Fundargerðir

Til baka Prenta
Öldungaráð
2. fundur
12.05.2025 kl. 08:00 kom Öldungaráð saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Harpa Rós Gísladóttir aðalmaður, Eysteinn Haraldsson aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Anna Ragnheiður Möller aðalmaður, Laufey Jóhannsdóttir aðalmaður, Sæbjörg Einarsdóttir aðalmaður, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu, Elín Þuríður Þorsteinsdóttir umsjónarmaður félagsstarfs eldri borgara.

Fundargerð ritaði: Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2211434 - Kynning fyrir öldungaráð
Kynning á samþættri þjónustu eldra fólks í Mosfellsbæ. Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs í Mosfellsbæ fer yfir samþætta þjónustu eldra fólks í Mosfellsbæ og svarar fyrirspurnum nefndarmanna.
2. 2503150 - Stefna í málefnum eldri borgara - Aðgerðaráætlun 2025 -2026
Öldungaráð staðfestir framlögð lokadrög aðgerðaráætlunar í málefnum eldra fólks 2025-2026 sem verða í framhaldi lögð fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til samþykktar.
3. 2301003 - Gott að eldast - aðgerðaáætlun
Kynning á verkefni WHODAS sem snýr að samræmdu mati á færni eldra fólks. Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu fer yfir stöðu verkefnis og svarar fyrirspurnum fundarmanna.
4. 2301003 - Gott að eldast - aðgerðaáætlun
Efling og þróun dagdvala á landsvísu - Skýrsla starfshóps, mars 2025 lögð fram til kynningar og umræðu.
5. 2504507 - Aðalfundur Öldrunarráðs Íslands 2025
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).