Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
5. f.(920). fundur
16.03.2023 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir bæjarfulltrúi. Stella Stefánsdóttir varabæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Harpa Þorsteinsdóttir varabæjarfulltrúi. Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi. Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir varabæjarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Fundargerð fundar bæjarstjórnar frá 2. mars 2023 er lögð fram.

Gunnar Valur Gíslason, kvaddi sér hljóðs og óskaði körfuknattleiksdeild Ungmennafélagsins Álftanes til hamingju með frábæran árangur og sæti í úrvalsdeild. Forseti, fyrir hönd bæjarstjórnar, tók undir hamingjuóskir til Ungmennafélags Álftanes fyrir frábært afrek.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2303008F - Fundargerð bæjarráðs frá 7/3'23.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin sem er 10 tl. er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
2302595 - Drög að samkomulagi við Landsbankann hf. um lóðir við Kjarrprýði.
 
Bæjarstjórn samþykkir samning við Landsbankann hf. um ráðstöfun lóða við Kjarrprýði og felur bæjarstjóra undirritun hans. (Mál nr. 2302595)
 
2. 2303018F - Fundargerð bæjarráðs frá 14/3'23.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 1. tl., móttöku flóttafólks, og 10 tl., afgreiðslu leikskólanefndar varðandi tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskóla fyrir tímabil milli jóla- og nýárs og í páskaviku.

Margrét Bjarnadóttir, ræddi 10. tl., afgreiðslu leikskólanefndar varðandi tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskóla fyrir tímabil milli jóla- og nýárs og í páskaviku.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 10. tl., afgreiðslu leikskólanefndar varðandi tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskóla fyrir tímabil milli jóla- og nýárs og í páskaviku og 1. tl., móttöku flóttafólks.

Harpa Þorsteindóttir, ræddi 10. tl., afgreiðslu leikskólanefndar varðandi tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskóla fyrir tímabil milli jóla- og nýárs og í páskaviku.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 1. tl., móttöku flóttafólks.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi að nýju 10. tl., afgreiðslu leikskólanefndar varðandi tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskóla fyrir tímabil milli jóla- og nýárs og í páskaviku.

Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir, ræddi 10. tl., afgreiðslu leikskólanefndar varðandi tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskóla fyrir tímabil milli jóla- og nýárs og í páskaviku.

Björg Fenger, ræddi 1. tl., móttöku flóttafólks og 10. tl., afgreiðslu leikskólanefndar varðandi tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskóla fyrir tímabil milli jóla- og nýárs og í páskaviku.

Almar Guðmundsson, ræddi 1. tl., móttöku flóttamanna og 10. tl., afgreiðslu leikskólanefndar varðandi tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskóla fyrir tímabil milli jóla- og nýárs og í páskaviku.

Fundargerðin sem er 14 tl. er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.

 
2205327 - Móttaka flóttafólks - staða mála.
 
Bæjarstjórn samþykkir að ganga til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks og felur bæjarstjóra undirritun samningsins. (Mál nr. 2205327)
 
 
2302648 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Deildar - og Landakots vegna lóðarinnar við Hólmatún 57.
 
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar um að hafna umsókn lóðarhafa að Hólmatúni 57 um gerð íverurýmis á 2. hæð hússins. Í bókun nefndarinnar kemur fram að skilmálar deiliskipulags Deildar og Landakots eru skýrir um hámarkshæð húsa og að hús eigi að vera einnar hæðar og að nýting rishæðar er ekki leyfð. (Mál nr. 2302648)
 
 
2302671 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðarholts.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts, sbr. 1. mgr. 43. gr. laganna. Tillagan gerir ráð fyrir viðbótar hæðum fjölbýlishúsa sem verða inndregnar og fjölgun bílastæða innan lóða til að mæta mögulegri fjölgun íbúða vegna aukins byggingarmagns. Tillagan gerir einnig ráð fyrir því að fjórum tveggja hæða einbýlishúsalóðum verði breytt í raðhús og parhús. Samkvæmt tillögunni getur íbúðareiningum fjölgað um 32. (Mál nr. 2302671)
 
 
2210617 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á húsnæði við Gilsbúð 9.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að grenndarkynna samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn um byggingarleyfi vegna innri breytingar á atvinnuhúsnæði við Gilsbúð 9 en deiliskipulag liggur ekki fyrir. Grenndarkynna skal eigendum húsa við Gilsbúð og eigendum og íbúum að Bæjargili 16-24, 26-34, 36-44, 46-50 og 52-60. (Mál nr. 2210617)
 
 
2303016 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Arnarness varðandi lóðina við Mávanes 23.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Arnarness í tilefni umsóknar um stækkun byggingarréttar í framhaldi af bílgeymslu.
Grenndarkynna skal tillöguna eigendum og íbúum við Mávanes 21, 22, 24 og 25. (Mál nr. 2303016)
 
