Umhverfisnefnd Garðabæjar |
12.06.2024 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í Seylunni í Sveinatungu, Garðatorgi. |
|
Fundinn sátu: Stella Stefánsdóttir formaður, Eiríkur Þorbjörnsson aðalmaður, Einar Þór Einarsson aðalmaður, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Björk Jóhannsdóttir verkefnastjóri, Egill Daði Gíslason deildarstjóri umhverfis og framkvæmda. |
|
Fundargerð ritaði: Linda Björk Jóhannsdóttir verkefnastjóri umhverfismála. |
|
Einnig sat fundinn Guðjón Pétur Lýðsson. |
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
1. 2311400 - Hjólreiðaáætlun Garðabæjar |
Þráinn Hauksson, hjá Landslagi kynnti drög að hjólreiðastefnu Garðabæjar. Umhverfisnefnd fagnar þessari vinnu. |
|
|
|
2. 2406314 - Vorhreinsun lóða 2024 |
Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fór yfir hvernig vorhreinsun lóða gekk. Vorhreinsun lóða fór fram dagana 8.-21. maí með breyttu fyrirkomulagi. Ríflega 30 gámum var komið fyrir um bæinn til að taka á móti garðaúrgangi sem íbúar komu sjálfir í gámana. Í heildina gekk vorhreinsunin vel og íbúar voru duglegir að nýta sér gámana. Gámarnir voru losaðir 121 sinnum. Umhverfisnefnd felur umhverfissviði að meta kosti og galla af breyttu fyrirkomulagi. |
|
|
|
3. 2402172 - Hreinsunarátak 2024 |
Árlegt hreinsunarátak var haldið dagana 22. apríl - 6. maí. Þrjátíu og fimm hópar fengu úthlutuð svæði til að hreinsa í nærumhverfi sínu. Umhverfisnefnd vill koma fram þökkum til allra þeirra sem tóku þátt. |
|
|
|
4. 2406274 - Samgönguvika 2024 |
Samgönguvika kynnt. Verður til nánari skoðunar hjá umhverfissviði. |
|
|
|
5. 1603091 - Trjágróður á lóðamörkum |
Garðyrkjustjóri hvetur lóðarhafa til að huga að gróðri á lóðarmörkum. Trjá- og runnagróður sem vex út fyrir lóðarmörk eða slútir yfir getur þrengt að umferð á götum, gangstéttum eða stígum og getur hindrað snjómokstur á gangstéttum og stígum. Árleg könnun garðyrkjudeildar á trjágróðri á lóðarmörkum kynnt. |
|
|
|
6. 2405041 - Snyrtilegt umhverfi 2024 |
Umhverfisnefnd leggur til að óskað verði eftir ábendingum íbúa vegna: snyrtilegar lóðir íbúðarhúsnæðis, snyrtilegar lóðir fyrirtækis, snyrtileg opin svæði, snyrtilega götu ásamt ábendingum fyrir framlag til umhverfismála.
|
|
|
|
7. 2406226 - Árangur af aðgerðum SORPU árið 2023 |
Lagt fram. Umhverfisnefnd fagnar góðum árangri. |
|
|
|
8. 2405195 - Ársskýrsla Skógræktarfélags Reykjavíkur 2023 |
Lagt fram. |
|
|
|
9. 2406263 - Kiwanis klúbburinn Eldey - beiðni um afnot að hluta Vífilsstaðalækjar |
Lagt fram. Málinu vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. |