Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
17. (895). fundur
02.12.2021 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Björg Fenger . Áslaug Hulda Jónsdóttir . Sigríður Hulda Jónsdóttir . Sigurður Guðmundsson . Gunnar Valur Gíslason . Jóna Sæmundsdóttir . Almar Guðmundsson . Gunnar Einarsson . Sara Dögg Svanhildardóttir . Ingvar Arnarson . Harpa Þorsteinsdóttir .

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.

Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 18. nóvember 2021 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2111035F - Fundargerð bæjarráðs frá 23/11 ´21.
Fundargerðin sem er 17. tl., er samþykkt samhljóða.
2. 2111046F - Fundargerð bæjarráðs frá 30/11 ´21.
Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 23. tl., niðurstöður greiningar á kostnaðarþróun Garðabæjar í þjónustu við fatlað fólk árin 2018-2020 og 24. tl., minnisblað varðandi tekjutengingu afslátta af leikskólagjöldum.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 14. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna íbúðarbyggðar við Þorraholt og 17. tl., úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi ákvörðun bæjarstjórnar um deiliskipulag norðurhluta Hnoðraholts.

Fundargerðin sem er 24. tl., er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.

 
1907083 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna Víkurgötu 19.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að hafna umsókn lóðarhafa að Víkurgötu 19 um breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Víkurgötu 19. Í umsókninni var farið fram á stækkun byggingarreits vegna útskots fyrir svalir. (Mál nr. 1907083)
 
 
2108232 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Arnarness vegna lóðarinnar við Blikanes 22.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um óverulega breytingu á deiliskipulagi Arnarness vegna lóðarinnar við Blikanes 22 sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits til suðaustur. Tillagan var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 2. mgr. 43. gr. laganna og bárust engar athugasemdir. (Mál nr. 2108232)

Gunnar Einarsson, vék sæti við umræðu og afgreiðslu málsins.
 
 
2109133 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Arnarness vegna lóðarinnar við Blikanes 6.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um óverulega breytingu á deiliskipulagi Arnarness vegna lóðarinnar við Blikanes 6 sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits til norðausturs. Tillagan var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 2. mgr. 43. gr. laganna og bárust engar athugasemdir. (Mál nr. 2109133)
 
 
2102544 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar aðkomutákns við mörk Garðabæjar og Hafnarfjarðar við Reykjanesbraut.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að veita leyfi til framkvæmda fyrir uppsetningu á aðkomutákni við mörk Garðabæjar og Hafnarfjarðar við Reykjanesbraut. (Mál nr. 2102544)
 
 
2108621 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna göngustígs o.fl. við Mosagötu.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts sem gerir ráð fyrir breytingu á göngustíg, leiksvæði o.fl. á svæði við Mosagötu. (Mál nr. 2108621)
 
 
2110336 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulegt frávik frá deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Grímsgötu 2-4.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis þó að aðeins ein íbúð verði á aðkomuhæð í stað tveggja en um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. (Mál nr. 2110336)
 
 
2105498 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna íbúðarbyggðar við Þorraholt.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. sömu laga breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna íbúðarhúsalóða við Þorraholt. Fallið er frá gerð lýsingar og forkynningar samkvæmt heimild í 2. ml. 1. mgr. 43. gr. og 3. ml. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. (Mál nr. 2105498)
 
 
2110329 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Iðnbúðar og Smiðsbúðar vegna lóðarinnar við Iðnbúð 6.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Iðnbúðar og Smiðsbúðar í tilefni umsóknar lóðarhafa að Iðnbúð 6 um stækkun byggingarreits. Grenndarkynna skal tillöguna eigendum Iðnbúðar 4 og 8 og Gilsbúðar 3, 5 og 7. (Mál nr. 2110329)
 
3. 2111025F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 24/11 ´21.
Almar Guðmundsson, ræddi 1. tl., tölulegar upplýsingar um stuðnings- og stoðþjónustu, 6. tl., aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða og TravAble App og 8. tl., upplýsingabeiðni frá nefnd um rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks og fullorðinna með geðrænan vanda.

