Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
21. fundur
11.03.2020 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Guðfinnur Sigurvinsson aðalmaður, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Linda Björk Jóhannsdóttir garðyrkjufræðingur, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri.

Fundargerð ritaði: Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1906094 - Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, Heilsueflandi Garðabæ, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og
Guðbjörg Brá Gísladóttir gerði grein fyrir tillögu starfshóps um val á forgangsmarkmiðum Garðabæjar á heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Umhverfisnefnd samþykkir að áfram verði unnið með þau markmið sem starfshópurinn hefur valið.
Umhverfisnefnd þakkar starfshópnum vandaða vinnu.

2. 1911372 - Umhverfiskerfi
Við innleiðingu heimsmarkmiða er mikilvægt að hafa mælanleg markmið og styður slíkt jafnframt við umhverfisstefnur bæjarins. Umhverfisnefnd samþykkir að ganga til samninga við Klappir.
3. 1902106 - Skipulag útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum
Halldóra Hreggviðsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir frá Alta ásamt Hlöðveri Kjartanssyni fulltrúa frá StLO kynntu greinagerð sem unnin hefur verið vegna skipulags útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum.
Umhverfisnefnd ítrekar fyrri áherslur sínar um öryggi, fjölbreytta útivist og verndargildi svæðisins
4. 2002062 - FG - Landsvæði til útikennslu og ræktunar
Umhverfisnefnd tekur vel í erindi Fjölbrautaskólans í Garðabæ og telur að hægt verði að finna landsvæði sem skólinn tæki í fóstur en það þarf að vera unnið með skipulagsnefnd.
Til stendur að koma upp rafhleðslustöð við skólann í vor.
5. 2003145 - Aldingarður æskunnar
Rótarýklúbburinn Hof styrkir verkefnið Aldingarður æskunnar. Verkefnið snýst um að ræktuð verði aldintré, ávaxtatré ásamt ýmsum tegundum berjarunna við einn eða fleiri leikskóla bæjarins. Tilgangur verkefnisins er að efla vitund og virðingu ungra barna á slíkri ræktun með því að skapa fallegan trjáreit með algjöra sérstöðu. Þau fá svo að fylgjast með og njóta þeirra ávaxta sem ræktunin skilar.
Umhverfisnefnd fagnar og styður þetta verkefni.
6. 2003144 - Hreinsunarátak 2020
Umhverfisnefnd leggur til að hreinsunarátakið og vorhreinsun lóða verði með sama sniði og undanfarin ár.
7. 1811108 - Fundargerðir 2018 - 2022 - Reykjanesfólkvangur
Lagt fram. Umhverfisnefnd lýsir stuðningi við að gerða verði stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn og landvörður ráðin í fullt starf.
Fundur 12. feb. 2020.pdf
8. 2002280 - Bráðabirgðayfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland
Lagt fram.
Bradabirgdayfirlit.pdf
9. 2002305 - Samspil náttúruverndar, samfélags og atvinnulífs
Málþing sem halda á í næstu viku....
Dagskrá - Ný hugsun, ný nálgun í náttúruvernd.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).