Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
11. fundur
12.09.2024 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Kjartan Vilhjálmsson aðalmaður, Sigþrúður Ármann varamaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson áheyrnarfulltrúi, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2403405 - Hólmatún deiliskipulagsbreyting. Dælustöð fráveitu
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Deildar og Landakots á Álftanesi að lokinni auglýsingu ásamt athugasemdum, umsögnum og greinargerð umhverfissviðs þar sem lögð eru til svör við athugasemdum. Tillagan gerir ráð fyrir staðsetningu dælustöðvar fráveitu á óbyggðu svæði vestan Hólmatúns.
Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030 gerir ráð fyrir veitumannvirki, þ.e. dælistöð fráveitu á þessum stað sem að nánar þurfi að gera ráð fyrir í deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd hefur skilning á því að íbúar í námunda við staðinn hafi áhyggjur af staðsetningu stöðvarinnar, sérstaklega af bráðabirgðarráðstöfunum vegna skólphreinsunar.
Málið hefur verið skoðað vel að hálfu umhverfissviðs og ráðgjafa, m.a. hvort önnur staðsetning gæti verið betri. Sjálfrennsli núverandi lagna hefur þar mikið að segja og það rask sem framkvæmdir myndu óhjákvæmilega fylgja breytingum á lögnum sem væri þá ráðist í vegna útfærslu á bráðabirgðaráðstöfunum.
Niðurstaða skoðunar er sú að ekki er mælt með annarri staðsetningu en þeirri sem deiliskipulagstillagan og aðalskipulag gera ráð fyrir.
Óþægindi vegnar lyktmengunar teljast óveruleg en til að koma til móts við athugasemdir þá leggur skipulagsnefnd til að bætt verði við ákvæði í tillöguna sem gerir ráð fyrir því að lífsíu (biofilter) verði komið fyrir í útblæstri bráðabirgðahreinsistöðvar.
Áhrif umferðar í tengslum við rekstur teljast óveruleg og er ekki ástæða til að bregðast við þeim þætti málsins.
Útsýnisskerðing samkvæmt auglýstri tillögu er nokkur á meðan að bráðabirgðaráðstafanir vegna hreinsunar eru til staðar. Skipulagsnefnd leggur til að hámarkshæð byggingar vegna hreinsistöðvar til bráðarbirgða lækki um 1 metra, úr 3 m í 2 og að hún verði niðurgrafin og umlykt grasmönum að auki. Grasmanir koma að auki til móts við athugasemdir sem lúta að hugsanlegu ónæði vegna hljóðs frá hreinsistöðinni.
Mikilvægi þess að meðhöndlun fráveitu sé samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru og hafa það að tilgangi að draga úr áhrifum á umhverfið er ótvírætt.
Undirbúningur vegna útfærslu á endurbættu fráveitukerfi á Álftanesi er hafin og beinir skipulagsnefnd því til umhverfissviðs að þeirri vinnu verði flýtt eftir megni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna, með ofangreindri breytingum á útfærslu bráðabirgðabyggingar, sem breytingu deiliskipulags Deildar og Landakots í samræmi við 3.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að svörum við athugasemdum.