Fundargerðin er lögð fram.
4. 2111021F - Fundargerð leikskólanefndar frá 23/11 ´21.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 3. tl., innritun í leikskóla haustið 2021 og 5. tl., sérverkefnasjóð leikskóla.

Fundargerðin er lögð fram.
5. 2111027F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 15/11 ´21.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 2. tl., menningardagskrá fyrir skólahópa 2021-2022, 5. tl., hvatningasjóð ungra listamanna og 7. tl., fyrstu áfangaskýrslur um óbein áhrif Covid-19.

Fundargerðin er lögð fram.
6. 2111014F - Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks frá 11/11 ´21.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 2. tl., aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða og TravAble app og 5. tl., tölulegar upplýsingar í málefnum fatlaðs fólks.

Almar Guðmundsson, ræddi 5. tl., tölulegar upplýsingar í málefnum fatlaðs fólks

Fundargerðin er lögð fram.
7. 2111041F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 25/11 ´21
Sigurður Guðmundsson, ræddi 1. tl., tillögu að deiliskipulagi Vífilsstaðahrauns, 3. tl., tillögu um breytingu á vaxtarmörkum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins í landi Garðabæjar, 4. tl., tillögu að deiliskipulagi Víðiholts á Álftanesi, 16. tl., loftlagsstefnu Garðabæjar og 19. tl., tilkynningu frá Kópavogi um deiliskipulag Smárahvammsvegar.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 16. tl., loftlagsstefnu Garðabæjar.

Fundargerðin er lögð fram.
8. 2110054F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 24/11 ´21.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., niðurstöður ytra mats og umbótaáætlun Hofsstaðskóla, 3. tl., Covid-19 stöðuna í skólunum. Sigríður Hulda kom á framfæri þakklæti til starfsmanna skólanna sem hafa staðið sig frábærlega við skipulag skólastarfs og upplýsingagjöf til nemenda og forráðamanna við þessar aðstæður. Þá ræddi Sigríður Hulda 4. tl., þróunarsjóð grunnskóla og 5. tl., kynningu og samtal við stjórnendur Garðaskóla.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 5. tl., kynningu og samtal við stjórnendur Garðaskóla.

Almar Guðmundsson, ræddi 5. tl., kynningu og samtal við stjórnendur Garðaskóla og 3. tl., Covid-19 stöðuna í grunnskólunum.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi að nýju 5. tl., kynningu og samtal við stjórnendur Garðaskóla.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi að nýju 5. tl., kynningu og samtal við stjórnendur Garðaskóla.

Gunnar Einarsson, ræddi 5. tl., kynningu og samtal við stjórnendur Garðaskóla.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi að nýju 5. tl., kynningu og samtal við stjórnendur Garðaskóla.

Fundargerðin er lögð fram.
9. 2109049F - Fundargerð stjórnar Hönnunarsafns Íslands frá 30/9 ´21.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 1. tl., stefnumótun stjórnar Hönnunarsafns Íslands 2019-2023 og 4. tl., húsnæðismál Hönnunarsafns Íslands.

Fundargerðin er lögð fram.
10. 2101300 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 19/11 ´21.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 2. tl., árshlutareikning Strætó bs. 30.09.2021, 4. tl., starfsáætlun 2022, 3. tl., vagnakaupaútboð, 5. tl., leiðakerfismál og 8. tl., Klappið - nýtt greiðslukerfi.

Gunnar Einarsson, ræddi 4. tl., starfsáætlun 2022.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 3. tl., vagnakaup.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 3. tl., vagnakaup.

Fundargerðin er lögð fram.
11. 2102108 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsv. frá 10/11 ´21.
Fundargerðin er lögð fram.
12. 2011383 - Reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannssaðstoðar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða reglur um veitingu styrks til greiðslu lögmannskostnaðar.
13. 2111123 - Tillaga að breytingum á samþykktum um stjórn Garðabæjar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breytingum á samþykktum um stjórn Garðabæjar.

