Fundargerðir

Til baka Prenta
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar
39. fundur
14.05.2025 kl. 08:00 kom Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar saman til fundar í Garðavör í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Hrannar Bragi Eyjólfsson formaður, Harpa Rós Gísladóttir aðalmaður, Laufey Jóhannsdóttir aðalmaður, Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður, Arnar Hólm Einarsson varamaður, Kári Jónsson íþrótta-,tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Gunnar Richardson tómstundafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Kári Jónsson íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2505221 - Vinnuskóli Garðabæjar sumarið 2025
Gunnar Richardsson umsjónarmaður Vinnuskólans fór yfir umsóknir og skipulag sumarstarfsins 2025. 515 umsóknir eru komnar og enda líklegast í 6-700. Búast má við viðbótarskráningum þegar nær líður júní. Allir nemendur með lögheimili og eða í skólum í Garðabæ fái starf. Yfirflokkstjorar mæta til vinnu 20. maí og afgreiða óskir félaga og stilla upp í almenna hópa. Vinnan hefst 10. Júni hjá tveimur eldri árgöngunum 2009 og 2010 og 12. Júní hjá 2011. 
Eldri eiga að getað unnið mest samtals 1705 tíma en 2011 geta unnið 99.5 tíma.
2. 2505214 - Viðhaldsverkefni útisvæða, göngu- og hjólastíga
Farið var yfir minnisblað frá Umhverfissviði um helstu viðhaldsverkefni Garðabæjar varðandi útileikvelli, leiktæki, þrektæki, hjóla- og göngustíga.
Þar komu einnig fram hugmyndir að staðsetningu nýrra úti hreystivalla svo sem NV-Urriðaholts, við leiksvæðið Sandakri, á opnu svæði við Búðakinn, í Hæðahverfi, við Vífilsstaðavatn. Fundarmenn nefndu einnig Ásahverfi og við ylströndina í Sjálandshverfi.
3. 2503352 - Hönnun - Útboð - Endurnýjun Gervigras Álftanesvöllur
Niðurstaða bæjarráðs vegna útboðs í endurnýjun á gervigrasi knattspyrnuvallar á íþróttasvæðinu við Breiðumýri á Álftanesi, Álftanesvallar var kynnt:
Eftirfarandi tilboð bárust í útboðsverkið "Garðabær - Álftanesvöllurinn - Endurnýjun gervigras":
Altis ehf. (4 tilboð): kr. 88.845.006, kr. 98.364.630, kr. 103.403.116 og kr. 112.922.740.
Metatron ehf. (3 tilboð): kr. 102.269.600, kr. 112.079.600 og kr. 119.927.600.
Laiderz (danskt lagningarfyrirtæki - 2 tilboð): kr. 122.799.474 og kr. 134.014.266. Kostnaðaráætlun var kr. 116.595.000.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 6. maí 2025 að taka tilboði lægstbjóðanda Altis ehf. að fjárhæð kr. 88.845.006, 76% af kostnaðaráætlun.
Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins.
4. 2504152 - Sumarnámskeið barna 2025
15 félög hafa tilkynnt námskeið fyrir yngri börn í sumar. Slóðin á kynningar á vef bæjarins er: https://www.gardabaer.is/ibuar/ithrotta-og-tomstundastarf/sumarnamskeid/
5. 2208200 - Samningur við KSÍ um afnot að Miðgarði
Endurnýjun samnings við KSÍ um afnot af knattspyrnuaðstöðu í Miðgarði næstu 3 ár var lögð fram til kynningar.
ÍTG leggur áherslu á ákvæði 6. greinar samningsins þar sem Garðabær gerir fyrirvara um að verði þörf á að sinna skólaíþróttum og íþróttafélögum bæjarins í húsinu getur komið til þess að endurskipuleggja þurfi notkun á mismunandi rýmum í samstarfi við forstöðumann Miðgarðs.
6. 2504247 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Hákons Atla Bjarkasonar vegna keppni í borðtennis á Finnland Open 7. apríl 2025 á vegum ÍF.
Önnur mál:
a) Verið er að undirbúa sérstakt verkefni vegna félagslegrar einangrunar eldri borgara. Velferðarsvið hefur auglýst starf í sumar til þess að vinna að verkefninu í sumar. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2025.
Þá hefur velferðarsvið verkefni til að sporna gegn félagslegri einangrun eldri borgara á dagskrá haustið 2025 eða vorið 2026.

b) Kynning á niðurstöðum úr síðustu fyrilögn íslensku Æskulýðsrannsóknarinnar fór fram í Sveinatungu klukkan 9:00-10:30.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).