2. 2306582 - Farsímasendir Helguvík - Þórukot - Dsk br. - byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Helguvíkur á Álftanesi að lokinni auglýsingu. Tillagan gerir ráð fyrir staðsetningu fjarskiptamasturs við gatnamót Suðurnesvegar og Höfðabrautar sem getur orðið allt að 12 metra hátt. Engar athugasemdir bárust og umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga á tillögunni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi Helguvíkur í samræmi við 3.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
3. 2405525 - Gásamýri 14-28 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um útfærslu á 1 hæðar raðhúslengjum við Gásamýri ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Samkvæmt hugmyndinni myndu byggingarreitir þriggja raðhúslengja af fjórum ná 3-7 metra út fyrir landnotkunarreit íbúðarbyggðar í aðalskipulagi inn á opið svæði. Í aðalskipulagi er opna svæðið skilgreint sem mikilvæg sjónlína en lóðir raðhúsanna ná lítillega inn á opna svæðið skv gildandi deiliskipulagi. Samkvæmt fyrirspurn myndu viðkomandi lóðir færast lengra inn á opna svæðið.
Í umsögn skipulagshöfundar kemur fram að breytingarnar teljist jákvæðar hvað útfærslu húsanna varðar.Skipulagsnefnd tekur undir það sjónarmið.
Skipulagsnefnd óskar eftir því að skoðað verði hvort færa mætti raðhúslengjurnar Gásamýri 14-20 og 22-28 norðar þannig að þær færu ekki eins langt út fyrir landnotkunarreit.
Ef tillagan gerir ráð fyrir að byggingarreitir fari 3 metra út fyrir landnotkunarreit íbúðarbyggðar gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að skipulagsstjóri afgreiði hana sem óverulega breytingu deiliskipulags Króks.
4. 2405524 - Gásamýri 2-12 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um útfærslu á 1 hæðar raðhúslengjum við Gásamýri ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Samkvæmt hugmyndinni myndu byggingarreitir þriggja raðhúslengja af fjórum ná 3-7 metra út fyrir landnotkunarreit íbúðarbyggðar í aðalskipulagi inn á opið svæði. Í aðalskipulagi er opna svæðið skilgreint sem mikilvæg sjónlína en lóðir raðhúsanna ná lítillega inn á opna svæðið skv gildandi deiliskipulagi. Samkvæmt fyrirspurn myndu viðkomandi lóðir færast lengra inn á opna svæðið.
Í umsögn skipulagshöfundar kemur fram að breytingarnar teljist jákvæðar hvað útfærslu húsanna varðar.Skipulagsnefnd tekur undir það sjónarmið.
Þar sem tillagan gerir ráð fyrir að horn byggingarreits raðhúslengjunnar Gásamýrar 2-6 fari aðeins 3 metra út fyrir landnotkunarreit íbúðarbyggðar og 8-12 lítillega gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að skipulagsstjóri afgreiði hana sem óverulega breytingu deiliskipulags Króks.
5. 2407151 - Hólprýði 1 - Hraunflöt - deiliskipulagsbreyting
Lögð fram umsókn um breytingu deiliskipulags Garðahrauns sem gerir ráð fyrir því að einbýlishúslóðin Hólprýði 1 sem er 2.465 m2 að stærð skiptist í þrjár einbýlishúslóðir sem yrðu 788 m2, 1.030 m2 og 740 m2 að stærð.

Markmið deiliskipulags Garðahrauns er sett fram í kafla 1.5. í greinargerð en þar segir: "Þar sem að framkvæmdir eru heimilar samkvæmt skipulaginu er lögð rík áhersla á að halda sem best sérkennum svæðisins og vernda hraunmyndanir eftir því sem nokkur kostur er." Lóðir sunnan Garðahraunsvegar eru stærri en norðan hans en misstórar allt að 6.273 m2 að stærð, meðalstærð 1.908 m2. Þrjár lóðir eru minni en 1.000 m2. Skipulagsnefnd telur að uppskipting lóða sunnan Garðahraunsvegar vinni gegn markmiðum deiliskipulagsins um verndun hraunsins og hafnar því umsókninni. Er þar vísað til fyrri svara skipulagsnefndar vegna óska um uppskiptingu lóða í Garðahrauni sem eru minni en 3.000 m2.
Umsókninni er því hafnað.

Baldur Ó. Svavarsson vék af fundi undir þessum lið.
6. 2305147 - Hraungarðar - Garðprýði 1 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Garðahrauns vegna lóðarinnar að Hraungörðum
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Garðahrauns að lokinni auglýsingu. Tillagan gerir ráð fyrir því að 6.273 m2 lóð Hraungarða (Garðprýði 1) verði skipt upp í tvær lóðir.
Athugasemdir hafa borist frá eigendum aðliggjandi lóða.
Tillögu ásamt athugasemdum og umsögnum vísað til skoðunar hjá Umhverfissviði.
7. 2406617 - Goðatún 11 - tilkynningaskyld framkvæmd
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um útfærslu girðingar á lóðarmörkum að götu en húsið stendur á horni efst í götunni að innanverðu.
Deiliskipulag Silfurtúns kveður á um að hæð girðinga á lóðarmörkum að götu er 0,75 m sem er lægra en almenn samþykkt Garðabæjar um veggi og girðingar. (kafli 4.4.3. í greinargerðinni).
Skipulagsnefnd vísar fyrirspurn til skoðunar hjá Umhverfissviði.
8. 2409044 - Mávanes 13 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi. Hluti þess sem sótt er leyfi fyrir hefur verið framkvæmt í óleyfi m.a. 19,2 m2 bátaskýli sem nær út fyrir lóðarmörk að fjöru. Á afstöðumynd er sýndur grjótgarður utan lóðarmarka sem ætlaður er til landslagsmótunar.
Umsókn vísað til skoðunar hjá Umhverfissviði.