 
2303085 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Holtsveg 20.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Holtsveg 20, sbr. 1. mgr. 43. gr laganna. Tillagan gerir ráð fyrir að aðkoma að byggingunni breytist. Í stað aðkomu á efri hæð verður aðkoma að neðri hæð. Kennisnið breytist til samræmis við breytta aðkomu. Hámarkshæð byggingar lækkar úr 10 metrum í 9 metra. Byggingarreitur breytist. Hæð sem kallast kjallari breytist í aðkomuhæð (1.hæð), hæð sem kallast aðkomuhæð breytist í 2. hæð. Snið D-D í deiliskipulagsgreinargerð breytist og sýnir aðkomuhæð í 49.00 mys. Byggingarreitur neðri hæðar er óbreyttur en byggingarreitur efri hæðar minnkar og tekur nú aðeins til nyrsta hluta byggingarreits. Tafla sem sýnir stærð lóðar og byggingarreits breytist þar sem að byggingarreitur efri hæðar minnkar verulega. Setning í texta greinargerðar um áætlaða stærð byggingar er felld út og í stað setningar þar sem gert er ráð fyrir 100 barna leikskóla kemur setning um 100-120 barna sex deilda leikskóla. (Mál nr. 2303085)
 
 
2303070 - Afgreiðsla leikskólanefndar varðandi tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskóla fyrir tímabil milli jóla- og nýárs og í páskaviku.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögur leikskólanefndar um að heimilt verði að fella niður leikskólagjöld fyrir þau börn sem taka leyfi milli jóla- og nýárs (27.12-30.12) og í dymbilviku fyrir páskahelgi. (Mál nr.2303070)
 
3. 2303012F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 8/3'23.
Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 3. tl., skýrslu um nýtingu hvatapeninga.

Björg Fenger, ræddi 3. tl., skýrslu um nýtingu hvatapeninga. Björg óskaði körfuknattleiksdeild Stjörnunnar til hamingju með frábæran árangur meistaraflokks kvenna sem nýverið varð deildarmeistari í fyrstu deild.

Fundargerðin lögð fram.
4. 2303004F - Fundargerð leikskólanefndar frá 7/3'23.
Margrét Bjarnadóttir, ræddi 2. tl., stöðu innritunar í leikskóla Garðabæjar, 4. tl., verklag vegna fáliðnar í leikskólum Garðabæjar og 5. tl. tillögu um heimild til lækkunar leikskólagjalda milli jóla og nýárs og páskaviku.

Fundargerðin lögð fram.
5. 2303010F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 9/3´23.
Fundargerðin lögð fram.
6. 2302029F - Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla frá 27/2´23.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 2. tl., starfsemi Tónlistarskóla Garðabæjar og færði skólastjóra og starfmönnum skólans þakkir fyrir gríðarlega öflugt starf.

Fundargerðin lögð fram.
7. 2303007F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 8/3'23.
Stella Stefánsdóttir, ræddi 3. tl., hreinsunarátak, 4. tl. ágang máva, 5. tl., samræmingu úrgangsmála á höfuðborgarsvæðinu og 6. tl., kaup á loftgæðamæli.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 6. tl., kaup á loftgæðamæli.

Björg Fenger, ræddi 4. tl., ágang máva, 6. tl., kaup á loftgæðamæli og 7. tl., kaup á gönguteljara við göngustíg við Urriðakotsvatn.

Fundargerðin lögð fram.
8. 2303002F - Fundargerð öldungaráðs frá 6/3'23.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 1. tl., gott að eldast - viljayfirlýsingu um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.

Almar Guðmundsson, ræddi 1. tl., gott að eldast - viljayfirlýsingu um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.

Fundargerðin lögð fram.
9. 2301458 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 1/3'23.
Fundargerðin lögð fram.
10. 2303053 - Fundargerðir stjórnar SORPU frá 24/1´23 og 14/2'23.
Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 2. tl., fg. 24.1, stöðu stefnumótunar Sorpu og almennt um störf stjórnar Sorpu.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. og 2. tl., fg. 24.1 skýrslu innri endurskoðenda, stefnumótun og almennt um starfsemi Sorpu bs.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi að nýju almennt um starfsemi Sorpu.

Björg Fenger, ræddi almennt um starfsemi Sorpu.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi að nýju almennt um störf Sorpu.

Almar Guðmundsson, ræddi almennt um starfsemi Sorpu.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi að nýju almennt um starfsemi Sorpu.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi að nýju almennt um störf Sorpu.

