29.04.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi. |
|
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir varamaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. |
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
1. 2407142 - Yfirlit yfir kaup á vörum og þjónustu frá stærstu birgjum árið 2024. |
Bæjarstjóri gerði grein fyrir vöru- og þjónustukaupum af stærstu birgja á árinu 2024. |
|
|
|
2. 2502528 - Kumlamýri 25 - Umsókn um byggingarleyfi. |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Má Jóhannssyni, kt. 261187-2729, leyfi fyrir byggingu parhúss að Kumlamýri 25. |
|
|
|
3. 2502533 - Kumlamýri 27 - Umsókn um byggingarleyfi. |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Má Jóhannssyni, kt. 261187-2729, leyfi fyrir byggingu parhúss að Kumlamýri 27. |
|
|
|
4. 2503495 - Úrskurður um stjórnsýslukæru Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 49/2025 um að veita leyfi til jarðvegsframkvæmda að Vorbraut 8-12. |
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi kæru á samþykkt bæjarráðs frá 27. ágúst 2024 um að samþykkja að veita leyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum vegna bílakjallara að Vorbraut 8-12. Í úrskurðarorði kemur fram að kærumálinu sé vísað frá úrskurðarnefndinni þar sem kærendur hefðu ekki haft lögvarða hagsmuni í málinu. |
|
|
|
5. 2503430 - Lausar kennslustofur - verðkönnun. |
Sviðsstjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir niðurstöðu verðkönnunar vegna leigu eða kaupa á færanlegum húseiningum fyrir lausar kennslustofur fyrir allt að 60 börn á leikskólastigi. Fyrir liggur tilboð Terra eininga ehf. að fjárhæð kr. 326.114.614, sem skiptist þannig að leiguverð í 24 mánuði eru kr. 114.917.400 og kaupréttur/kaupverð eftir 24 mánuði kr. 211.197.214. Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að ganga til samninga við Terra einingar ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs, þar sem þess verður gætt að samningar verði á grundvelli útsendra forsendna í verðkönnuninni.
|
|
|
|
6. 2504403 - Kæra Verkvals ehf. til Kærunefndar útboðsmála vegna útboðs Garðabæjar, ástandsmat fráveitu, hreinsun og myndun |
Lögð fram kæra Verkvals ehf. vegna útboðs Garðabæjar, ástandsmat fráveitu, hreinsun og myndun, dags. 22. apríl 2025. Jafnframt er lagt fram minnisblað Juris lögmannsstofu varðandi niðurstöðu útboðsins og framkomna kæru. Bæjarráð felur Juris lögmannsstofu að gæta hagsmuna bæjarins í málinu. |
|
|
|
7. 2405295 - Flataskóli - suðurálma. |
Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir minnisblað vegna stöðu suðurálmu Flataskóla, þar sem þrír byggingarhlutar hafa staðið lokaðir eftir að mygla og rakaskemmdir greindust. Þegar valkostir sem fram koma í minnisblöðunum eru metnir samhliða framtíðarnotkun húsnæðisins er talið fýsilegast að fara í niðurrif á húsnæðinu. Bæjarráð felur umhverfissviði að undirbúa niðurrif suðurálmu Flataskóla. |
|
|
|
8. 2504374 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi - Forsetinn - Lambamýri 5. |
Í umsókninni kemur fram að sótt er um leyfi til reksturs Veitingaleyfis í flokki II - C veitingastofu og greiðasölu að Lambamýri 5. Bæjarráð gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda verði hagsmuna nágranna gætt m.t.t. opnunartíma. |
|
|
|
9. 2504237 - Styrkumsókn Klúbbsins Geysis. |
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2025. |
|
|
|
10. 2504234 - Aðalfundur Betri samgangna 2025. |
Lagt fram aðalfundarboð Betri samgangna ohf. árið 2025, sem haldinn verður miðvikudaginn 30. apríl 2025 í fundarsal A á Iceland Parliament Hóteli. |
|
|
|
11. 2504224 - Frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála, 271. mál. |
Lagt fram. |
|
|
|
12. 2504310 - Frumvarp til laga um breytingar á lögum um leikskóla nr. 90/2008. |
Lagt fram. |
|
|
|
13. 2504246 - Frumvarp til laga - Sveitarstjórnarlög (mat á fjárhagslegum áhrifum), 272. mál. |
Lagt fram. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. |