Samþykktin skal send samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til staðfestingar og til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
14. 2106536 - Tillaga um álagningu fasteignagjalda árið 2022.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.

„Fasteignaskattur skal vera 0,179% af fasteignamati íbúða og íbúðarhúsa ásamt lóðarréttindum, erfðafestulanda og jarðeigna, sbr. a-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Fasteignaskattur skal vera 1,55% af öðrum fasteignum, sem metnar eru í fasteignamati, sbr. c-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Leigugjald á íbúðarhúsalóðum Garðabæjar skal vera 0,4% af fasteignamati lóðar og er þá ekki nýtt að fullu heimild bæjarins sem er 1,0% samkvæmt niðurstöðu í matsgerð dómkvaddra manna.
Leigugjald á atvinnuhúsalóðum Garðabæjar skal vera 1,0% af fasteignamati lóðar, samkvæmt niðurstöðu í matsgerð dómkvaddra manna.
Vatnsgjald skal vera 0,095% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum, sbr. heimild í reglugerð um vatnsveitur.
Aukavatnsskattur skal á árinu 2022 vera 25,5 kr/tonn m.v. BVT í des 2021.
Á Álftanesi skal vatnsgjald vera samkvæmt gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur sem innheimtir vatnsgjald samkvæmt samningi.
Holræsa- og rotþróargjöld skulu vera 0,10% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum, sbr. samþykkt um fráveitu í Garðabæ nr. 282/2005. Á Álftanesi skal rotþróargjald vera kr. 32.000.
Sorphirðugjald skal vera kr. 49.000 á hverja íbúð [sjá gjaldskrá].
Taðþróargjöld í hesthúsahverfi á Kjóavöllum skulu vera 326.500 á hvert hús. [sjá gjaldskrá].
Fasteignaskattur og holræsagjald sem tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða skal lækka að teknu tilliti til viðmiðunartekna. Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að ákvarða viðmiðunartekjur samkvæmt reglum um lækkun fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.
Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2022 verða 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október“

Tillagan samþykkt með átta atkvæðum (BF,ÁHJ,SHJ,SG,GVG,JS,AG,GE). Þrír sitja hjá. (SDS,IA,HÞ).
15. 2106536 - Gjaldskrá sorphirðu í Garðabæ.
Lögð fram gjaldskrá sorphirðu í Garðabæ þar sem fram kemur að sorphirðugjald verður kr. 49.000.

Gjaldskráin samþykkt með átta atkvæðum (BF,ÁHJ,SHJ,SG,GVG,JS,AG,GE). Þrír sitja hjá (SDS,IA,HÞ).
16. 2106536 - Gjaldskrá um hreinsun taðþróa í hesthúsahverfinu á Kjóavöllum.
Lögð fram gjaldskrá um hreinsun taðþróa í hesthúsahverfinu á Kjóavöllum þar sem fram kemur að taðþróargjald verður kr. 326.500.

Gjaldskráin samþykkt með átta atkvæðum (BF,ÁHJ,SHJ,SG,GVG,JS,AG,GE). Þrír sitja hjá (SDS,IA,HÞ).
17. 2106536 - Gjaldskrá leikskóla.
Lögð fram gjaldskrá leikskóla þar sem gert er ráð fyrir 2,5% hækkun. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.

Gjaldskráin samþykkt með átta atkvæðum (BF,ÁHJ,SHJ,SG,GVG,JS,AG,GE). Þrír sitja hjá (SDS,IA,HÞ).
18. 2106536 - Gjaldskrá fyrir frístundaheimili.
Lögð fram gjaldskrá fyrir frístundarheimili þar sem gert er ráð fyrir 2,5% hækkun. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.

Gjaldskráin samþykkt með átta atkvæðum. (BF,ÁHJ,SHJ,SG,GVG,JS,AG,GE) Þrír sitja hjá (SDS,IA,HÞ).
19. 2106536 - Gjaldskrá fyrir starfsemi frístundar.
Lögð fram gjaldskrá fyrir starfsemi frístundar þar sem gert er ráð fyrir 2,5% hækkun. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.

