Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
27. (2034). fundur
09.08.2022 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir varamaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2202181 - Grímsgata 2-4 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita ÞG Íbúðum ehf., kt. 600115-0220, leyfi til að byggja fjölbýlishús með 33 íbúðum að Grímsgötu 2-6.
2. 2208160 - Tilkynning frá forsætisráðuneytinu varðandi starfsemi Þjóðhagsráðs 2022, dags. 05.08.22.
Lögð fram til kynningar.
3. 2207498 - Erindi Félags eldri borgara í Garðabæ varðandi endurnýjun samstarfsamnings, dags. 24.07.22.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um endurnýjun samstarfssamnings.
4. 2207504 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir starfsstöð ökutækjaleigu að Blikastíg 8.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að ökutækjaleigu Cool Fox ehf., kt 690616-2800 ehf. verði veitt starfsleyfi með aðsetur að Blikastíg 8, Garðabæ enda verði uppfyllt það skilyrði sem fram kemur í umsókn að eingöngu er sótt um leyfi fyrir einu ökutæki.
5. 2208110 - Erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar varðandi rammasamning milli ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032, dags. 12.07.22.
Í erindinu kemur fram að ætlunin er að bjóða sveitarfélögunum til viðræðna um samninginn og er fyrsta skrefið að framkvæma stöðumat.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðræður við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um stöðumat þar sem farið er yfir stöðu á uppbyggingu íbúða, þarfagreiningu, stöðu lóða og annarra þátta sem máli skipta.
Rammasamningur IRN Samband HMS - undirritað.pdf
Erindi HMS um rammasamning milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 12.07.2022.pdf
6. 2208112 - Tilkynning frá Umhverfisstofnun varðandi stöðuskýrslu fráveitumála 2020, dags. 23.06.22.
Lögð fram og vísað til kynningar í umhverfisnefnd.
Tilkynning frá Umhverfisstofnun um stöðuskýrslu fráveitumála 2020, dags. 23.06.2022.pdf
7. 2111362 - Drög að samningi við Reir þróun ehf. um uppbyggingu íbúðarbyggðar við Þorraholt.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra umboð til undirritunar samningsins.
8. 2106507 - Tilboð í framkvæmdir við byggingu leikskóla í Urriðaholti.
Bæjarstjóri upplýsti um samkomulag við lægstbjóðanda Fortis ehf. þar sem félagið fellur frá tilboði sínu í framhaldi af ákvörðun kærunefndar útboðsmála frá 14. júlí sl. um að hafna kröfu Garðabæjar um að aflétta sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar vegna útboðs.

Eitt annað tilboð barst í útboðinu frá Þarfaþingi hf. að fjárhæð kr. 1.489.083.561.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Þarfaþings hf., enda falli félagið frá kæru til kærunefndar útboðsmála í málinu. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins.

Sara Dögg Svanhildardóttir, lagði fram svohljóðandi bókun.
„Niðurstaða kærunefndar útboðsmála um að aflétta ekki stöðvun samningsgerðar vegna útboðs byggingar og fullnaðarfrágangs leikskólans í Urriðaholti staðfesti því miður àhyggjur okkar í Viðreisn um að enn og aftur hafi ekki verið vandað nægjanlega til verka við framkvæmd útboðs. Nú vegna framkvæmda nýs leikskóla í Urriðaholti.
Viðreisn ítrekar enn og aftur þá hvatningu til meirihlutans, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að standa vörð um fagleg vinnubrögð þegar kemur að framkvæmd útboða og tryggja að farið sé að lögum um opinber innkaup."
Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar


Björg Fenger, lagði fram svohljóðandi bókun.
„Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins viljum árétta að eðlilega var staðið að útboði á framkvæmdum við leikskólann Urriðaból. Öll málsmeðferð í útboðsferlinu og eftir að kæra barst miðaði að því að gæta hagsmuna bæjarins í hvívetna bæði varðandi fjárhagslega og lagalega þætti.
Nú liggur fyrir að lægstbjóðandi hefur fallið frá tilboði sínu og að hinn bjóðandinn standi við sitt tilboð. Með því að taka því tilboði og hefja framkvæmdir hið fyrsta mun leikskólastarf í Urriðabóli við Holtsveg hefjast á haustdögum 2023 eins og áformað hefur verið."
Björg Fenger, Gunnar Valur Gíslason og Margrét Bjarnadóttir, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.

9. 2208149 - Erindi íbúa varðandi ágengni máfa á Sjálandi, dags. 03.08.22.
Bæjarstjóri upplýsti um neikvæða umsögn Náttúrufræðistofnunar við umsókn Garðabæjar um undanþágu frá friðlýsingarskilmálum Gálgahrauns og leyfi til að fækka sílamáf á svæðinu með því að stinga á egg til að draga úr varpárangri. Í umsögninni kemur fram að nýlegar upplýsingar vantar um stofnstærð sílamáfs á helstu varpstöðvum á Suðvesturlandi og því erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif staðbundnar aðgerðir myndu hafa. Náttúrufræðistofnun hefur því ekki mikla trú á að þessar áætluðu aðgerðir um að stinga á egg í hreiðrum í hluta Gálgahrauns muni skila árangri við að fækka sílamáfi við Arnarnesvog. Umsóknin er enn til meðferðar hjá Umhverfisstofnun og gefst Garðabæ kostur á að koma mótrök við umsögn Náttúrufræðistofnunar, draga umsókn sína til baka eða breyta henni áður en tekin verður lokaákvörðun í málinu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að bregðast við umsögn Náttúrufræðistofnunar ásamt því að vinna að tillögum um aðgerðir til að draga megi úr ágangi máfa innan bæjarmarkana. Jafnframt er bæjarstjóra falið að taka málið upp innan vettvangs stjórnar SSH:
FW: gardabaer.is - hafa samband.pdf
Umsögn Náttúrufræðistofnunar varðandi undanþága frá friðlýsingarskilmálum Gálgahrauns og leyfi til að fækka sílamáf á svæðinu.pdf
10. 2208157 - Eldgos í Meradölum - stöðuskýrsla Samhæfingarstöðvar Almannavarna, dags. 03.08.22.
Lagðar fram stöðuskýrslur Samhæfingarstöðvar Almannavarna, dags. 3. og 4. ágúst 2022 varðandi eldgosið í Meradölum.
Stöðuskýrsla_Eldgos í Merardölum_20220803.pdf
Stöðuskýrsla SST_Eldgos í Meradölum_20220804.pdf
11. 2208158 - Erindi Plastlauss septembers varðandi fjárstuðning, dags. 24.06.22.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu umhverfisnefndar.
PS-2020-Ársskýsla.pdf
Styrkbeiðni.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).