lögð fram umsókn Yuzu ehf., kt. 640818-0500 um leyfi til reksturs veitingastaðar að Litlatúni 3.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
9. 2211205 - Leyfi fyrir flugeldasýningu á gamlárskvöld 2022.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að Hjálparsveit skáta í Garðabæ fái leyfi til að skjóta upp flugeldum við Arnarnesvog á gamlárskvöld 2022.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).