Gjaldskráin samþykkt með átta atkvæðum. (BF,ÁHJ,SHJ,SG,GVG,JS,AG,GE) Þrír sitja hjá (SDS,IA,HÞ).
20. 2106536 - Gjaldskrá vegna skólamálsverða í grunnskólum Garðabæjar.
Lögð fram gjaldskrá skólamálsverða í grunnskólum Garðabæjar þar sem gert er ráð fyrir 2,5% hækkun. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.

Gjaldskráin samþykkt með átta atkvæðum (BF,ÁHJ,SHJ,SG,GVG,JS,AG,GE). Þrír sitja hjá (SDS,IA,HÞ).
21. 2106536 - Gjaldskrá sundlauga Garðabæjar.
Lögð fram gjaldskrá sundlauga Garðabæjar þar sem gert er ráð fyrir 2,5% hækkun. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.

Gjaldskráin samþykkt með átta atkvæðum (BF,ÁHJ,SHJ,SG,GVG,JS,AG,GE). Þrír sitja hjá (SDS,IA,HÞ).
22. 2106536 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2022 (2022-2025)
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, fjallaði um frumvarp að fjárhagsáætlun og gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum að breytingum við frumvarpið eins og það var lagt fram við fyrri umræðu.

Lækkun á álagningarhlutfalli fasteignaskatts:
a. Íbúðarhúsnæði 0,179% 31.000.000
b. Atvinnuhúsnæði 1,550% 24.000.000
c. Fjölgun fasteigna 2022 í fasteignamati -25.000.000
Sorpgjald verði kr. 49.000. -44.600.000
Staðgreiðsla útsvars (hækkun) -130.400.000
Jöfnunarsjóður (hækkun) -26.300.000
Mánahvoll - hækkun rekstrarkostnaðar 30.000.000
Leikskóli Urriðaholti -færanlegar einingar, rekstur frá apríl 150.000.000
Ungmennahús rekstur 6.000.000
Samningur við Stjörnuna (hækkun) 10.000.000
Endurnýjun samninga við æskulýðs- og íþróttafélög 6.300.000
Launapottur á leikskólum 25.000.000
Tónlistarskóli stöðugildi 10.000.000
Menningarmál, þróunarsjóður 8.000.000
Byggingarréttur vegna nýrra lóða -80.000.000
Fjölgun um eitt stöðugildi á fjölskyldusviði 11.200.000
Lækkun kostnaðar vegna sorphr. og endurvinnslust. -5.200.000

Breyting á framkvæmdaáætlun
Kaup á nýjum sorptunnum vegna flokkunarkerfis 24.000.000
LED - væðing gatnalýsingar 34.000.000
Framkvæmdir við skólalóðir (hækkun) 100.000.000

Lögð fram tillaga Garðabæjarlistans um átak til að fjölga félagslegu leiguhúsnæði í Garðabæ.

„Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að ráðast í átak til að fjölga félagslegum leiguíbúðum með því að auka fjárveitingu til kaupa á íbúðum í 450 milljónir fyrir árið 2022, í 350 milljónir fyrir árið 2023 og 350 milljónir fyrir árið 2024. Einnig samþykkir bæjarstjórn að leita leiða til að fjölga lóðum fyrir óhagnaðardrifin leigufélög í Garðabæ.“

Greinargerð
Í ljósi þess að fjölgað hefur á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði, fáir fengið úthlutað og lítið verið bætt við af íbúðum í eigu bæjarins er nauðsynlegt að bregðast við. Í úttekt Kjarnans frá 2018 á félagslegu leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu kemur meðal annars fram að í Reykjavík eru tæplega 20 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa og í Kópavogi eru þær tæplega 13. Í Hafnarfirði eru þær um átta. Einnig kemur fram í úttektinni að þrjú sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taki mun minni þátt í því að sjá þurfandi fólki fyrir félagslegu húsnæði. Í Garðabæ voru tæplega tvær félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Mosfellsbæ voru tæplega þrjár á hverja þúsund íbúa og á Seltjarnarnesi um 3,5 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa.
Síðan 2018 hefur íbúum Garðabæjar fjölgað og lítið verið bætt við af félagslegu leiguhúsnæði, þannig að út frá núverandi gögnum á Garðabær ca. 1,6 íbúðir á hverja þúsund íbúa árið 2021.

