Fundargerðir

Til baka Prenta
Öldungaráð
3. fundur
18.09.2023 kl. 08:00 kom Öldungaráð saman til fundar í Jónshúsi.
Fundinn sátu: Harpa Rós Gísladóttir aðalmaður. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður. Laufey Jóhannsdóttir aðalmaður. Stefanía Magnúsdóttir aðalmaður. Ólafur J Proppé aðalmaður. Margrét Björnsdóttir aðalmaður. Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu. Elín Þuríður Þorsteinsdóttir deildarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þóra Gunnarsdóttir Forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2111356 - Lagfæringar/breytingar á Jónshúsi
Undanfarna mánuði hefur verið unnið að endurbótum í Jónshúsi félagsmiðstöð eldri borgara í Garðabæ og hefur húsið nú verið opnað á nýjan leik og starfsemin komin vel af stað. Öldungaráð telur breytingarnar vel heppnaðar og mæta þörf fyrir aukna aðsókn að starfinu.
2. 2309191 - Kynning á haustdagskrá fyrir eldri borgara
Kynning á haustdagskrá fyrir eldri borgara, Elín Þuríður Þorsteinsdóttir, umsjónarmaður Jónshúss fer yfir dagskrá sem boðið verður upp á í Jónshúsi og Laufey Jóhannsdóttir formaður FEBG fer yfir dagskrá hjá FEBG í haust/vetur. Öldungaráð lýsir ánægju yfir því metnaðarfulla félagsstarfi og heilsueflingu sem boðið verður upp á í haust/vetur.
3. 2301003 - Gott að eldast - aðgerðaáætlun
Félags- og vinnumarkaðsráðherra lagði fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028 sem samþykkt var á Alþingi þann 10. maí sl. Tillögurnar byggja á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og viljayfirlýsingu hlutaðeigandi aðila um aukið samstarf í þjónustu við eldra fólk.

Framkvæmdin er á þann veg að skilgreind verða þróunarverkefni til fjögurra ára á grunni aðgerðaáætlunarinnar Gott að eldast. Meginþungi aðgerða í áætluninni felst í þróunarverkefnum þar sem samþætting félags- og heilbrigðisþjónustu í heimahúsum, nýsköpun og prófanir munu nýtast sem grundvöllur að ákvörðunum um framtíðarskipulag þjónustu við eldra fólk.

Vilji var fyrir því að skoða hvort sveitarfélögin Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur myndu eiga í samstarfi varðandi sameiginlega umsókn í þróunarverkefnið "Samþætt heimaþjónusta" ásamt aðilum úr heilbrigðisþjónustunni og hafa að undanförnu farið fram umræður á milli þessara þriggja sveitarfélaga og hlutaðeigandi aðila. Nú liggur fyrir að Garðabær á aðild að tveimur umsóknum í verkefnið Samþætt heimaþjónusta, með sveitarfélögum, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sóltúni öldrunarþjónustu ehf.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).