Fundargerðir

Til baka Prenta
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks
2. fundur
18.06.2020 kl. 09:00 kom samráðshópur um málefni fatlaðs fólks saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Bjarni Theódór Bjarnason aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Bergþóra Bergsdóttir aðalmaður, Þorkell Jóhannsson aðalmaður, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir aðalmaður, Pála Marie Einarsdóttir .

Fundargerð ritaði: Bergljót Sigurbjörnsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2001275 - Íbúakönnun þjónustukönnun Gallup 2019
Tekið er fyrir mál nr. 2001275 Íbúakönnun Gallup 2019. Sunna Sigurðardóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið. Sunna kynnir helstu niðurstöður í árlegri íbúakönnun/þjónustukönnun Gallup á viðhorfum íbúa til þjónustu í 20 stærstu sveitarfélögunum. Niðurstöður ræddar.
2. 1911304 - Tillaga um skipun starfshóps til að vinna að framgangi stafrænnar framþróunar og þjónustu hjá Garðabæ.
Tekið er fyrir mál nr. 1911304 - stafræn þjónusta og framþróun.
Sunna Sigurðardóttir, verkefnisstjóri, situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Sunna gerir grein fyrir vinnu starfshóps um stafræna þjónustu og framþróun hjá Garðabæ og þeim verkefnum sem komu til umfjöllunar hjá starfshópnum. Í niðurstöðum starfshópsins er lagt til að valin verði fjögur verkefni sem eru stafrænt Garðakort, umhverfisgátt, þjónustugátt fyrir eldri borgara og snjöll afgreiðsla leikskólaumsókna.
3. 1906094 - Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, Heilsueflandi Garðabæ, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Tekið er fyrir mál nr. 1906094, innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, heilsueflandi Garðabær, Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Sunna Sigurðardóttir, verkefnisstjóri, og Kári Jónsson, íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Tillaga starfshóps um val á yfirmarkmiðum heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna fyrir Garðabæ lögð fram. Tillagan var lögð fram í bæjarráði Garðabæjar til kynningar í byrjun mars. Bæjarráð samþykkti að unnið yrði áfram með þau verkefni sem starfshópurinn valdi og vísaði tillögu starfshópsins til umfjöllunar í fastanefndum bæjarstjórnar. Sunna greinir frá vinnu starfshópsins.
4. 1908321 - Endurnýjun forvarnarstefnu Garðabæjar
Tekið er fyrir mál nr. 1908321, endurnýjun forvarnarstefnu Garðabæjar. Kári Jónsson, íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi situr fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnir nýja forvarnarstefnu Garðabæjar 2020. Forvarnarstefnan leggur áherslu á allt samfélagið og tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Fram kemur í máli Kára að allar ábendingar eru vel þegnar. Málið rætt.
5. 2005438 - Endurskoðun reglna um félagslegt leiguhúsnæði Garðabæjar.
Tekið er fyrir mál nr. 2005438 drög að endurskoðuðum reglum um félagslegt leiguhúsnæði í Garðabæ. Snædís Björnsdóttir, verkefnisstjóri, situr fundinn undir þessum dagskrárlið. Snædís kynnir drög að endurskoðuðum reglum sem nú eru í vinnslu og kallar eftir athugasemdum.Fyrirliggjandi drög og stigagjöf eru rædd. Kallað er eftir ábendingum og athugasemdum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. . 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).