Gunnar Valur Gíslason, tók til máls.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

„Hér erum við saman komin til að afgreiða fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022. Áætlun sem hefur verið stýrt af meirihlutanum án nokkurri aðkomu að heitið geti okkar sem sitjum í minnihluta. Ég átti satt best að segja ekki von á því að við myndum upplifa verri aðkomu að þessari mikilvægu vinnu í þágu íbúa Garðabæjar en við upphaf kjörtímabilsins.
Þar sem okkur hefur þótt mjakast í rétt átt, að meirihlutinn væri að taka lítil skref inn í 21. öldina þar sem allstaðar í samfélaginu er kallað eftir lýðræðislegri vinnubrögðum, samtali og samráði því við höfum ítrekað lagt til bætt og betri vinnubrögð. En slík viðleiti meirihlutans hélt ekki lengi og allt tal um lýðræðisleg vinnubrögð og bætt verklega hefur smátt og smátt orðið að engu.
Við höfum talað fyrir alls kyns málum þessu tengdu á kjörtímabilinu. Gerðumst svo kræf að leggja til fullkomið samráð við áætlanagerð, stefnumótunarvinnu allra bæjarfulltrúa, tillögu um innleiðingu mælikvarða til að mæla útkomu þeirra áætlana sem lagðar eru fram með beinum hætti. En allt hefur komið fyrir ekki. Hér sitjum við og afgreiðum enn eina fjárhagsáætlunina sem inniheldur hugmyndir einangraða sýn meirihlutans á það hvernig hlutirnir gerast best.
Þegar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er rýnd er ekki hægt að segja annað en að Garðabær megi vel við una þegar horft er til niðurstöðu samstæðu A og B hluta.
Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk. Um það getum við svo sannarlega verið sammála. Skuldahlutfall og skuldaviðmið vel innan allra marka. Og Garðabær ekki þurft á því að halda að nýta sér rýmri heimildir stjórnvalda vegna bágrar stöðu af völdum heimsfaraldurs.
Og einmitt þess vegna hefði verið lag að bretta upp ermar og gera enn betur.
Meirihlutinn klappar sér hins vegar á öxl við þessi tíðindi með þeim orðum að álögum á íbúa sé haldið í lágmarki og um leið verði grunnþjónusta ekki skert. Hvernig meirihlutinn fær þá niðurstöðu er mér ómögulegt að skilja.
Við sjáum að nú loksins á að gefa í við uppbyggingu á leik- og grunnskóla í Urriðaholti, en bara því miður aðeins of seint. Og því er meirihlutanum að mistakast sitt verkefni sem er að standast væntingar íbúa um góða grunnþjónustu. Mistök sem hafa haft og hafa enn mikil áhrif á hversdagslíf fjölda fjölskyldna.
Það vekur athygli að meirihlutinn hefur ákveðið að vera undir almennum gjaldskrárhækkunum nágrannasveitarfélaganna. Leikskólagjöld eru til að mynda hreyfð eins lítið og mögulegt er. Fyrst um sinn. Það er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að þessi meirihluti hefur verið tíðrætt um að foreldraframlag ætti alltaf að hafa í hæstu hæðum. Eins hátt og þau mögulega komast upp með. En nú kom babb í bátinn. Meirihlutinn kemst ekki upp með frekari hækkun á leikskólagjöldum vegna þeirrar afleitu stöðu sem þau hafa sett fjölda fjölskyldna í með andvaraleysi sínu og rangri forgangsröðum fjármuna.
Nei meirihlutanum er einfaldlega ekki stætt á öðru en að myndast við að mæta þeirri óánægju sem uppi er, vegna þess hringlandaháttar sem ríkt hefur á úthlutun leikskólaplássa í allan vetur. Ofan á slíka katastrófu er ekki bjóðandi að fara inn í hækkanir á gjöldum sem þegar eru þau hæstu á landinu. En við skulum sjá hvers lengi það mun halda. Það er stutt í kosningar og mikilvægt að sýna sparihliðina í aðdraganda þeirra.