Fundargerðirnar lagðar fram.
11. 2301453 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 24/2'23.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 6. tl., akstur næturstrætó.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 6. tl., akstur næturstrætó.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi stöðu almenningssamgangna.

Almar Guðmundsson, ræddi 6. tl. akstur næturstrætó og almennt um málefni Strætó.

Fundargerðin lögð fram.
12. 2301664 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hfj., Kóp., Mosf.b. og Seltjarnarness frá 6/3'23.
Fundargerðin lögð fram.
13. 2301318 - Fundargerð stjórnar SSH frá 6/3'23.
Fundargerðin lögð fram.
14. 2201363 - Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð í Garðabæ
Bæjarstjórn samþykkir reglur um fjárhagsaðstoð í Garðabæ til að gilda frá 1. apríl 2023. Jafnframt falla úr gildi reglur um fjárhagsaðstoð sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar 21. desember 2017.
15. 2211569 - Húsnæðisáætlun Garðabæjar 2023
Almar Guðmundsson, fylgdi úr hlaði uppfærslu húsnæðisáætlunar Garðabæjar til 10 ára.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

„Við í Viðreisn fögnum því hve vel Garðabær mætir uppbyggingaþörf á húsnæðismarkaðinn um almennt. Hins vegar teljum við í Viðreisn mikilvægt að rýna hvernig megi tryggja betur aukið framboð af fjölbreyttu almennu húsnæði en ekki síður í húsnæði sem telst til félagslegs húsnæðis í eigu Garðabæjar sem og í eigum óhagnaðadrifinna félaga í ljósi þess vaxtar sem á sér stað í sveitarfélaginu. Vaxtar sem lýsir sér í fjölbreyttari íbúasamsetningu en áður, aukningu í yngri íbúum sem sömuleiðis kallar á fjölbreyttari leiðir í vali á húsnæði.“
Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar.

Guðfinnur Sigurvinsson, tók til máls.

Gunnar Valur Gíslason, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

„Uppfærð húsnæðisáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023 endurspeglar metnaðarfulla íbúðauppbyggingu Garðabæjar á næstu árum sem mun mæta brýnni þörf á húsnæðismarkaði.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að standa vörð um góða þjónustu við bæjarbúa, sem staðfest er í nýlegri íbúakönnun. Því þarf að tryggja að uppbyggingu innviða fylgi fjölgun íbúða og hverfa í bænum, hér eftir sem hingað til.
Í húsnæðisáætlun er lögð áhersla á fjölbreytni í íbúðagerð og að framboð af sérbýli aukist. Þá er það mjög mikilvæg áhersla að uppbygging í bænum skapi tækifæri fyrir ólíka hópa til að eignast húsnæði við hæfi, hvort sem um er að ræða fyrstu kaup eða tilfærslu yfir í stærra eða minna húsnæði eftir aðstæðum hvers og eins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins standa þannig vörð um séreignarstefnu.
Í húsnæðisáætlun er þörfum hinna ýmsu hópa fyrir hagkvæmar íbúðir mætt, m.a. með leiguúrræðum. Þá er stefnt að umtalsverðri fækkun einstaklinga og fjölskyldna á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði.“

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

„Bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans ítreka þá skoðun sína að áætlanir um húsnæðisuppbyggingu ættu að gera ráð fyrir því að allt að 30% nýs húsnæðis í Garðabæ á næstu tíu árum verði hagkvæmt húsnæði, t.d. leiguhúsnæði á vegum óhagnaðardrifinna félaga og hlutdeildarlánaíbúðir, og þar af 5% félagslegar leiguíbúðir. Í fyrirliggjandi húsnæðisáætlun er þetta hlutfall um 10%. Það er skoðun okkar að Garðabær verði að taka ábyrgð á ástandinu á húsnæðismarkaði til jafns við önnur sveitarfélög og bjóða upp á fjölbreyttari valkosti sem henta fleiri tekjuhópum. Við sitjum því hjá, með von um að áætlunin taki breytingum við næstu endurskoðun.“

Almar Guðmundsson, tók til máls að nýju.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, tók til máls að nýju.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju.

Guðfinnur Sigurvinsson, tók til máls að nýju.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, tók til máls að nýju.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, tók til máls.

Harpa Þorsteinsdóttir, tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum uppfærslu húsnæðisáætlunar Garðabæjar til 10 ára í samræmi við 1. gr. reglugerðar um húsnæðisáætlun sveitarfélaga nr. 1248/2018, sbr. breyting samkvæmt reglugerð nr. 1597/2022 og lögum um húsnæðismál nr. 44/1998.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir sitja hjá.

16. 2303299 - Tillaga Garðabæjarlistans um íþrótta- og tómstundamál.
Harpa Þorsteinsdóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram og gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu.

