Fundargerðir

Til baka Prenta
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar
30. fundur
14.05.2025 kl. 08:00 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir varamaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir aðalmaður, Hjördís Guðný Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Þorgerður Anna Arnardóttir varafulltrúi skólastjóra, Ragnheiður Stephensen fulltrúi kennara.

Fundargerð ritaði: Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi Garðabæjar.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2505184 - Erindi frá MMS - Birting námsefnis sem styrkt hefur verið af Þróunarsjóði leik- og grunnskóla
Skólanefnd samþykkir beiðni frá Miðstöð menntunar og skólaþróunar um að birta og vekja athygli á því námsefni sem unnið hefur verið með styrkjum úr Þróunarsjóði grunnskóla að því tilskyldu að fram komi að verkefnin séu styrkt úr Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar og höfunda verkefna sé getið.
2. 2502489 - Endurmenntunarsjóður grunnskóla 2025
Lagt fram bréf frá Endurmenntunarsjóði grunnskólans um úthlutun styrkja til verkefna á sviði fræðslu- og uppeldismála, samtals að fjárhæð kr.5.768.

Um er að ræða eftirfarandi styrki.

Álftanesskóli kr. 700.000
Flataskóli kr. 700.000
Hofsstaðaskóli kr. 700.000
Sjálandsskóli kr. 280.000
Urriðaholtssk. kr. 700.000
Garðabær - fræðslu- og menningarsvið kr. 2.688.000.-

Samtals úthlutað kr.5.768.000.-
3. 2505186 - Skóladagatal grunnskóla 2026-2027
Tillaga að skóladagatali grunnskóla 2026-2027 lögð fram og samþykkt.
4. 2505195 - Hjallastefnan breytingar á grunnskólastigi
Lagt fram bréf frá Barnaskóla Hjallastefnunnar um breytingar á skólahaldi. Frá og með skólaárinu 2025-2026 mun kennsla á miðstigi verða hætt. Skólanefnd felur fræðslustjóra að skoða gildandi samning og áhrif á hann vegna breytinganna.
5. 2505185 - Íslenska æskulýðsrannsóknin í grunnskólum 2025 Garðabær
Ingimar Guðmundsson verkefna- og kynningarstjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Ragný Þóra Guðjohnsen, faglegur stjórnandi Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar - Menntavísindastofnun Háskóla Íslands, kynntu niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar vegna skólaársins 2024-2025.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).