Það er fleira sem vekur athygli og mér þykir rétt að ávarpa hér en það vekur vissulega furðu að sjá framlag til Tónlistarskólans, en þar eru langir biðlistar af börnum sem gjarnan vilja sækja tónlistarnám. Meirihlutinn hefur valið að halda í þau leiðindi sem biðlistar eru. Þrátt fyrir að hafa einmitt svigrúm til þess að gera betur. Tónlistarnám er ein leið til að halda börnum og ungmennum í virkni og mikilvægur þáttur og því miður að sjá metnaðarleysi meirihlutans enn og aftur þegar kemur að því mikilvæga starfi. Og vert að benda á að framlög bæði til Hönnunarsafns og bókasafns hækka meira en til Tónlistarskólans. Allt mikilvægar stoðir en fyrir sveitarfélag sem vinnur að því að innleiða barnvænt samfélag hefði ég talið slíkt haldast í hendur að tryggja þær stoðir sem einmitt auka velsæld barna og ungmenna í takt við innleiðingu á stefnu. Til hvers annars er stefna ef ekki eiga að fylgja aðgerðir?
Hitt er svo að þessi ágæti meirihluti heldur áfram að draga lappirnar þegar kemur að uppbyggingu félagslegs húsnæðis hvort heldur sem horft er til almenns leigumarkaðar eða húsnæðis ætlað fötluðu fólki til sjálfstæðrar búsetu. En staðreyndir málsins eru þær að Garðabær dregur lestina hér á höfuðborgarsvæðinu með undir 2 félagslegar íbúðir á hverja 1000 íbúa. Og þrátt fyrir þann raunveruleika sem blasir við eru aðgerðir með eindæmum máttlausar.
Við fengum nýverið þær upplýsingar um stöðu biðlista þar sem kemur alveg skýrt fram að fjölgun er að eiga sér stað á biðlista eftir húsnæði. Þar er ungt fólk ásamt fjölskyldufólki að fjölga og því er það þyngra en tárum taki að sjá viðbragð meirihlutans við þeirri stöðu.
Því fjöldi samþykktra á biðlista er ein tala en aðra höfum við um fjölda þeirra einstaklinga sem ekki hafa verið samþykktir inn á biðlista en samtals erum við með yfir hundrað umsóknir sem liggja inni til afgreiðslu ýmist til meðferðar inn á samþykktan biðlista eða einstaklinga sem þegar hafa fengið afgreiddar umsóknir sínar inn á biðlista.
Því er því miður ekki hægt að segja annað en að áætlanir meirihlutans séu aumar og ekki í nokkrum takti við þann raunveruleika sem sveitarfélagið býr við.
En fjárhagsleg staða nú sýnir einmitt svigrúmið til að bæta í og hysja upp um sig í húsnæðismálum þegar kemur að félagslegu húsnæði. En meirihlutinn kýs aðra leið. Kýs að horfa framhjá þeirri mikilvægu þörf. Enn eitt árið.
Framkvæmdahliðin er vissulega fjárfrek enda engin furða. Hér rís byggð hraðar en marga hefði grunað, barnafjölskyldum fjölgar hratt og sveitarfélagið hefur ekki undan við að tryggja grunnþjónustu fyrir nýja íbúa vegna rangrar forgangsröðunar, eins og dæmin sanna þegar kemur að leikskólaplássum í sveitarfélaginu.
En gleymum því ekki að með hverjum nýjum skattgreiðanda aukast tekjur sveitarfélagsins. Á kjörtímabilinu hefur íbúum fjölgað um yfir 2000.
Þegar eins mikilvæg grundvallar réttindi fólks og húsnæði er, að hafa þak yfir höfuð er enn og aftur ekki sett í forgang í sveitarfélagi sem byggir á eins fjárhagslega góðri stöðu og raun ber vitni er því miður ekkert annað að gera en að greiða atkvæði gegn þessari framlögðu áætlun Sjálfstæðismanna í Garðabæ.“

Almar Guðmundsson, tók til máls.