„Bæjarstjórn samþykkir að skipa starfshóp tveggja til þriggja kjörinna fulltrúa, sem fái aðstoð starfsfólks fræðslu- og menningarsviðs. Dæmi um kosti sem hægt væri að meta:
a.) Hækkun hvatapeninga
b.) Systkina- og eða fjölgreinaafsláttur í gegnum hvatapeningakerfið
c.) Tekjutenging hvatapeninga
d.) Greiðsluþak
Starfshópur skili skýrslu til bæjarstjórnar með útfærðum möguleikum áður en vinna við fjárhagsáætlunargerð ársins 2024 hefst, eða í ágúst 2023.“

Greinargerð
Í umræðu bæjarstjórnar hafa ýmsar leiðir til að koma frekar til móts við barnafjölskyldur í bænum vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna verið ræddar. Tillögur Garðabæjarlistans þess efnis undanfarin fimm ár hafa aldrei verið felldar, en hafa þó aðeins skilað fimm þúsund króna flatri hækkun hvatapeninga á árinu 2023. Ljóst er að gera þarf betur fyrir barnafjölskyldur í bænum, sem margar hverjar standa frammi fyrir sligandi kostnaði vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Þetta á sérstaklega við um barnmargar fjölskyldur og tekjulægri hópa, en millitekjuhópar eru þó ekki undanskildir. Með stofnun starfshóps sem metið getur þær leiðir sem hægt er að fara og gert grein fyrir þeim vonast Garðabæjarlistinn til þess að bæjarstjórn hafi skýra valkosti þegar kemur að fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár. Þannig tökum við betri og upplýstari ákvarðanir.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi og Harpa Þorsteinsdóttir, varabæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.

Björg Fenger tók til máls. Björg lagði til að tillögunni verði hafnað og lagði fram eftirfarandi bókun.

„Samkvæmt 56. gr. samþykkta um stjórn Garðabæjar skal bæjarstjórn að afloknum kosningum kjósa 5 einstaklinga í íþrótta- og tómstundaráð til fjögurra ára. Er hlutverk ráðsins m.a. að vinna að stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum og vera bæjarstjórn til ráðgjafar.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að eitt af hlutverkum íþrótta- og tómstundaráðs sé að skoða og meta mögulegar ívilnanir vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna enda hefur ráðið m.a. ítrekað rætt útfærslu og nýtingu hvatapeninga. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja því ekki nauðsynlegt að skipa sérstakan starfshóp í þessum tilgangi.
Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir kjörtímabilið 2022-2026 er að finna þann vilja bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hvatapeningar verði þróaðir áfram með þeim hætti að hærri greiðslur verði innleiddar fyrir tekjulágar fjölskyldur og þær sem hafa fleiri en eitt barn á framfæri. Sú vinna er nú þegar hafin, hvatapeningar voru hækkaðir í 55.000 kr. fyrir árið 2023, og nú eru til skoðunar ýmsar leiðir og útfærslur á kerfinu með það fyrir augum að koma til móts við tekjulægri og barnmargar fjölskyldur í bænum. Afar mikilvægt er að vel takist til þannig að hvatapeningakerfið komi raunverulega til stuðnings þeim fjölskyldum sem mest þurfa á því að halda. Í því samhengi er mikilvægt að horfa til samstarfs við félögin í bænum hvað varðar samspil hvatapeninga og æfingagjalda, auk þess sem að vel ígrunduð kostnaðargreining þarf ætíð að liggja fyrir.“

Þorbjörg Þorvaldsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði til breytingu á tillögunni þannig að í stað þess að skipa starfshóp verði íþrótta- og tómstundaráði falið við að meta kosti við ívilnanir vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna út frá fýsileika, áhrifum og kostnaði.

Tillagan með áorðinni breytingu samþykkt samhljóða.
17. 2303298 - Fyrirspurn Garðabæjarlistans um sumarfrístund.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.

„Í fjárhagsáætlun ársins 2023 voru 20 milljónir áætlaðar í það að koma upp sumarfrístund í Garðabæ, líkt og fjöldi foreldra ungra grunnskólabarna hefur kallað eftir.
Hvernig er áætlað að sumarfrístund verði raungerð í Garðabæ?
Hvenær er von á því að fyrirkomulagið verði auglýst?
Hver verður kostnaður foreldra?“
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi og Harpa Þorsteinsdóttir, varabæjarfulltrúi Garðabæjarlistans

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls.

Almar Guðmundsson, tók til máls og upplýsti að fyrirhugað er að taka málefni sumarfrístundar á dagskrá næsta fundar bæjarráðs.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, tók til máls.

Almar Guðmundsson, tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirspurninni til bæjarráðs við umfjöllun um málefni sumarfrístundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).