Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
45. (2003). fundur
23.11.2021 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Ingvar Arnarson varamaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2106536 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2022 (2022-2025).
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu um álagningu fasteignagjalda og tillögu um að hækka gjaldskrár almennt um 2,5% í samræmi viðmið lífskjarasamningana 2019-2022.

Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri fór yfir tillögur að breytingum milli umræðna og áhrif þeirra á efnahag, sjóðstreymi og lykiltölur. Um óverulegar breytingar er að ræða.

Bæjarfulltrúarnir Björg Fenger og Harpa Þorsteinsdóttir, voru á fundi bæjarráðs undir dagskrárliðum 1 og 2.
2. 2111246 - Tillaga Garðabæjarlistans um átak til að fjölga félagslegu leiguhúsnæði í Garðabæ.
Lögð fram tillaga Garðabæjarlistans sem bæjarstjórn samþykkti að vísa til umfjöllunar bæjarráðs.

„Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að ráðast í átak til að fjölga félagslegum leiguíbúðum með því að auka fjárveitingu til kaupa á íbúðum í 450 milljónir fyrir árið 2022, í 350 milljónir fyrir árið 2023 og 350 milljónir fyrir árið 2024. Einnig samþykkir bæjarstjórn að leita leiða til að fjölga lóðum fyrir óhagnaðardrifin leigufélög í Garðabæ.“

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu við síðari umræðu um fjárhagsáætlun.
Tillaga Garðabæjarlistans um átak til að fjölga félagslegu leiguhúsnæði í Garðabæ.pdf
3. 1808087 - Staða framkvæmda við fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri.
Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildarstjóri umhverfis og framkvæmda gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við fjölnota íþróttahús. Lögð fram stöðuskýrsla, dags. í nóvember 2021. Fram kom að verið er byrja að leggja gervigrasteppi á gólf hússins.

Bæjarráð stefnir á að fara í skoðunarferð í húsið eftir fund bæjarráðs 6. desember nk.
Vetrarmýri 18 stöðuskýrsla 4 nov 21.pdf
4. 2101335 - Betri Garðabær - staða framkvæmda.
Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildarstjóri umhverfis og framkvæmda gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við verkefni sem falla undir Betri Garðabæ.
Staða verkefna_2019 og 2021-211119 (003).pdf
5. 2106029 - Austurhraun 7 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Austurhrauni ehf., kt. 550206-0990, leyfi fyrir viðbyggingu fyrir loftræstisamstæðu við atvinnuhúsnæði að Austurhrauni 7.
6. 1911425 - Austurhraun 9 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Marel hf., kt. 620483-0369, leyfi til að endurnýja og breyta þaki á tengibyggingu atvinnuhúsnæðis að Austurhrauni 9.
7. 2109212 - Kinnargata 92 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita HHV ehf., kt. 450916-1880, leyfi til að byggja fjölbýlishús með 20 íbúðum að Kinnargötu 92.
8. 2107287 - Maríugata 20 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Brimhyrnu ehf., kt. 640119-1600, leyfi til að byggja raðhús að Maríugötu 20.
9. 2107288 - Maríugata 22 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Brimhyrnu ehf., kt. 640119-1600, leyfi til að byggja raðhús að Maríugötu 22.
10. 2107289 - Maríugata 24 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Brimhyrnu ehf., kt. 640119-1600, leyfi til að byggja raðhús að Maríugötu 24.
11. 2111211 - Tilkynning frá Hafnarfjarðarbæ varðandi lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.
Bæjarráð vísar tilkynningunni til umfjöllunar skipulagsnefndar.
12. 2111173 - Bréf Kópavogsbæjar varðandi deiliskipulag Smárahvammsvegar, dags. 04.11.21.
Bæjarráð vísar tilkynningunni til umfjöllunar skipulagsnefndar.
13. 2111230 - Bréf Garðakórsins varðandi styrk, dags. 27.10.21.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
14. 2102374 - Bréf Þjóðskjalasafns Íslands varðandi skýrslu um skjalavörslu og skjalastjórn sveitarfélaga, dags. 16.11.21.
Með bréfinu fylgdi skýrsla um niðurstöður könnunar á skjalavörslu og skjalastjórn sveitarfélaga sem eru afhendingarskyld til Þjóðskjalasafns Íslands.
Skýrsla um skjalavörslu og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa sem eru afhendingarskyldar til Þjóðskjalasafns.pdf
Skjalavarsla-og-skjalastjorn-sveitarstjornarskrifstofa.pdf
15. 2111239 - Erindi Soroptimistaklúbbs Hafnarfjarðar og Garðabæjar varðandi átak á heimsvísu undir heitinu "Roðagyllum heiminn", dags. 15.11.21.
Í erindinu er hvatning um að lýsa upp turninn á bæjarskrifstofunum með appelsínugulum ljósum og taka þannig þátt í átaki á heimsvísu „Orange the World“ en markmiðið átaksins er að vekja athygli á ofbeldi gegn konum.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.
Erindi soroptimistaklúbbs Hafnarfjarðar og Garðabæjar.pdf
16. 2111288 - Bréf Hestamannafélagsins Spretts (afrit) varðandi kynningu Markaðsstofu Kópavogs á gönguleiðum, dags. 11.11.21.
Í bréfinu er vakin athygli á að Markaðsstofa Kópavogs hefur gefið út gönguleiðakort þar sem sérmerktir reiðstígar hafa verið tilgreindir sem gönguleiðir.

Afrit bréfs til Markaðsstofu Kópavogs varðandi átakið - Hiking Heaven, Gönguleiðir og kort.pdf
17. 2011383 - Reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannssaðstoðar
Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar - Lokaeintak 090921.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).