Ingvar Arnarson, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

„Gjöld eru líka skattar, en í Garðabæ eru gjöld á barnafjölskyldur með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli á Íslandi. Við í Garðabæjarlistanum fögnum því að aðeins eigi að hækka gjaldskrár um 2,5% eða allavega fram yfir kosningar, því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnt að þau vilji skoða að hækka gjaldskrár aftur í haust.
Nú á að reyna að telja bæjarbúum trú um að verið sé að lækka greiðslu skatta með því að lækka álagningu fasteignaskatts úr 1,85% niður í 1,79%. Því miður verður það ekki til þess að lækka greiðslu fasteignaskatts, greiðslan mun hækka þar sem að fasteignamat í Garðabæ hækkar á bilinu 9% - 17% á milli ára.
Tökum smá dæmi um eign þar sem fasteignamat hækkar um 14% á milli ára: Eign sem var með fasteignamat upp á 100 milljónir fyrir árið 2021 og borgar þá 100 milljónir x 1,85% = 185.000kr. Árið 2022 verður álagning fasteignaskatts svona: 114 milljónir x 1,79% = 204.000kr. Þrátt fyrir lækkaða álagningu munu eigendur fasteigna í Garðabæ samt sem áður borga mun meira í fasteignaskatta árið 2022. Til að bæta gráu ofan á svart hefur meirihlutinn ákveðið að hækka sorphirðugjaldið úr 41.000kr í 49.000kr. Árið 2020 var gjaldið 31.000kr.
Við í Garðabæjarlistanum höfum lagt áherslu á mörg mál á þessu ári og má þar helst nefna systkina- og fjölgreinaafslátt í íþróttum- og tómstundum, að uppbygging leikskóla sé í takt við íbúaþróun, að byggja upp almenningssamgöngur fyrir íbúa, auka heilsueflingu fyrir eldri borgara og margt fleira.
Nú síðast lögðum við fram tillögu um átak í fjölgun félagslegs leiguhúsnæðis. Sú tillaga var ekki samþykkt. Því miður höfum við ekki staðið okkur sem skyldi í þeim málum hérna í Garðabæ og þá sérstaklega í ljósi þess að fjölgað hefur á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði, fáir fengið úthlutað og lítið verið bætt við af íbúðum í eigu bæjarins. Í úttekt Kjarnans frá 2018 á félagslegu leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu kemur meðal annars fram að í Reykjavík eru tæplega 20 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa og í Kópavogi eru þær tæplega 13. Í Hafnarfirði eru þær um átta. Einnig kemur fram í úttektinni að þrjú sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taki mun minni þátt í því að sjá þurfandi fólki fyrir félagslegu húsnæði. Í Garðabæ voru tæplega tvær félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Mosfellsbæ voru tæplega þrjár á hverja þúsund íbúa og á Seltjarnarnesi um 3,5 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa. Síðan 2018 hefur íbúum Garðabæjar fjölgað og lítið verið bætt við af félagslegu leiguhúsnæði, þannig að út frá núverandi gögnum á Garðabær ca. 1,6 íbúðir á hverja þúsund íbúa árið 2021.

Sigurður Guðmundsson, tók til máls.

