Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
21. (2028). fundur
14.06.2022 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda, Sunna Stefánsdóttir samskipta- og kynningarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2106536 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2022 - viðauki nr. 1.
Á fund bæjarráðs kom Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og gerði grein fyrir viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun Garðbæjar fyrir árið 2022.

Í viðaukanum er búið að færa hlutdeild Garðabæjar í áætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpu bs. og Strætó fyrir árið 2022 í upphaflega samþykkta áætlun fyrir árið 2022.

Viðaukinn er gerður vegna breytinga á 20. gr. reglugerðar nr. 121/2015 þar sem kveðið er á um að færa samstarfsverkefni og byggðasamlög inn í samantekin reikningskil sveitarfélaga miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags. Í yfirlit með viðaukanum eru sýnd áhrif hans á rekstur og sjóðstreymi samkvæmt fjárhagsáætlun.

Samkvæmt viðaukanum batnar rekstrarstaða A og B hluta um 13,5 mkr. Hlutur Garðabæjar í fjárfestingum byggðasamlaganna er áætluð um 103,6 mkr og er þegar fjármagnaður hjá samlögunum.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2022 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Viðauki1byggðasamlög.pdf
2. 2202267 - Skógarprýði 10 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Rakel Arnfjörð Haraldsdóttur, kt. 160370-5569, leyfi til að byggja einbýlishús að Skógarprýði 10.
3. 2205352 - Opnun tilboða í yfirborðsmerkingar gatna í Garðabæ 2022.
Eftir farandi tilboð bárust í íyfirborðsmerkingar gatna í Garðabæ.

GSG ehf. kr. 4.463.500
Vegamál vegmerking ehf. kr. 6.971.800

Kostnaðaráætlun kr. 9.940.000

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda GSG ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.

4. 2006465 - Dómur Landsréttar í máli Elbu ehf. gegn Garðabæ, mál nr. 121/2021.
Lagður fram dómur Landsréttar í máli Elbu ehf. gegn Garðabæ.

Í dómsorði kemur fram að fallist á kröfur Garðabæjar um staðfestingu á hinum áfrýjaða dómi.
Dómur Landsréttar, Elba ehf. g Garðabæ, mál nr. 121 2021.pdf
5. 2107321 - Tilboð í byggingarrétt lóða við Þorraholt 2 - 4.
Lögð fram eftirfarandi tilboð í byggingarrétt lóða við Þorraholt 2 og 4.

Tilboð 1.
Þorraholt 2 og 4 kr. 210.000.000.

Tilboð 2
Þorraholt 2 kr. 138.000.000
Þorraholt 4 kr. 144.250.000
Samtals: kr. 282.250.000

Á fundinum var upplýst að tilboð 2 er frá Heklu fasteignum hf., kt. 631202-3060.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Heklu fasteigna ehf. um nánari útfærslu tilboðsins og áform félagsins varðandi starfsemi á lóðunum.

6. 1711191 - Bréf mennta- og barnamálaráðuneytis varðandi umbótaáætlun fyrir Flataskóla, dags. 08.06.22.
Í bréfi ráðuneytisins, dags. 9. júní sl. kemur fram að Garðabær og Flataskóli hafa gert fyllilega grein fyrir umbótum í kjölfar úttektar ráðuneytisins og er málinu lokið.
MRN22020376.pdf
MRN22020376_lokid.pdf
7. 2205122 - Útgáfa á upplýsingaöryggisstefnu Garðabæjar.
Lögð fram og kynnt útgáfa á upplýsingaöryggisstefnu Garðabæjar.
Upplýsingaöryggisstefna Garðabæjar lokaskjal.pdf
8. 2202330 - Reglur um greiðslur til forráðmanna barna eldri en 12 mánaða sem ekki hafa fengið úthlutað leikskólavist.
Bæjarráð samþykkir að vísa reglum um greiðslur til forráðmanna barna eldri en 12 ára sem ekki hafa fengið úthlutað leiksólavist í Garðabæ til afgreiðslu bæjarstjórnar.
9. 2206127 - Bréf Styrktarsjóðs Garðasóknar varðandi ársreikning fyrir árið 2021, dags. 02.06.22.
Lagt fram.

Ingvar Arnarson og Sara Dögg Svanhildardóttir, lögðu fram eftirfarandi bókun.

"Bæjarfulltrúar Viðreisnar og Garðabæjarlistans óska eftir sundurliðun á úthlutun úr styrktarsjóði Garðasóknar. En Garðabær leggur sjóðnum til fjárhæð á ári hverju.
En mikilvægt er að viðhafa gagnsæi við úthlutun fjármuna úr bæjarsjóði.
Einnig óska fulltrúar Viðreisnar og Garðabæjarlistans eftir upplýsingum um úthlutunarreglur úr styrktarsjóði Garðasóknar."



Ársreikningur Styrktarsjóðs Garðasóknar.pdf
Bréf varðandi ársreikning, dags. 02.06.2022..pdf
Samtykktir Styrktarsjóðs Garðasóknar 1995 med breytingum 2004 (002).pdf
10. 2206139 - Erindi Carbfix ohf. varðandi uppsetningu skjálftamæla.
Bæjaráð gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við uppsetningu skjálftamæla á Garðaholti og vísar málinu til afgreiðslu umhverfisnefndar. Staðsetning skjálftamæla skal kynnt íbúum og hagsmunaaðilum á Garðaholti.
11. 2102515 - Opnun tilboða í skólamáltíðir í grunn- og leikskólum Garðabæjar 2022-2025.
Lögð fram eftirfarandi tilboð í skólamáltíðir í grunn- og leikskólum Garðabæjar 2022-2025.

Magn Umhverfisvaktin Matartíminn Skólamatur
Skóli Verð kr. Verð kr. Verð kr.
Flataskóli 310 284.890 264.430 265.050
Garðaskóli 490 377.790 418.950
Sjálandsskóli 415 381.385 333.660 354.825
Hofsstaðaskóli 300 275.700 270.300 256.500
Álftanesskóli 200 193.000 171.000
Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli 150 144.750 138.000
Leikskóli Urriðah 120 135.360 151.440
Samtals Urriðah. - 280.110 289.440
Mánahvoll - 60 60.780 74.520
Sunnuhvoll - 27 58.050 52.434
Bæjarból - 79 89.507 98.118

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs upplýsti að næringarfræðingur er að yfirfara matseðla og munu niðurstöður liggja fyrir innan 14. daga. Stefnt er því að taka tilboðin fyrir að nýju í bæjarráði 28. júní nk.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).