12.09.2023 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi. |
|
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson varamaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson varamaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari. |
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
1. 2206112 - Fjárhagsáætlun 2023 - lántaka. |
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri kom á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir tillögu um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga samtals að fjárhæð kr. 900.000.000. Lánið er jafngreiðslulán með lokagjalddaga 20. febrúar 2039, verðtryggt með 3,70% föstum vöxtum og án uppgreiðsluheimildar. Í skilmálum lánssamnings kemur fram að tilgangur lánsins er fjármögnun á verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, nánar tiltekið fjármögnun framkvæmda við byggingu Urriðaholtsskóla. Fyrir liggja drög að lánssamningi nr. 2309_40.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
|
|
|
|
2. 2307150 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2024 (2024-2027) - forsendur og vinnuferli. |
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri gerði grein fyrir forsendum og vinnuferlum vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2024 (2024-2027). Fjárhagsáætlun verður lögð fram í bæjarráði fyrir lok október 2023 og tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn 2. nóvember 2023. Síðari umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð 7. desember 2023.
Bæjarráð samþykkir forsendur og vinnuferla fjárhagsáætlunar 2024.
|
|
|
|
|
|
3. 2304055 - Fífumýri 15 - Umsókn um byggingarleyfi |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Guðmundi Rúnari Kristjánssyni, kt. 230279-3309, leyfi til að byggja bílskúr á lóðinni að Fífumýri 15. |
|
|
|
4. 2304158 - Kumlamýri 1- Umsókn um byggingarleyfi. |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Svölu B. Heiðberg Guðmundsdóttur, kt. 250395-2139, leyfi til að byggja parhús á lóðinni að Kumlamýri 1. |
|
|
|
5. 2304157 - Kumlamýri 3 - Umsókn um byggingarleyfi. |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Ragnhildi H. Heiðberg, kt. 010365-3929, leyfi til að byggja parhús á lóðinni að Kumlamýri 3. |
|
|
|
6. 2305045 - Skeiðarás 8 - Umsókn um byggingarleyfi. |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita LDX19 ehf., kt. 420511-0270, leyfi til að loka opnu rými og breyta innra skipulagi atvinnuhúsnæðis að Skeiðarási 8. |
|
|
|
7. 2306393 - Súlunes 21 -Umsókn um byggingarleyfi. |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Stefáni Stephensen, kt. 081252-2469, leyfi til að breyta kjallararými í íbúðarými einbýlishússins að Súlunesi 21. |
|
|
|
8. 2308537 - Bréf innviðaráðuneytisins varðandi ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 31.08.23. |
Lagt fram bréf innviðaráðuneytis varðandi boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem verður haldinn kl. 16:00, miðvikudaginn 20. september 2023 á Hilton Reykjavík. |
|
|
|
9. 2309073 - Tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu varðandi tilmæli vegna samkeppnisaðstæðna á flutningsmarkaði, dags. 01.09.23. |
Lögð fram tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu þar sem fram kemur að eftirliti hefur lokið rannsókn á alvarlegu samráði á flutningamarkaði, sbr. ákvörðun nr. 33/2023, Alvarleg brot Samskipa á samkeppnislögum. |
|
|
|
10. 2309111 - Bréf Ríkisendurskoðunar varðandi framlög til stjórnmálasamtaka, dags. 04.09.23. |
Lagt fram bréf Ríkisendurskoðunar þar sem farið er fram á að embættinu berist upplýsingar um fjárhæðir framlaga til stjórnmálasamtaka sem uppfylla skilyrði samkvæmt 5. gr. laga nr. 162/2006 um starfsemi stjórnmálasamtaka.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
|
|
|
|
|
|
11. 2309113 - Bréf innviðaráðuneytisins varðandi hvatningu til sveitarstjórna um mótun málstefnu, dags. 05.09.23. |
Lagt fram bréf innviðaráðuneytis þar sem fram kemur hvatning til sveitarfélaga að setja sér málstefnu í samræmi við ákvæði 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 18. ágúst 2022 samþykkti bæjarstjórn tillögu bæjarfulltrúa, Þorbjargar Þorvaldsdóttur, um að hefja vinnu við gerð málstefnu fyrir Garðabæ í samstarfi við Íslenska málnefnd.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hlutast til um að unnið verði að gerð draga að málstefnu fyrir Garðabæ sem lögð verði fram til afgreiðslu í bæjarráði eins fljótt og unnt er.
|
|
|
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. |