Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
5. fundur
08.04.2021 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda, Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2102111 - Víðiholt íbúðabyggð. Deiliskipulag
Eigendur lands Sveinskots í Breiðumýri María Rúnarsdóttir og Davíð Freyr Albertsson kynntu sig og fylgdu kynningu úr hlaði. Arnar Þór Jónsson arkitekt hjá Arkís kynnti drög að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á landi Sveinskots í Breiðumýri sem hann hefur unnið á vegum landeiganda í samráði við Tækni-og umhverfissvið.
Lagt hefur verið til heitið Víðiholt fyrir húsagötuna og skipulagsnefnd samþykkir það heiti.
Vísað til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og Tækni-og umhverfissviði.
2. 2102110 - Félagssvæði Sóta. Deiliskipulag.
Arnar Þór Jónsson arkitekt hjá Arkís kynnti drög að deiliskipulagi fyrir hesthúsasvæði Sóta í Breiðumýri sem liggur að landi Sveinskots(Víðiholti).
Vísað til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og Tækni-og umhverfissviði.
3. 2007072 - Vinnureglur um veggi og girðingar
Vísað til bæjarstjórnar og lagt til að tillögunni verði vísað í almenna kynningu.
4. 2104018 - Nýibær 2 - skipting lóðar - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn ábúanda Nýjabæjar II þar sem spurt er hvort heimilað yrði að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir lóð með byggingarreit fyrir einbýlishús innan húsagarðs Nýjabæjar II.
Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart hugmyndinni og vísar henni til úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði og skipulagsráðgjafa. Nefndin leggur til að fyrirspurnin hljóti meðferð sem ábending við mótun tillagna á breytingum á deiliskipulagi Garðahverfis sem nú er í forkynningu.

Bókun frá Baldur Ó. Svavarssyni: Enn gerist það sem undirritaður óttaðist og varaði við þegar hið gildandi skipulag fyrir Garðahverfi var samþykkt - Stóraukin ásókn og fyrispurnir um uppskitingu lóða, um viðbótarlóðir og frávik frá skilmálum. Þeim, á bar eftir að fjölga. Fulltrúi Garðabæjarlistans í skipulagsnefnd ítrekar því enn fyrri bókanir á umliðnum tveimur tímabilum og mótmælir enn og aftur þeim áherslum og vinnubrögðum sem lögð eru til grundvallar við gerð skipulags fyrir s.k. Garðahverfi á Gaðaholti einn síðasta skikinn í bænum sem ber einhverja byggð.

Enn skal því ítrekuð sú óskað að það landrými sem lagt er undir í þessu verkefni verði verðmetið og
það mat kynnt fyrir skipulagsnefnd, þetta eru jú fjármunir bæjarbúa

Enn er ítrekað og lagt til að beðið verði með allar breytingar á fyrirliggjandi deiliskipulagi á þessu svæði þar til að skipulag fyrir svæðið í heild liggur fyrir.

Ekki þarf að fjölyrða um sögu og menningu á Garðaholti. Sú staðreynd er flestum kunn. Skilt er að huga að þessari sögu, minjum og menningarverðmætum henni tengd. Það verður þó ekki gert með því að frysta tímann á staðnum. Enn er því ítrekað og lagt til að bærinn marki sér stefnu varðandi uppbyggingu og þróun þessa bæjarhluta alls áður en hann er hlutaður niður með þessum hætti í smærri bútasaumuð verkefni og hugað verði að afleiðingum þess byggðamynsturs sem þarna verður boðið upp á.

Með sama framhaldi stendur ekki steinn yfir steini yfir þessari svokölluðu „varðveislu byggðamynsturs 20. aldar“ sem ku vera markmið gildandi deiliskipulags. Nær verði því að kalla skipulagið „varðveislu skipulagsklúðurs 21. aldar“, ef svo framheldur sem horfir.

