Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
19. (1927). fundur
19.05.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1911304 - Kynning starfshóps um stafræna framþróun og þjónustu Garðabæjar.
Á fund bæjarráðs mættu Arndís Thorarensen og Þórhildur Gunnarsdóttir, ráðgjafar frá Parallel ásamt Sunnu G. Sigurðardóttur, verkefnastjóra. Gerðu þær grein fyrir vinnu starfshóps um stafræna þjónustu og framþróun hjá Garðabæ og nánari greiningu á verkefnum sem komu til umfjöllunar hjá starfshópnum. Í niðurstöðum starfshópsins er lagt er til að valin verði fjögur verkefni sem eru stafrænt Garðakort, umhverfisgátt, þjónustugátt fyrir eldri borgara og snjöll afgreiðsla leikskólaumsókna.

Bæjarráð vísar tillögum að verkefnum til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 og til kynningar í fastanefndum.

Ingvar Arnarson, bæjarfulltrúi, sat fund bæjarráðs undir dagskrárliðum 1, 2, 3 og 4.
Stafrænn garðabær_ávinningsmat_kynning fyrir bæjarráð 190520.pdf
2. 2005194 - Bréf Strætó bs. varðandi drög að nýrri gjaldskrárstefnu, dags. 08.05.20.
Á fund bæjarráðs mættu Björg Fenger, formaður stjórnar Strætó bs. og Jóhannes Rúnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. og gerðu þau grein fyrir drögum að nýrri gjaldskrárstefnu Strætó. Í tillögu að nýrri gjaldskrá er m.a. gert ráð fyrir að einfalda og jafna afsláttargjöld þannig að bæði fastir og tilfallandi viðskiptavinir geti fundið fargjald við sitt hæfi.

Björg Fenger, bæjarfulltrúi, sat fund bæjarráðs undir dagskrárliðum 2, 3 og 4.
Erindi til sveitarstjórna vegna draga að nýrri gjaldskrárstefnu.pdf
3. 2003449 - Covid19 - fjárhagslegar aðgerðir.
Á fund bæjarráðs mætti Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og gerði grein fyrir sviðsmyndum vegna áhrifa Covid19. Fjármálastjóri fór yfir tillögur að breytingum og tilfærslu fjárveitinga vegna breyttra aðstæðna.

Bæjarráð samþykkir tillögur um breytingar og tilfærslur fjárveitinga samkvæmt framlögðu skjali sem birt verður með fundargerð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka í þeim tilvikum sem við á.

Hagræðing-verkefnum frestað-bra-18.05.2020.pdf
4. 1808087 - Staða framkvæmda við fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundum lykilstjórnenda þar sem verið er að ræða ágreining aðila um kostnað við grundun hússins.
5. 2004426 - Bjarnastaðavör 2A - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Valgeiri Páli Björnssyni, kt. 021091-3919, leyfi til að byggja einbýlishús að Bjarnastaðavör 2a.
6. 2003439 - Suðurhraun 3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Reginn atvinnuhúsnæði ehf., kt. 521009-1010 leyfi til að byggja skrifstofuhúsnæði að Suðurhrauni 3.
7. 2002347 - Smiðsbúð 2 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita B&S invest ehf., kt. 680119-1470 leyfi fyrir innri breytingum húsnæðis að Smiðsbúð 2.
8. 2005093 - Hátún 13- Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Önnu Björk Hjaltadóttur, kt. 020877-5379, leyfi til að breyta glugga á suðurhlið í svalahurð að Hátúni 13.
9. 2003477 - Hagaflöt 20 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Gunnari Smith, kt. 160172-4879, leyfi til breytinga á innra skipulagi einbýlishússins að Hagaflöt 20.
10. 2004242 - Holtsbúð 37 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Gunnari Má Hreinssyni, 081269-5999, leyfi til stækkunar á viðbyggingu við núverandi einbýlishús að Holtsbúð 37.
11. 1711191 - Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis varðandi framkvæmd umbóta við Flataskóla, dags. 04.05.20.
Bæjarráð felur fræðslu- og menningarsviði að hlutast til um að ráðuneytinu berist upplýsingar um framkvæmd umbóta sem áætlaðar voru í umbótaráætlun.
Óskað upplýsinga um framkvæmd umbóta við Flataskóla..pdf
12. 2005168 - Bréf kærunefndar húsamála varðandi ágreining um réttindi og skyldur eigenda að Hraunhólum 4, dags. 08.05.20.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsmuna bæjarins.
Ósk um greinargerð gagnaðila varðandi Hraunhóla 4.pdf
13. 2005197 - Erindi Rjúpnavalla ehf. varðandi forkaupsrétt við sölu á fiskiskipi.
Bæjarráð samþykkir leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að falla frá forkaupsrétti vegna sölu á mb. Leifi RE220 414.
14. 2005170 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguviða á höfuðborgarsvæðinu, 735. mál., dags. 12.05.20.
Lagt fram.
15. 2005219 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál., dags. 15.05.20.
Lagt fram.
16. 2005130 - Umsókn Plastlauss september 2020 um styrk, dags. 07.05.20.
Bæjarráð telur eigi unnt að verða við erindinu.
17. 2004427 - Bréf Brynju hússjóðs varðandi umsókn um stofnframlag 2020, dags. 24.04.20.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindi Brynju Hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands um greiðslu stofnframlags vegna kaupa á einni íbúð. Áætlað kaupverð er 43,7 mkr. og nemur stofnframlag 12% eða 5,2 mkr.
18. 2005205 - Stefna Magna lögmanna varðandi kröfu um bætur vegna tjóns að völdum galla í fjölbýlishúsinu að Holtsvegi 45.
Bæjarráð felur Andra Árnasyni, lögmanni að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).