Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
12 (22-26). fundur
20.09.2023 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í Seylunni í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Stella Stefánsdóttir formaður, Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Greta Ósk Óskarsdóttir aðalmaður, Einar Þór Einarsson aðalmaður, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Björk Jóhannsdóttir verkefnastjóri, Egill Daði Gíslason deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Linda Björk Jóhannsdóttir verkefnastjóri umhverfismála.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2306192 - Græni stígurinn - frumgreining til umsagnar
Þráinn Hauksson,landslagsarkitekt frá Landslagi kynnti niðurstöður frumgreiningar á mögulegri legu græna stígsins í græna trefli höfuðborgarsvæðisins. Umhverfisnefnd líst vel á tillögu ráðgjafa að leið B, Græni stígurinn strax, verði tekinn til frekari skoðunar. Langtímamarkmið verði áfram að stefna að leið um samfelld útivistarsvæði ofan byggðar. Umhverfisnefnd þakkar greinargóða kynningu.
 
Gestir
Þráinn Hauksson frá Landslagi -
2. 2309008 - Könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga á framkvæmd úrgangsstjórnunsr sveitarfélaga.
Lagðar fram niðurstöður könnunar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi úrgangsstjórnun sveitarfélaga og stöðu innleiðingar hringrásarhagkerfis samkvæmt lögum nr. 103/2021 þar sem sveitarfélög gegna lykilhlutverki.

3. 2309210 - Umhverfishópar 2023
Skýrsla yfirflokkstjóra umhverfishópa sem starfræktir eru yfir sumarið kynnt. Umhverfisnefnd fagnar miklu og öflugu starfi sem unnið var í umhverfishópum í sumar.
4. 2309211 - Samgönguvika 2023
Kynnt fyrir nefndinni.
5. 2205292 - Loftgæðamælir
Umhverfisnefnd fagnar þessum áfanga að mengunarmælir sé komin í Garðabæ.
6. 2306145 - Mengunarmælingar 2023
Mengunarmælingar lagðar fram.
7. 2304320 - Hlið - Deiliskipulagsbreyting - Veitingahús
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði að taka málið til skoðunar.
 
Gestir
Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri -
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).