Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
15. (2163). fundur
15.04.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Gunnar Valur Gíslason varamaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson varaáheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2502298 - Tillögur að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu og framgangi frumvarps til laga um jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem liggur fyrir Alþingi.
Bæjarráð ítrekar sjónarmið Garðabæjar sem fram komu í erindi bæjarstjóra Garðabæjar í samráðsgátt um málið. Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að frumvarpið taki breytingum varðandi tillögur um skerðingu framlaga í þeim tilvikum sem sveitarstjórn nýtir sjálfskákvörðunarrétt sinn til ákvörðunar útsvars í samræmi við heimildir í 1.mgr. 23.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sbr. einnig 1.mgr. 24.gr. laganna. Leggur bæjarráð áherslu á að það sé á valdi hverrar sveitarstjórnar að ákvarða álagningarhlutfall útsvars innan ákveðinna marka og að sú ákvörðun hafi ekki áhrif á hlutdeild Jöfnunarsjóðs af útsvarsgreiðslum viðkomandi sveitarfélags. Standi frumvarpið óbreytt megi gera ráð fyrir að Garðabær verði þannig þvingaður til hækkunar útsvars.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera athugasemdir við framkomið lagafrumvarp þar sem framangreind sjónarmið Garðabæjar verði áréttuð.
2. 2503163 - Garðatorg 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Heimum atvinnuhúsnæði ehf., kt. 590404-2410, leyfi til að breyta innra skipulagi rýmis 01-03 við Garðatorg 1.
3. 2501103 - Heiðarlundur 8 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Einari Þór Steindórssyni, kt. 121183-2429, leyfi fyrir breytingu á innra fyrirkomulagi og útliti húss ásamt byggingu á bílskýli, að Heiðarlundi 8.
4. 2410476 - Hliðsvegur 1 - Umsókn um byggingarleyfi - mhl.05
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Landnámi ehf., kt. 640295-2529, leyfi fyrir breytingu á þakklæðningu, torfi bættu við og breytingu á björgunaropum, að Hliðsnesvegi 1.
5. 2410477 - Hliðsvegur 1 - Umsókn um byggingarleyfi - mhl.02
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Landnámi ehf. ,kt. 640295-2529, leyfi fyrir að breyta utanhússklæðningu og breyta þaki í svalir að Hliðsvegi 1.
6. 2502170 - Lambamýri 5 mhl.06 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Þingvangi ehf., kt. 671106-0750, leyfi til að skipta upp rými og standsetja veitingahús á fyrstu hæð húss að Lambamýri 5.
7. 2501367 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um veitingaleyfi fyrir kaffihús - Bastel, Garðatorgi 1.
Lögð fram umsókn Dúttls ehf. um veitingaleyfi í flokki II - Kaffihús - að Garðatorgi 1.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
8. 2501536 - Veggir, girðingar og smáhýsi - minnisblað umhverfissviðs.
Lagt fram minnisblað umhverfissviðs um veggi, girðingar og smáhýsi í Garðabæ, ásamt aðgerðaráætlun þar sem fram kemur að stefnt verði að árlegri könnun og eftirlit í bænum. Á haustmánuðum er stefnt að því gefa út kynningarefni sem miðlað verði á fjölbreyttan og grípandi hátt til bæjarbúa. Þá eru bæjarbúar hvattir til að leita sér upplýsinga hjá Garðabæ áður en hafist er handa við framkvæmdir á lóð.
9. 2504199 - Ósk um lóð fyrir hjúkrunarheimili í Garðabæ.
Lagt fram erindi Vigdísarholts, þar sem óskað er eftir að kannaðir verði möguleikar með lóð fyrir hjúkrunarheimili í Garðabæ.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.
10. 2501192 - Staða innritunar í leikskólum Garðabæjar.
Minnisblað um stöðu innritunar í leikskóla Garðabæjar fyrir skólaárið 2025-2026 lagt fram. Í minnisblaðinu kemur fram að innrituð hafi verið 235 börn í leikskóla Garðabæjar og 200 flutningsbeiðnir milli skóla hafi verið afgreiddar. Við innritun er höfð til hliðsjóna kennitala, systkinayfirlit og aldursamsetning í leikskólunum. Öllum börnum sem fædd eru í júlí 2024 og eldri var boðin leikskólavist. Næsta innritunarlota verður í maí 2025 og verður leitast við að innrita börn fædd í ágúst og september 2024 þá.
11. 2504114 - Bókun frá 600. fundi stjórnar SSH - Fjárhagsáætlun vatnsvernd og vatnsnýting - uppfærsla
Erindi Samtaka sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu vegna samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu - fjárhagsáætlun 2025 uppfærsla. Eingöngu er um tilfærslu milli kostnaðarliða í fjárhagsáætlun að ræða. Áætlað framlag Garðabæjar er þannig óbreytt, eða kr. 6.886.749.
12. 2504201 - Fyrirspurn EFS varðandi fjárhagsleg áhrif kjarasamninga.
Lögð fram fyrirspurn eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er eftir upplýsingum um hver heildaráhrif kjarasamnings milli Kennarasambands Íslands og sveitarfélaga séu í krónum talið, umfram þær forsendur sem lagðar voru í fjárhagsáætlun. Jafnframt óskaði nefndin eftir upplýsingum um hvort sveitarfélögin ætli að bregðast sérstaklega við þessum kostnaðarauka og með hvaða hætti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.
13. 2504124 - Aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf. 2025.
Lagt fram aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf., árið 2025, sem haldinn verður þriðjudaginn 6. maí 2025.
14. 2504224 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála, 271. mál, dags. 10. apríl 2025.
Lagt fram.
15. 2504226 - Styrkbeiðni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, dags. 10. apríl 2025.
Bæjarráð vísar erindinu til nánari skoðunar við afgreiðslu styrkja.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).