Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
27. fundur
11.11.2020 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Guðfinnur Sigurvinsson aðalmaður, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Páll Magnús Pálsson aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Linda Björk Jóhannsdóttir garðyrkjufræðingur, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1912201 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 4. Stígakerfi í Upplandi
Skipulagsstjóri og Þráinn Hauksson skipulagshönnuður fóru yfir tillögur af breytingum á stígum í upplandi Garðabæjar.
2. 2010116 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnisflutninga.
Lögð fram umsókn Urriðaholts ehf og Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa um framkvæmdaleyfi fyrir losun 49.500 m3 jarðefnis úr Urriðaholti á svæði í norðvesturhorni golfvallarsvæðis. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við þessa efnisflutninga.
3. 2011133 - Ársskýrsla Skógræktarfélags Reykjarvíkur 2019
Lagt fram.
4. 2010187 - Starfsskýrsla skógræktarfélags Garðabæjar
Lagt fram.

Bókun
Við í Garðabæjarlistanum lýsum ánægju okkar yfir starfsskýrslu skógræktarfélagsins og því mikla og góða starfi sem félagið hefur unnið frá stofnun. Það fólk sem hér hefur lagt hönd á plóg á allan heiður skilið. Við tökum heilshugar undir óánægju stjórnar að golfvöllur sé skipulagður inn í skóginn í Smalaholti. Á svæðinu sem ætlað er undir golfvöll samkvæmt skipulagi er í dag elsti og gróskumesti skógur svæðisins. Gróðursetning skógarins hófst á þessu svæði 1989.
Skógurinn er ómetanlegt útivistarsvæði með vel skipulögðum og úthugsuðum gönguleiðum, þar sem hægt er að ganga í svo til hvaða veðri sem er. Það er sorglegt til þess að vita að gönguieiðir og stór hluti skógarins eiga að fara undir golfvöll samkvæmt nýju skipulagi. Átta menn sig á hverju þeir eru að fórna? Það þarf líka pláss fyrir göngufólk og þá sem stunda ekki golf.
Hafa bæjaryfirvöld látið gera gróðurmat á svæðinu til að átta sig á kostnaði við verkefnið? Ef ekki, er það ekki tímabært?
Nú á dögum loftslagsbreytinga þegar leitað er allra leiða til að draga úr áhrifum gróðurhúsalofttegunda, áformar Garðabær að höggva niður skóg.
Við leyfum okkur að vona að þessi ákvörðun verði endurhugsuð.
5. 2010239 - Árskýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands 2019
Lagt fram.
6. 2005408 - Mengunarmælingar 2020
Lagt fram. Áfram verður fylgt aðgerðaráætlun.
7. 2010241 - Sporið - útivistarverkefni
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í beiðnina og óskar eftir nánu samstarfs milli starfsmanna Tækni- og umhverfissviðs, íþrótta og forvarnarfulltrúa við Sporið um val á leiðum að aðferðum við framkvæmdir. Sumir þessara stíga liggja inná friðlandi og þá þarf að upplýsa Umhverfisstofnun.
8. 2011149 - Strandverðir Íslands -
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í verkefnið og mun taka þátt í að auglýsa upp verkefnið með hreinsunarátaki Garðabæjar.
9. 1911396 - Loftlagsstefna Garðabæjar
Deildastjóri umhverfis og framkvæmda greindi frá vinnu við gerð verkfærakistu til sem ætlað er að efla og styðja íslensk sveitarfélög til að vinna aðgerðamiðaða stefnumótun í loftslagsmálum, fylgja henni eftir og vakta árangur sinn. Sveitarfélög munu einnig geta kortlagt árangursríkar aðgerðir til að draga úr losun frá sínum rekstri.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).