9. 2408350 - Vorbraut 9 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn fyrir fjölbýlishúsið að Vorbraut 9 ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað uppbrot úthliða og gólfkóta 1.hæðar varðar og minnst er á í umsögn deiliskipulagshöfundar.
Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemd við uppdrættina hvað deiliskipulag Hnoðraholts norður varðar.
10. 2408351 - Vorbraut 11 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn fyrir fjölbýlishúsið að Vorbraut11 ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað uppbrot úthliða og gólfkóta 1.hæðar varðar og minnst er á í umsögn deiliskipulagshöfundar.
Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemd við uppdrættina hvað deiliskipulag Hnoðraholts norður varðar.
11. 2409103 - Hnoðraholt-háholt, deiliskipulag
Skipulagsstjóri leggur til að umhverfissviði verði falið að undirbúa mótun tillögu að deiliskipulagsáfanga sem nái til háholts Hnoðraholts frá byggð við Vorbraut og Skerpluholt að fyrirhugaðri Haustbraut.
Skipulagsnefnd fellst á tillögu skipulagsstjóra og skipulagsráðgjafa Hnoðraholts norður verði falið að leggja fram tillögu að skipulagslýsingu.
12. 2409059 - Reiðstígur í Vífilsstaðahlíð - Dsk.br.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Heiðmerkur sem gerir ráð fyrir því að lega reiðstígs í Ljósukollulág í Vífilsstaðahlíð breytist og verður að hluta til innan friðlands Vífilsstaðalands. Lega reiðstígsins niður hlíðina breytist til samræmis við niðurstöðu vettvangsskoðunar sem efnt var til nýverið og starfsmenn umhverfissviðs skipulagsráðgjafi, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur og fulltrúi hestamannafélagsins Spretts tóku þátt í.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til meðferðar hjá Umhverfisstofnun þar sem tillagan gerir ráð fyrir að stígurinn muni liggja innan marka friðlandsins.
13. 2210509 - Dreyravellir 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lög fram umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á hesthúsinu að Dreyravöllum 5. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á þaki sem er ekki í samræmi við ákvæði deiliskipulags um þakform og kallar því á breytingu deiliskipulags.
Vísað til frekari skoðunar hjá umhverfissviði.
14. 2408308 - Göngu- og hjólastígur um Ásbraut Kópavogi - Umsagnabeiðni.
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugsemd við skipulagslýsinguna.
15. 2409092 - Ask.Rvk 2040 - Íbúðaruppbygging í grónum hverfum - Frekari uppbyggingarmöguleikar í Grafarvogi og öðrum borgarhlutum
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugsemd við skipulagslýsinguna.
16. 2408019F - Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 10
 
2406835 - Helguvík - Lambhagi 3 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2408081 - Birkás 1 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2407178 - Mosprýði 3 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2406092 - Gilsbúð 7 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2404512 - Smiðsbúð 9 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2407176 - Espilundur 9 - tilkynningarskyld framkvæmd
 
 
 
2407313 - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem felst í sameiningu lóða við Þorraholt ofl.
 
 
 
2406834 - Þorraholt 13 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2406817 - Stekkholt 14 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2406431 - Stekkholt 51 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2406430 - Stekkholt 53 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2408458 - skerpluholt 4 - Deiliskipulagsbreyting
 
 
 
2407268 - Skerpluholt 3 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2407063 - Skerpluholt 11og 13 - dsk br. hækkun hæðarkóta
 
 
 
2404411 - Vorbraut 37-47 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2312042 - Vinastræti 1-3 - Umsókn um byggingarleyfi ( 3. áfangi Urriðaholtsskóli)
 
 
 
2305173 - Keldugata 5 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2405177 - Grímsgata 6 - DSK br.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).