Fundargerðir

Til baka Prenta
afgreiðslufundir skipulagsstjóra
7. fundur
24.06.2022 kl. 11:00 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. Anna María Guðmundsdóttir . Eysteinn Haraldsson . Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2206224 - Kumlamýri 10-12 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn hönnuðar fyrir hönd lóðarhafa hvort heimilað verði að veggur aðliggjandi parhúshluta nái út fyrir byggingarreit og inn á lóð hinnar lóðarinnar sem nemur 10-15 cm þar sem að húsin verða einangruð að utan.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað umrætt atriði varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
2. 2206275 - Lambhagi 17 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um það hvort heimilað verði að gera mænisþak ofan á bílageymslu sem í dag er með flötu þaki.
Svar: Ekkert deiliskipulag er í gildi í Lambhaga en undirbúningur er hafin að gerð deiliskipulags. Sú breyting sem spurt er um er fyllilega í samræmi við yfirbragð byggðarinnar og verður byggingarleyfisumsókn vísað til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Skipulagsstjóri vísar umsókn til grenndarkynningar í samræmi við ofangreinda grein þegar fullnægjandi uppdrættir hafa borist og sótt hefur verið um byggingarleyfi.
Grenndarkynna skal íbúum að Lambhaga 11,12,13,16 og 18.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
3. 2112324 - Grímsgata 2-4. Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Urriðaholts Norðurhluta 4 sem gerir ráð fyrir hljóðvarnarvegg meðfram Urriðaholtsstræti ofan Grímsötu að lokinni grenndarkynningu. Einnig lögð fram athugasemd frá íbúum að Urriðaholtsstræti 28 sem gera athugasemd við tillöguna.
Skipulagsnefnd vísaði málinu til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
Niðurstaða skoðunar er sú að veggurinn mun hafa óveruleg áhrif á útsýni þegar fjölbýlishúsið að Grímsgötu 2-4 verður risið í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Engar breytingar hafa átt sér stað hvað ákvæðu fjölbýlishússins að Grímsgötu 2-4 eins og ýjað er að í athugasemd.
Skipulagsstjóri leggur til að sú breyting verði gerð á tillögunni að hæð hljóðveggjar verði 1,0 metri í stað 1,3 eins og grenndarkynnt tillaga gerði ráð fyrir.
Skipulagsstjóri leggur til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt með ofangreindri breytingu sem óveruleg breyting deiliskipulags Urriðaholts Norðurhluta 4 í samræmi við 41.grein skipulagslaga nr.123/2010.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).