Fundargerðir

Til baka Prenta
Leikskólanefnd Garðabæjar
30. fundur
10.04.2025 kl. 08:00 kom leikskólanefnd Garðabæjar saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Margrét Bjarnadóttir formaður, Inga Rós Reynisdóttir aðalmaður, Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Maria Eugenia Aleman Henriquez varamaður, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hanna Halldóra Leifsdóttir leikskólafulltrúi, Jónína Guðrún Brynjólfsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Agnes Ólöf Pétursdóttir fulltrúi starfsmanna, Árdís Ethel Hrafnsdóttir fulltrúi foreldra.

Fundargerð ritaði: Hanna Halldóra Leifsdóttir leikskólafulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2503321 - Beiðni um tilfærslu á starfsdegi
Leikskólanefnd tók fyrir beiðni um flutning á starfsdegi fyrir leikskólann Sjáland og var hún samþykkt.
2. 2503483 - Beiðni um tilfærslu á starfsdegi
Leikskólanefnd tók fyrir beiðni um flutning á starfsdegi fyrir Heilsuleikskólann Holtakot og var hún samþykkt.
3. 2401599 - Skóladagatal leik- og grunnskóla 2025-2026
Leikskóladagatal fyrir skólaárið 2025-2026 var aftur lagt til samþykkar. Lagðar voru til breytingar um að færa starfsdag 31. október til 7. nóvember. Leikskólanefnd samþykkti þessar breytingar.
4. 2412377 - Útboð skólamáltíða 2025 í grunn- og leikskólum
Guðbjörg Linda Udengard sviðsstjóri Fræðslu- og frístundasviðs kynnti fyrirhugað útboð á skólamat fyrir leik- og grunnskóla í Garðabæ.
5. 2503593 - Þróunarsjóður leikskóla - umsókn
Leikskólanefnd þakkar fyrir góða umsókn og kynningu og samþykkir að veita verkefninu Agastjórnun í krefjandi umhverfi, styrk úr Þróunarsjóði leikskóla að upphæð 1.005.000 kr.
6. 2503578 - Þróunarsjóður leikskóla - umsókn
Margar góðar umsóknir bárust í Þróunarsjóð og óskir um fjármagn hærra en til er í sjóðinum. Ekki var því hægt að úthluta fjármagni til allra verkefna. Leikskólanefnd er ánægð með fjölgun umsókna og hvetur til þess, að verkefni sem ekki fá fjármagn að þessu sinni verði aftur send inn að ári. Umsóknin Samtal um foreldrafærni, fær ekki styrk að þessu sinni.
7. 2503565 - Þróunarsjóður leikskóla - umsókn
Margar góðar umsóknir bárust í Þróunarsjóð og óskir um fjármagn hærra en til er í sjóðinum. Ekki var því hægt að úthluta fjármagni til allra verkefna. Leikskólanefnd er ánægð með fjölgun verkefna og hvetur til þess, að verkefni sem ekki fá fjármagn að þessu sinni verði aftur send inn að ári. Umsóknin Stærðfræði, listir og sköpun fær ekki styrk að þessu sinni.
8. 2503597 - Þróunarsjóður leikskóla - umsókn
Leikskólanefnd þakkar fyrir góða umsókn og kynningu og samþykkir að veita verkefninu Jóga og samkennd, styrk úr Þróunarsjóði leikskóla að upphæð 1.122.000 kr.
9. 2504001 - Þróunarsjóður leikskóla - umsókn
Leikskólanefnd þakkar fyrir góða umsókn og samþykkir að veita verkefninu Markviss málörvun með borðspilum, styrk úr Þróunarsjóði leikskóla að upphæð 487.900.- krónur.
10. 2503607 - Þróunarsjóður leikskóla - umsókn
Leikskólanefnd þakkar fyrir góða umsókn og kynningu og samþykkir að veita verkefninu TRAS- verkfærakista, styrk úr Þróunarsjóði leikskóla að upphæð 1.635.500 kr.
11. 2503608 - Þróunarsjóður leikskóla - umsókn
Margar góðar umsóknir bárust í Þróunarsjóð og óskir um fjármagn hærra en til er í sjóðinum. Ekki var því hægt að úthluta fjármagni til allra verkefna. Leikskólanefnd er ánægð með fjölgun umsókna og hvetur til þess, að verkefni sem ekki fá fjármagn að þessu sinni verði aftur send inn að ári. Umsóknin ART á leikskólastigi Urriðaholtsskóla, fær ekki styrk að þessu sinni.
12. 2503563 - Þróunarsjóður leikskóla - umsókn
Leikskólanefnd sá sér ekki fært að taka umsóknina til umfjöllunar þar sem ekki liggur fyrir samþykki fyrir skógarhúsi og útikennslusvæði við Urriðavatn.
13. 2503563 - Þróunarsjóður leikskóla - umsókn
Leikskólanefnd þakkar fyrir góða umsókn og samþykkir að veita verkefninu Leiðsögn og málörvun, styrk úr Þróunarsjóði leikskóla að upphæð 1.200.000.- krónur.
14. 2503611 - Þróunarsjóður leikskóla - umsókn
Leikskólanefnd þakkar fyrir góða umsókn og kynningu og samþykkir að veita verkefninu Drullueldhús- sjálfsprottin leikur í náttúru, styrk úr Þróunarsjóði leikskóla að upphæð 692.000.- krónur.
15. 2504013 - Þróunarsjóður leikskóla - umsókn
Leikskólanefnd þakkar fyrir góða umsókn og kynningu og samþykkir að veita verkefninu Fjölhæfnistundir- lykill að gleði, styrk úr Þróunarsjóði leikskóla að upphæð 1.053.000.- krónur.
16. 2504206 - Þróunarsjóður leikskóla - umsókn
Leikskólanefnd þakkar fyrir góða umsókn og samþykkir að veita verkefninu Hæglátt leikskólastarf, styrk úr Þróunarsjóði leikskóla að upphæð 1.804.600.- krónur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).