Fulltrúi G-lista Garðbæjarlistans í skipulagsnefnd
5. 2011213 - Kæra vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Silfurtúns vegna lóðarinnar við Aratún36
Úrskurður lagður fram.
6. 2012104 - Alþjóðaskólinn. Breyting á deiliskipulagi Ása og Grunda
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda sem gerir ráð fyrir breytingu á byggingarreit skólalóðar við Þórsgrund þar sem fyrirugað er að reisa byggingu Alþjóðaskólans.
Íbúar í nágrenni skólans hafa andmælt breytingartillögunni.
Með vísan í athugasemdir íbúa er breytingartillögunni hafnað.
7. 2103294 - Ægisgrund 5 Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn að einnar hæðar einbýlishúsi á lóðinni Ægisgrund 5. Umsókn samræmist deiliskipulagi ágætlega.
8. 2103295 - Ægisgrund 3 Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn að einnar hæðar einbýlishúsi á lóðinni Ægisgrund 5.Umsókn samræmist deiliskipulagi ágætlega.
9. 2101092 - Asparlundur 19 - stækkun eignar baka til - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Lunda að lokinni grenndarkynningu. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun byggingarreita raðhúslengjunnar Asparlundur 11-21 (6 íbúðareiningar). Stækkun byggingareita er sem nemur innskotum að sunnanverðu.
Engar athugasemdir bárust og tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting deiliskipulags Lunda í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
10. 2101238 - Lindarflöt 10 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi sem gerir ráð fyrir því að lengd bílageymslu á lóðarmörkum verður 9,6 m sem er 2,1 m lengri en deiliskipulag heimilar og 1,6 m lengri en nústandandi bílageymsla.
Skipulagsnefnd metur breytinguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Flata í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Lindarflatar nr. 7,8,9,11 og 12 sem og Smáraflatar nr.42 og 44.
Baldur Ó. Svavarsson víkur af fundinum undir þessum lið.
11. 2103223 - Árakur 33 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Vísað til frekari skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
12. 2012166 - Keldugata 14 - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags að lokinni grenndarkynningu. Eitt erindi með athugasemdum hefur borist. Vísað til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði . Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir víkur af fundinum undir þessum lið.
13. 2012153 - Maríugata 5-7 - Breyting á dsk Urriðaholts Austurhluta
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipuags Urriðaholts Austurhluta að lokinni auglýsingu í samræmi við 1.mgr.41.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 og 1.mgr.43.gr.sömu laga.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta.
14. 2103205 - Maríugata 9-11 deiliskipulagsbreyting - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Vísað til tækni- og umhverfissviðs til nánari skoðunar með lóðarhafa.
15. 2103204 - Maríugata 13-15 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Vísað til tækni- og umhverfissviðs til nánari skoðunar með lóðarhafa.
16. 2103593 - Kinnargata 92 - stækkun bílakjallara -Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Umsókn um deiliskipulagsbreytingu vísað til umsagnar hjá deiliskipulagsráðgjafa.
17. 2103337 - Urriðaholt - Hydrologic performance of grass
Lagt fram.
18. 2002267 - Hraungata 7 - DSK breyting
Lögð fram tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu í annað sinn að lokinni grenndarkynningu. Lögð fram athugasemd sem borist hefur þar sem nágrannar lýsa yfir áhyggjum af því að lýsing í stigahúsi gæti verið truflandi.
Skipulagsnefnd leggur til að eftirfarandi setningu verði bætt við sem ákvæði í byggingarskilmála undir liðnum "Svalagangur": Veggir stigagangs á milli húshluta skal vera lokaður á þeirri hlið sem snýr að Holtsvegi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með ofangreindri breytingu sem óverulega breytingu deiliskipulags Urriðaholts Vesturhluta í samræmi við 2.mgr.43.gr Skipulagslaga nr.123/2010.
Baldur Ó. Svavarsson vék af fundi undir þessum lið.
19. 2011499 - Hönnun - Útboð - Undirgöng Arnaneshæð
Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda gerði grein fyrir tillögu að breytingu gatnamóta götunnar Arnarnesvegar við Arnarnes og Hafnarfjarðarvegar sem gerir ráð fyrir breytingu á afrein úr vestri til suðurs vestan við brúna yfir Hafnarfjarðarveg. Þetta er gert til þess að koma fyrir undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi umferð undir Arnarnes. Skipulagsnefnd (umferðarnefnd) gerir ekki athugasemd við útfærsluna. Baldur Ó. Svavarsson víkur af fundi undir þessum lið.
20. 2102107 - Setberg. Fyrirspurn um breytingu á skipulagi.
Lagt fram erindi Byggingarfélags Gylfa og Gunnars varðandi uppbyggingu og breytingar á skipulagi Setbergslands vestan Urriðakotsvatns.
Skipulagsnefnd telur ekki tímabært að fara að huga að breytingum á skipulagi svæðisins að svo stöddu þar sem að önnur verkefni eru í forgangi í skipulagi og uppbyggingu. Má þar nefna síðustu áfanga Urriðaholts, Hnoðraholt og Vetrarmýri, Miðsvæði Álftaness, Lyngássvæði og svæði umhverfis Hafnarfjarðarveg.
Í grein 3.1.5. í Aðalskipulagi Garðabæjar er gerð grein fyrir þeirri áfangaröð sem Garðabær hyggst vinna eftir í uppbyggingu og á hvaða svæði megináhersla verður lögð sem eru framangreind svæði. Auk þess er enn óljóst með hvaða hætti stofnbrautir á svæðinu verða útfærðar sem kallar á samráð við Hafnarfjarðarbæ, SSH og Vegagerðina.
21. 2103469 - Herjólfsbraut, tenging við Álftanesveg. Bókun skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar
Lagt fram.
22. 2103398 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Tillaga í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vísað til umsagnar aðalskipulagsráðgjafa.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).