Harpa Þorsteinsdóttir, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

„Við í Garðabæjarlistanum tölum fyrir lýðræði, við tölum fyrir samvinnu og í fullkomnum heimi gæti pólitíkin talað saman og þeir aðilar sem eiga sæti í bæjarstjórn og eru kosnir til þess að koma að því að stýra því hvernig farið er með fjármuni fólks kæmu jafnt að umræðunni, eða um það bil. Með slíkum vinnubrögðum væru meiri líkur á því að fólk gæti komist að niðurstöðu, mögulegri sátt um tillögur og kosið samviskusamlega með slíkri áætlun, vitandi að þeirra innlegg var metið og rætt af fullri alvöru. Fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir er ekki alslæm, en í ljósi þessara vinnubragða á ég erfitt með að lýsa yfir samþykki þessarar áætlunar. Þar að auki tek ég undir með félögum mínum í Garðabæjarlistanum varðandi mikilvægi þess að sveitarfélagið beiti sér enn betur til þess að mæta þörfum þeirra sem sækja um félagslegt húsnæði, en eins og oft hefur komið fram er gríðarleg fjölgun í sveitarfélaginu, og sérstaklega hefur barnafjölskyldum fjölgað. Núverandi meirihluti hefur ekki fjárfest í félagslegu húsnæði í takt við þessa íbúaþróun og þar af leiðandi er bið eftir félagslegu húsnæði, sérstaklega fyrir barnafjölskyldur, áhyggjuefni. Þá höfum við einnig lagt áherslu á að bæjarstjórn beiti sér af alvöru í því að þrýsta á og styðja við systkina- og eða fjölgreinaafslátt í íþróttum, en ég get kannski treyst á að meirihluti skjóti þessu inn á borðið í sínu nafni þegar nær dregur kosningum. Það má vona.“

Sigríður Hulda Jónsdóttir, tók til máls.

Gunnar Einarsson, tók til máls.

Ingvar Arnarson, tók til máls.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls.

Almar Guðmundsson, tók til máls.

Gunnar Einarsson, tók til máls.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, tók til máls og færði starfmönnum bæjarins þakkir fyrir þeirra vinnu við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar Garðabæjar.

Gunnar Einarsson, tók til máls.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls.

Tillaga um breytingar á frumvarpi að fjárhagsáætlun er samþykkt með átta atkvæðum (BF,ÁHJ,SHJ,SG,GVG,JS,AG,GE). Þrír sitja hjá (SDS,IA,HÞ).

Tillaga Garðabæjarlistans um átak um að fjölga félagslegum leiguíbúðum er felld með átta atkvæðum (BF,ÁHJ,SHJ,SG,GVG,JS,AG,GE) gegn þremur (SDS,IA,HÞ).

Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdayfirlit fjárhagsáætlunar með framkomnum breytingum með átta atkvæðum (BF,ÁHJ,SHJ,SG,GVG,JS,AG,GE). Þrír greiða atkvæði gegn samþykkt framkvæmdayfirlits fjárhagsáætlunar (SDS,IA,HÞ).

Bæjarstjórn samþykkir frumvarp að fjárhagsáætlun með framkomnum breytingartillögum sem fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022-2025 með átta atkvæðum (BF,ÁHJ,SHJ,SG,GVG,JS,AG,GE). Þrír greiða atkvæði gegn samþykkt fjárhagsáætlunar (SDS,IA,HÞ).

Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta samkvæmt fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022- 2025 eru:

2022 2023 2024 2025
Tekjur: 20.430.911 21.716.944 22.793.536 23.863.443
Gjöld: 18.224.400 18.840.024 19.660.222 20.551.355
Rekstrarniðurstaða f. afskriftir: 2.206.511 2.876.920 3.133.314 3.312.087

Afskriftir (1.225.940) (1.317.433) (1.430.503) (1.544.112)

Rekstrarniðurst. án fjárm.tekna/gjalda (980.571) 1.559.487 1.702.811 1.767.976

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (931.795) (913.610) (970.686) (1.047.585)

Rekstrarniðurstaða 48.776 645.878 732.126 720.391

Í lok fundar eru færðar til bókar þakkir bæjarstjórnar til starfsmanna bæjarins sem hafa lagt sig fram og staðið sig einstaklega vel við að halda úti mikilvægri starfsemi bæjarins við erfiðar aðstæður í kórónuveirufaraldrinum. Með því hefur starfsemin haldist að mestu órofin og þjónusta við íbúa verið tryggð á flestum sviðum. Starfsmenn bæjarins hafa með sínum störfum lagt sitt að mörkum fyrir virkni samfélagsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).