Fundargerðir

Til baka Prenta
afgreiðslufundir skipulagsstjóra
12. fundur
22.11.2021 kl. 09:00 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur. Arnar Hannes Halldórsson byggingarfulltrúi. Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur. Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri. Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2110078 - Muruholt 2 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að girðingu á mörkum lóðarinnar Muruholt 2 að Lyngholti.
Með vísan í samþykkt um veggi og girðingar gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við vegghæð í 1,5 á þessari hlið lóðar á meðan að veggur verið brotinn upp á 2 til 3 stöðum og plöntur gróðursettar í innskotið.
Samkomulag eigenda aðliggjandi lóða við Klukkuholt þarf að liggja fyrir vegna veggja á og við þau lóðarmörk.
2. 2110175 - Lyngholt 1 og 3 - óveruleg deiliskipulagsbreyting
Lögð fram umsókn lóðarhafa Lyngholts 1 og 3 um deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir tilfærslu á lóðarmörkum um 90 cm til norðurs þannig að lóð nr. 1 stækkar um 27 m2 en lóð nr.3 minnkar sem því nemur.
Skipulagsstjóri metur breytinguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi Breiðumýrar og norðanverðs Sviðholts í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Í samræmi við 2.ml.3.mgr.44.gr.sömu laga er grenndarkynning felld niður þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
3. 2109366 - Borgarás 10 - Bílastæði - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir. Tilllagan skoðast því samþykkt.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
4. 2107293 - Borgarás 12 - Fyrirspurn um hljóðgirðingu
Deiliskipulag Hraunsholts vestra gerir ráð fyrir hljóðskermun en ekki á þessum stað. Fyrirspurn vísað til bæjarverkfræðings.
5. 2111099 - Langamýri 22 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn frá eiganda einnar íbúðar í fjölbýlishúsinu þar sem greint er frá því að bílastæði hafi verið útbúið á lóðinni án samþykkis annarra íbúa eða sveitarfélagsins.
Svar: Hvorki mæliblað né aðalteikningar hússins gera ráð fyrir bílastæði við hlið bílageymslu og er notkun sem lýst er í erindi ekki í samræmi við samþykktir. Ef sótt er um leyfi fyrir umræddu bílastæði þarf samþykki húsfélags að liggja fyrir. Umsókn þess efnis kallar á deiliskipulagbreytingu sem vísað yrði til grenndarkynningar.
6. 2110079 - Efstilundur 5 - Tilkynning um framkvæmdir
Sækja þarf um deiliskipulagsbreytingu og leggja fram uppdrátt sem er hæfur til grenndarkynningar.
7. 2111042 - Móaflöt 6 stækkun á húsi - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um viðbyggingu að sunnanverðu.
Svar: Viðbygging er innan byggingarreits og stærð húss eftir stækkun innan marka hámarksnýtingarhlutfalls sem skilgreint er í deiliskipulagi Flata.
Tillaga að breytingu kallar ekki á deiliskipulagsbreytingu. Sækja þarf um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa.
8. 2110138 - Markarflöt 57 - Deiliskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga og umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits að norðarverðu sem nemur 76 fermetrum. Lengd hans yrði 19 m en dýpt 4 m. Fjarlægð frá byggingarreit yrði 5 metrar í stað 9.
Skipulagsstjóri metur breytinguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Flata í samræmi við 2.mgr.43.greinar skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum Markarflatar 55 og Sunnuflatar 33, 35 og 37.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
9. 2108222 - Sunnuflöt 24 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að óverulegri deiliskipulagi deiliskipulags Flata sem nær til lóðarinnar Sunnuflöt 24 að lokinni grenndarkynningu. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 22.október. Engar athugasemdir bárust.
Tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting á deiliskipulagi Flata.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
10. 2107384 - Sunnakur 3 - Umsögn vegna lóðafrágangs - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um lóðarfrágang einbýlishússins Sunnakur 3. Lögð fram teikning með tillögu að lóðarfrágangi.
Svar: Baðhús stendur utan byggingarreits og við lóðarmörk, hæð veggja innan lóðarmarka og á lóðarmörkum er hærri en samþykkt Garðabæjar um veggi og girðingar gerir ráð fyrir. Nauðsynlegt er er að hönnuðir kynni sér deiliskipulagsákvæði og samþykkt Garðabæjar um veggi og girðingar.
Tillögu að útfærslu lóðar hafnað.
11. 2110336 - Grímsgata 2-4 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Fyrirspurn vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
12. 2109063 - Hraungata 10 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi sem gerir ráð fyrir breytingum á einbýlishúsinu Hraungata 10.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að lagnarýmum í kjallara sé breytt í íverurými þar sem heimilt er að reisa 2-3 hæða hús á lóðinni samkvæmt deiliskipulagi. Þar sem deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir kjöllurum þarf að breyta skilgreiningum á hæðum og kalla þá hæð sem nú er sótt um 1.hæð o.s.f.v. Í deiliskipulag er kveðið á um að 1 íbúð skuli vera í húsinu. Sýna þarf á uppdrætti að innangengt sé á milli 1.hæðar og 2.hæðar.(óuppfyllts rýmis og 1.hæðar skv samþykktum teikningum)
Í umsókn um byggingarleyfi er sótt um tegund byggingar sem íbúðar og gistihús. Ekki er hægt að fallast á að húsið sé skilgreint sem gistihús og skal öll sala á gistingu í húsinu vera innan ákvæða um heimagistingar sbr.lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr.85/2007.
13. 2110242 - Hraungata 44 steypt bílaplan - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um útfærslu á steyptu bílastæði lóðarinnar Hraungata 44 sem gerir ráð fyrir móttaka á ofanvatni innan lóðar.
Svar: Með vísan í afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarstjórnar vegna Kinnargötu 26 gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað ofangreinda útfærslu á bílastæði varðar þar sem að móttaki ofanvatns er innan lóðar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
14. 2110246 - Hraungata 46 - Breyting á bílaplani
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um útfærslu á steyptu bílastæði lóðarinnar Hraungata 44 sem gerir ráð fyrir móttaka á ofanvatni innan lóðar.
Svar: Með vísan í afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarstjórnar vegna Kinnargötu 26 gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað ofangreinda útfærslu á bílastæði varðar þar sem að móttaki ofanvatns er innan lóðar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
15. 1905048 - Maríugata 30-32 - Umsókn um byggingarleyfi
Með vísan í umsögn deiliskipulagshöfundar gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við lóðaruppdrátt. Skoða þarf þó ákvæði um gróður á lóðarmörkum að götu eins og bent er á í umsögn deiliskipulagshöfundar.
16. 2110106 - Víkurgata 22 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Með vísan í umsöng deiliskipulagshöfundar gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað þakhalla á sólskála varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).